Mikil eftirspurn eftir magaaðgerðum vegna offitu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. desember 2019 22:00 Eftirspurn eftir aðgerðum vegna offitu hefur aukist hér á landi. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru gerðar hátt í fimm hundruð skurðaðgerðir á maga vegna offitu en langflestar voru gerðar á einkastofum.Landlæknisembættið birti í vikunni greinargerð um bið eftir skurðaðgerðum. Þar má sjá að sérstakt átak, sem ráðist var í til að stytta bið eftir aðgerðum, hefur skilað árangri. Meðal annars þegar kemur að skurðaðgerðum á augasteinum. „Þetta biðlistaátak hefur í heild skilað miklum árangri því það hefur tekist að fjölga aðgerðum og þannig stytta biðlistana en hins vegar sjáum við líka að eftirspurn eftir ýmsum aðgerðum hefur aukist og því hefur aukinn aðgerðafjöldi ekki alltaf getað haldið í við þá þróun," segir Laura Scheving Thorsteinsson teymisstjóri úttekta hjá Landlæknisembættinu.Þannig hefur eftirspurn eftir aðgerðum vegna offitu aukist en í október voru eitt hundrað og fjörutíu á biðlista eftir offituaðgerðum. Skurðaðgerðir á maga vegna offitu eru annars vegar gerðar á Landspítalanum og hins vegar á einkastofum líkt og hjá Klíníkinni og Gravitas. Þeir sem fara í aðgerð á eigin vegum hjá einkastofu greiða fyrir aðgerðina sjálfir. Kostnaðurinn er allt frá einni komma tveimur milljónum króna og upp úr. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru gerðar 448 aðgerðir.Vísir/Hlynur Tölurnar sýna að fjögur hundruð fjörutíu og átta skurðaðgerðir á maga voru framkvæmdar á fyrstu níu mánuðum þessa árs en árið 2017 voru þær þrjú hundruð níutíu og sex. Flestar aðgerðirnar voru framkvæmdar hjá Klíníkinni eða tvö hundruð tuttugu og fjórar og hundrað fimmtíu og sjö hjá Gravitas. Þær voru aðeins sextíu og sjö á Landspítalanum. Löng bið er eftir skurðaðgerðum á maga vegna offitu hjá Landspítalanum.Vísir/Hlynur Bið eftir aðgerð á Landspítalanum var um fjörutíu og fjórar vikur. Þeir sem hins vegar fóru í aðgerð á einkastofu þurftu ekki að bíða nema sex vikur. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Eftirspurn eftir aðgerðum vegna offitu hefur aukist hér á landi. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru gerðar hátt í fimm hundruð skurðaðgerðir á maga vegna offitu en langflestar voru gerðar á einkastofum.Landlæknisembættið birti í vikunni greinargerð um bið eftir skurðaðgerðum. Þar má sjá að sérstakt átak, sem ráðist var í til að stytta bið eftir aðgerðum, hefur skilað árangri. Meðal annars þegar kemur að skurðaðgerðum á augasteinum. „Þetta biðlistaátak hefur í heild skilað miklum árangri því það hefur tekist að fjölga aðgerðum og þannig stytta biðlistana en hins vegar sjáum við líka að eftirspurn eftir ýmsum aðgerðum hefur aukist og því hefur aukinn aðgerðafjöldi ekki alltaf getað haldið í við þá þróun," segir Laura Scheving Thorsteinsson teymisstjóri úttekta hjá Landlæknisembættinu.Þannig hefur eftirspurn eftir aðgerðum vegna offitu aukist en í október voru eitt hundrað og fjörutíu á biðlista eftir offituaðgerðum. Skurðaðgerðir á maga vegna offitu eru annars vegar gerðar á Landspítalanum og hins vegar á einkastofum líkt og hjá Klíníkinni og Gravitas. Þeir sem fara í aðgerð á eigin vegum hjá einkastofu greiða fyrir aðgerðina sjálfir. Kostnaðurinn er allt frá einni komma tveimur milljónum króna og upp úr. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru gerðar 448 aðgerðir.Vísir/Hlynur Tölurnar sýna að fjögur hundruð fjörutíu og átta skurðaðgerðir á maga voru framkvæmdar á fyrstu níu mánuðum þessa árs en árið 2017 voru þær þrjú hundruð níutíu og sex. Flestar aðgerðirnar voru framkvæmdar hjá Klíníkinni eða tvö hundruð tuttugu og fjórar og hundrað fimmtíu og sjö hjá Gravitas. Þær voru aðeins sextíu og sjö á Landspítalanum. Löng bið er eftir skurðaðgerðum á maga vegna offitu hjá Landspítalanum.Vísir/Hlynur Bið eftir aðgerð á Landspítalanum var um fjörutíu og fjórar vikur. Þeir sem hins vegar fóru í aðgerð á einkastofu þurftu ekki að bíða nema sex vikur.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira