Minnst sex látnir eftir skotárás í sjúkrahúsi í Tékklandi Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2019 09:30 Gífurlegur viðbúnaður var í Ostrava. EPA/LUKAS KABON Uppfært 9:30 Umfangsmikil leit hófst í Tékklandi í morgun eftir að maður hóf skothríð á sjúkrahúsi í borginni Ostrava. Maðurinn skaut minnst sex til bana og flúði af vettvangi. Einhverjir eru særðir eftir árásina en upplýsingar eru enn á reiki. Lögreglan segist hafa fundið manninn í bíl hans og hann hafi skotið sig áður en hægt var að handtaka hann. Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, segir árásina hafa byrjað á biðstofu þar sem árásarmaðurinn hafi gengið upp að fólki að skotið það í höfuðið með skammbyssu. Samhliða leitinni jók lögreglan öryggisgæslu víða í borginni og víðar í Tékklandi. Þá segir lögreglan að lögregluþjónar hafi verið komnir á vettvang fimm mínútum eftir að fyrstu skotunum var hleypt af.Lögreglan bað um aðstoð almennings við að finna árásarmanninn og ssagði hann aka gráum Renault Laguna. Fólki hafði þó verið ráðlagt að nálgast hann ekki, þar sem hann hafi líklegast enn verið vopnaður og hættulegur. Lögreglan hafði áður birt mynd af manni í rauðum jakka og sagt hann vera árásarmanninn. Seinna var hann sagður vera vitni og vildi lögreglan ná tali af honum. Mynd af árásarmanninum var birt af lögreglunni. Aktuální informace na místě je 6 mrtvých a 2 zranění. pic.twitter.com/2ULrc1rgjM— Policie ČR (@PolicieCZ) December 10, 2019 Tékkland Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Uppfært 9:30 Umfangsmikil leit hófst í Tékklandi í morgun eftir að maður hóf skothríð á sjúkrahúsi í borginni Ostrava. Maðurinn skaut minnst sex til bana og flúði af vettvangi. Einhverjir eru særðir eftir árásina en upplýsingar eru enn á reiki. Lögreglan segist hafa fundið manninn í bíl hans og hann hafi skotið sig áður en hægt var að handtaka hann. Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, segir árásina hafa byrjað á biðstofu þar sem árásarmaðurinn hafi gengið upp að fólki að skotið það í höfuðið með skammbyssu. Samhliða leitinni jók lögreglan öryggisgæslu víða í borginni og víðar í Tékklandi. Þá segir lögreglan að lögregluþjónar hafi verið komnir á vettvang fimm mínútum eftir að fyrstu skotunum var hleypt af.Lögreglan bað um aðstoð almennings við að finna árásarmanninn og ssagði hann aka gráum Renault Laguna. Fólki hafði þó verið ráðlagt að nálgast hann ekki, þar sem hann hafi líklegast enn verið vopnaður og hættulegur. Lögreglan hafði áður birt mynd af manni í rauðum jakka og sagt hann vera árásarmanninn. Seinna var hann sagður vera vitni og vildi lögreglan ná tali af honum. Mynd af árásarmanninum var birt af lögreglunni. Aktuální informace na místě je 6 mrtvých a 2 zranění. pic.twitter.com/2ULrc1rgjM— Policie ČR (@PolicieCZ) December 10, 2019
Tékkland Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira