„Jólin koma þegar lyktin kemur“ Sylvía Hall skrifar 23. desember 2019 21:15 Skötuát er langt frá því að vera deyjandi siður. Fjöldi fólks lagði sér þetta sjávarfang til munns í dag og tók fréttastofa nokkra þeirra tali. Hér á öldum áður var til siðs að fasta fyrir jólin. Sem mestur munur átti að vera á föstumat og jólakræsingum. Aðalreglan var að borða lélegt fiskmeti á Þorláksmessu og í því sambandi skötuát borist víða um land frá Vestfjörðum. Á Hrafnistu lagði á annað hundrað manns sér skötu til munns og lét vel að. Á Ölveri komu saman íbúar Laugardals og létu ekki sitt eftir liggja í að viðhalda þessum sið. „Á þessum degi finnst mér mjög skemmtilegt að fara og fá mér skötuna,“ sagði Laufey Björg Sigurðardóttir arkitekt sem var ein þeirra sem gæddi sér á skötu í dag. Feðginin Bjarni og Hulda voru hæstánægð með skötuna.Vísir Hulda Bjarnadóttir, fyrrum útvarpskona og skötuunnandi, tók í sama streng og sagði skötuna góða svo lengi sem það væri nóg af kartöflum með. Faðir hennar, Bjarni Sveinsson, var hæstánægður með veitingarnar. „Þetta er algjörlega frábært. Tindabikkjan, skatan, saltfiskurinn, rúgbrauðið – þetta er allt saman fyrsta klassa.“ Hann gefur lítið fyrir tal um vonda lykt sem fylgir skötuveislum og segir margt verra en skötulykt. „Bara sætta sig við það. Það er ólykt víðar heldur en af skötunni í umhverfinu,“ sagði Bjarni. Rakel Garðarsdóttir var einnig á meðal þeirra sem fengu sér skötu í tilefni dagsins og var hæstánægð. Hún segir einfalt að forðast það að lykta eins og skata allan daginn. „Maður bara mætir í skötufötum, svo fer maður heim í kjólinn og fær sér jólabjórinn í kvöld.“ Þá var handboltakempan Sigurður Sveinsson svo sannarlega kominn í jólaskapið eftir skötuveisluna á Ölver í dag, þá sérstaklega út af lyktinni. „Þetta er yndisleg lykt, það er ekkert að henni. Jólin koma þegar lyktin kemur, það er málið.“ Jól Jólamatur Matur Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Skötuát er langt frá því að vera deyjandi siður. Fjöldi fólks lagði sér þetta sjávarfang til munns í dag og tók fréttastofa nokkra þeirra tali. Hér á öldum áður var til siðs að fasta fyrir jólin. Sem mestur munur átti að vera á föstumat og jólakræsingum. Aðalreglan var að borða lélegt fiskmeti á Þorláksmessu og í því sambandi skötuát borist víða um land frá Vestfjörðum. Á Hrafnistu lagði á annað hundrað manns sér skötu til munns og lét vel að. Á Ölveri komu saman íbúar Laugardals og létu ekki sitt eftir liggja í að viðhalda þessum sið. „Á þessum degi finnst mér mjög skemmtilegt að fara og fá mér skötuna,“ sagði Laufey Björg Sigurðardóttir arkitekt sem var ein þeirra sem gæddi sér á skötu í dag. Feðginin Bjarni og Hulda voru hæstánægð með skötuna.Vísir Hulda Bjarnadóttir, fyrrum útvarpskona og skötuunnandi, tók í sama streng og sagði skötuna góða svo lengi sem það væri nóg af kartöflum með. Faðir hennar, Bjarni Sveinsson, var hæstánægður með veitingarnar. „Þetta er algjörlega frábært. Tindabikkjan, skatan, saltfiskurinn, rúgbrauðið – þetta er allt saman fyrsta klassa.“ Hann gefur lítið fyrir tal um vonda lykt sem fylgir skötuveislum og segir margt verra en skötulykt. „Bara sætta sig við það. Það er ólykt víðar heldur en af skötunni í umhverfinu,“ sagði Bjarni. Rakel Garðarsdóttir var einnig á meðal þeirra sem fengu sér skötu í tilefni dagsins og var hæstánægð. Hún segir einfalt að forðast það að lykta eins og skata allan daginn. „Maður bara mætir í skötufötum, svo fer maður heim í kjólinn og fær sér jólabjórinn í kvöld.“ Þá var handboltakempan Sigurður Sveinsson svo sannarlega kominn í jólaskapið eftir skötuveisluna á Ölver í dag, þá sérstaklega út af lyktinni. „Þetta er yndisleg lykt, það er ekkert að henni. Jólin koma þegar lyktin kemur, það er málið.“
Jól Jólamatur Matur Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira