Getur misst aleiguna á einungis örfáum mínútum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. desember 2019 20:00 Slökkviliðsmenn sem munu vinna yfir jól og áramót vonast eftir útkallslausri hátíð en eru þó við öllu búnir komi upp hættuástand. Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu biður fólk um að huga að eldvörnum heimilisins, eins og reykskynjurum og slökkvitækjum, sem geta skipt sköpum komi upp eldur. „Við höfum alltaf áhyggjur á þessum tíma. Þetta er jú hátíð ljóss og friðar og kertin er eitthvað sem við höfum alltaf áhyggjur af ef ekki er rétt með farið,“ segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri. „Það sem við höfum svona helst séð er að kerti í gluggum, sem fólk lætur loga í gluggakistum þar sem eru gluggatjöld. Það er eitthvað sem hefur komið fyrir að það kvikni í gluggatjöldum og kerti í kertaskreytingum er eitthvað sem kemur reglulega upp þar sem kertið getur fallið til hliðar og nær niður í brennanlegt efni sem býr til skreytinguna og þarna þarf fólk að passa sig og lykilatriðið er að fara aldrei út úr rými þar sem er logandi kerti,“ segir Pétur. Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Árnessýslu settu upp aðstæður þar sem slíkt gerist og á myndbandi sést að á innan við tíu mínútum er herbergi orðið alelda og ekki við neitt ráðið. Pétur segir húsbrunar hafi breyst á síðustu þrjátíu árum þar sem efnasamsetning húsgagna sé önnur en áður. „Í dag erum við með miklu léttari efni sem eru auðbrennanleg og brunahraðinn og brunaofsinn verður svo margfalt meiri í dag en hann var fyrir þrjátíu eða fjörutíu árum síðan.“ „Við höfum séð dæmi þess að fólk varla eða jafnvel ekki nær að forða sér út úr húsum sem kviknar í, jafnvel þó það sé reykskynjari. Þannig að það er full ástæða til þess að sýna ítrustu varkárni,“ segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Áramót Jól Slökkvilið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar Sjá meira
Slökkviliðsmenn sem munu vinna yfir jól og áramót vonast eftir útkallslausri hátíð en eru þó við öllu búnir komi upp hættuástand. Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu biður fólk um að huga að eldvörnum heimilisins, eins og reykskynjurum og slökkvitækjum, sem geta skipt sköpum komi upp eldur. „Við höfum alltaf áhyggjur á þessum tíma. Þetta er jú hátíð ljóss og friðar og kertin er eitthvað sem við höfum alltaf áhyggjur af ef ekki er rétt með farið,“ segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri. „Það sem við höfum svona helst séð er að kerti í gluggum, sem fólk lætur loga í gluggakistum þar sem eru gluggatjöld. Það er eitthvað sem hefur komið fyrir að það kvikni í gluggatjöldum og kerti í kertaskreytingum er eitthvað sem kemur reglulega upp þar sem kertið getur fallið til hliðar og nær niður í brennanlegt efni sem býr til skreytinguna og þarna þarf fólk að passa sig og lykilatriðið er að fara aldrei út úr rými þar sem er logandi kerti,“ segir Pétur. Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Árnessýslu settu upp aðstæður þar sem slíkt gerist og á myndbandi sést að á innan við tíu mínútum er herbergi orðið alelda og ekki við neitt ráðið. Pétur segir húsbrunar hafi breyst á síðustu þrjátíu árum þar sem efnasamsetning húsgagna sé önnur en áður. „Í dag erum við með miklu léttari efni sem eru auðbrennanleg og brunahraðinn og brunaofsinn verður svo margfalt meiri í dag en hann var fyrir þrjátíu eða fjörutíu árum síðan.“ „Við höfum séð dæmi þess að fólk varla eða jafnvel ekki nær að forða sér út úr húsum sem kviknar í, jafnvel þó það sé reykskynjari. Þannig að það er full ástæða til þess að sýna ítrustu varkárni,“ segir Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.
Áramót Jól Slökkvilið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar Sjá meira