Forsætisráðherrann reynir að slökkva elda eftir óheppilegt frí Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2019 08:28 Morrison ræðir við slökkviliðsmann í Nýja Suður-Wales í Sydney í dag. Vísir/EPA Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, bað landa sína afsökunar á að hafa valdið þeim kvíða með því að fara í frí til Havaí á sama tíma og mannskæðir kjarreldar geisuðu heima fyrir. Fjarvera Morrison og aðgerðaleysi Frjálslynda flokks hans í loftslagsmálum hefur sætt harðri gagnrýni í ljósi eldanna. Kjarreldar geisa nú í þremur ríkjum Ástralíu en að minnsta kosti níu manns hafa látið lífið í slíkum eldum frá því í september. Þá hafa um 700 heimili og milljónir hektarar lands orðið eldinum að bráð, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hitabylgja gerði ástandið enn eldfimara í vikunni. Meðalhiti á landsvísu fór yfir 40 gráður á þriðjudag. Morrison stytti fjölskyldufríið á Havaí í ljósi gagnrýninnar. Þrátt fyrir að Morrison sýndi iðrun yfir því að hafa valdið þjóðinni kvíða þegar hann sneri heim þrætti forsætisráðherrann fyrir að loftslagsbreytingar af völdum manna tengdust eldunum nú með beinum hætti. „Það er ekki trúverðugt að tengja það saman,“ hélt Morrison fram en viðurkenndi þó að loftslagsbreytingar ættu þátt í að breyta veðurkerfum. Vísindamenn segja að þó að loftlagsbreytingar af völdum manna sé ekki beinlínis orsök kjarreldanna nú skapi þær heitara og þurrara loftslag sem gerir elda sem þessa tíðari og ákafari. Formaður stéttarfélags slökkviliðsmanna hefur meðal annars gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að ganga ekki fram fyrir skjöldu í loftslagsmálum. Tveir slökkviliðsmenn létu lífið þegar þeir börðust við eld í Nýja Suður-Wales á fimmtudag. Fyrr í þessum mánuði var ríkisstjórn Morrison ein nokkurra í olíu- og kolaframleiðsluríkjum sem settu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madríd í uppnám. Ástralía er eitt helsta kolaframleiðsluríki heims og hafa áströlsk stjórnvöld lengi dregið lappirnar í loftslagsmálum. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu biðst afsökunar á að hafa farið í frí til Hawaii Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur beðist afsökunar á því að hafa farið í frí til Hawaii í þessari í viku á meðan ástandið í landinu versnaði til muna vegna skógarelda sem þar hafa geisað undanfarna mánuði. 20. desember 2019 06:38 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, bað landa sína afsökunar á að hafa valdið þeim kvíða með því að fara í frí til Havaí á sama tíma og mannskæðir kjarreldar geisuðu heima fyrir. Fjarvera Morrison og aðgerðaleysi Frjálslynda flokks hans í loftslagsmálum hefur sætt harðri gagnrýni í ljósi eldanna. Kjarreldar geisa nú í þremur ríkjum Ástralíu en að minnsta kosti níu manns hafa látið lífið í slíkum eldum frá því í september. Þá hafa um 700 heimili og milljónir hektarar lands orðið eldinum að bráð, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hitabylgja gerði ástandið enn eldfimara í vikunni. Meðalhiti á landsvísu fór yfir 40 gráður á þriðjudag. Morrison stytti fjölskyldufríið á Havaí í ljósi gagnrýninnar. Þrátt fyrir að Morrison sýndi iðrun yfir því að hafa valdið þjóðinni kvíða þegar hann sneri heim þrætti forsætisráðherrann fyrir að loftslagsbreytingar af völdum manna tengdust eldunum nú með beinum hætti. „Það er ekki trúverðugt að tengja það saman,“ hélt Morrison fram en viðurkenndi þó að loftslagsbreytingar ættu þátt í að breyta veðurkerfum. Vísindamenn segja að þó að loftlagsbreytingar af völdum manna sé ekki beinlínis orsök kjarreldanna nú skapi þær heitara og þurrara loftslag sem gerir elda sem þessa tíðari og ákafari. Formaður stéttarfélags slökkviliðsmanna hefur meðal annars gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að ganga ekki fram fyrir skjöldu í loftslagsmálum. Tveir slökkviliðsmenn létu lífið þegar þeir börðust við eld í Nýja Suður-Wales á fimmtudag. Fyrr í þessum mánuði var ríkisstjórn Morrison ein nokkurra í olíu- og kolaframleiðsluríkjum sem settu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madríd í uppnám. Ástralía er eitt helsta kolaframleiðsluríki heims og hafa áströlsk stjórnvöld lengi dregið lappirnar í loftslagsmálum.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu biðst afsökunar á að hafa farið í frí til Hawaii Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur beðist afsökunar á því að hafa farið í frí til Hawaii í þessari í viku á meðan ástandið í landinu versnaði til muna vegna skógarelda sem þar hafa geisað undanfarna mánuði. 20. desember 2019 06:38 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Forsætisráðherra Ástralíu biðst afsökunar á að hafa farið í frí til Hawaii Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur beðist afsökunar á því að hafa farið í frí til Hawaii í þessari í viku á meðan ástandið í landinu versnaði til muna vegna skógarelda sem þar hafa geisað undanfarna mánuði. 20. desember 2019 06:38