Breskir auðjöfrar lauma sér inn um bakdyr ESB Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2019 14:22 Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, ætlar að klára Brexit fyrir 31. janúar. EPA/VICKIE FLORES Auðugir bakhjarlar Íhaldsflokksins í Bretlandi hafa frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016 sóst eftir ríkisborgararétti á Kýpur. Eyríkið er aðili að Evrópusambandinu og með því að öðlast ríkisborgararétt þar njóta þessi aðilar þeirra réttinda sem aðild býður upp á. Meðal þeirra sem um ræðir eru auðjöfrarnir Alan Howard og Jeremy Isaacs. Innanríkisráðuneyti Kýpur hefur lagt til að umsóknir þeirra beggja verði samþykktar. Þetta kemur fram í opinberum skjölum frá Kýpur sem blaðamenn Reuters hafa komið höndum yfir. Íhaldsflokkur Bretland hefur verið í forsvari fyrir úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og auðjöfrarnir sem um ræðir hafa veitt flokknum hundruð þúsunda punda á síðustu árum. Howard hefur gefið Íhaldsflokknum minnst 129 þúsund pund frá 2005 til 2009 og Isaacs minnst 626.500 á undanförnum árum. Í áratugi hefur verið hægt að kaupa ríkisborgararétt á Kýpur og kostar hann minnst tvær milljónir evra í fjárfestingum til eyjunnar. Þetta hefur verið harðlega gagnrýnt í Brussel og hefur nefnd verið sett á laggirnar sem finna á hvernig koma má í veg fyrir kaup ríkisborgararéttar á Kýpur og í öðrum ríkjum ESB.Samkvæmt Financial Times eru flest ríki ESB með lög sem gera auðugum aðilum í raun kleift að kaupa sér verurétt. Bretland hefur verið þeirra á meðal. Kýpur, Malta og Búlgaría hafa hins vegar leyft auðugum aðilum að kaupa ríkisborgararétt.Gögn Reuters sýna einnig að maður að nafni David John Rowland sótti um ríkisborgararétt á Kýpur. Í skjölunum eru þó ekki frekari upplýsingar en það að hann hafi sótt um ríkisborgararétt sem aðili að hópi fjárfesta. Önnur opinber gögn sýna að viðkomandi er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Abledge Ltd. sem skráð var þann 31. desember 2015. Þau gögn innihalda einnig heimilisfang Rowland og er það sama heimilisfang og skráð er á auðjöfurinn David John Rowland sem hefur tengst Íhaldsflokknum um árabil. Hann hefur veitt flokknum milljónir punda í gegnum árin, var gjaldkeri flokksins og fjárhaldsráðgjafi Andrew prins. Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Kýpur Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Auðugir bakhjarlar Íhaldsflokksins í Bretlandi hafa frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016 sóst eftir ríkisborgararétti á Kýpur. Eyríkið er aðili að Evrópusambandinu og með því að öðlast ríkisborgararétt þar njóta þessi aðilar þeirra réttinda sem aðild býður upp á. Meðal þeirra sem um ræðir eru auðjöfrarnir Alan Howard og Jeremy Isaacs. Innanríkisráðuneyti Kýpur hefur lagt til að umsóknir þeirra beggja verði samþykktar. Þetta kemur fram í opinberum skjölum frá Kýpur sem blaðamenn Reuters hafa komið höndum yfir. Íhaldsflokkur Bretland hefur verið í forsvari fyrir úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og auðjöfrarnir sem um ræðir hafa veitt flokknum hundruð þúsunda punda á síðustu árum. Howard hefur gefið Íhaldsflokknum minnst 129 þúsund pund frá 2005 til 2009 og Isaacs minnst 626.500 á undanförnum árum. Í áratugi hefur verið hægt að kaupa ríkisborgararétt á Kýpur og kostar hann minnst tvær milljónir evra í fjárfestingum til eyjunnar. Þetta hefur verið harðlega gagnrýnt í Brussel og hefur nefnd verið sett á laggirnar sem finna á hvernig koma má í veg fyrir kaup ríkisborgararéttar á Kýpur og í öðrum ríkjum ESB.Samkvæmt Financial Times eru flest ríki ESB með lög sem gera auðugum aðilum í raun kleift að kaupa sér verurétt. Bretland hefur verið þeirra á meðal. Kýpur, Malta og Búlgaría hafa hins vegar leyft auðugum aðilum að kaupa ríkisborgararétt.Gögn Reuters sýna einnig að maður að nafni David John Rowland sótti um ríkisborgararétt á Kýpur. Í skjölunum eru þó ekki frekari upplýsingar en það að hann hafi sótt um ríkisborgararétt sem aðili að hópi fjárfesta. Önnur opinber gögn sýna að viðkomandi er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Abledge Ltd. sem skráð var þann 31. desember 2015. Þau gögn innihalda einnig heimilisfang Rowland og er það sama heimilisfang og skráð er á auðjöfurinn David John Rowland sem hefur tengst Íhaldsflokknum um árabil. Hann hefur veitt flokknum milljónir punda í gegnum árin, var gjaldkeri flokksins og fjárhaldsráðgjafi Andrew prins.
Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Kýpur Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira