Vilja leyfa ferðamönnum að keyra um á nagladekkjum níu mánuði á ári Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2019 11:53 Ferðamenn á Keflavíkurflugvelli í bið eftir bílaleigubíl. Vísir/Vilhelm Samtök ferðaþjónustunnar vilja rýmka heimild til að nota nagladekk á bílaleigubílum af öryggissjónarmiðum. Snýr tillagan að því að reglugerð verði breytt og negldir hjólbarðar verði leyfðir á bílaleigubílum frá 1. september til 31. maí eða þrjá og hálfan mánuð umfram aðra bíla. Í tilkynningu frá SAF segir að á undanförnum árum hafi Samtök ferðaþjónustunnar kallað eftir því við stjórnvöld að auka svigrúm varðandi notkun negldra hjólbarða á bílaleigubílum til að auka öryggi í umferðinni. Í erindi til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem SAF sendu á dögunum sé þessi skoðun ítrekuð. „Öryggismál og forvarnir eru ein af undirstöðum faglegrar ferðaþjónustu. Umræðan um öryggismál magnast þegar alvarleg atvik koma upp og fjöldi þeirra eykst. Mikilvægt er að hafa núllsýn í huga og efla aðgerðir til að draga úr umferðarslysum. SAF hafa á undanförnum árum átt frumkvæði að samræðum við stjórnvöld, viðbragðsaðila og tryggingafélög um forvarnaraðgerðir og eru stýrisspjöld bílaleigubíla, merkingar á ensku o.fl. afrakstur af því starfi. Aukið svigrúm varðandi notkun negldra hjólbarða í umferðinni eiga að vera hluti af þeim forvarnaraðgerðum og hjálpa til við þá núllsýn sem stefnt er að. Öryggi er grunnur að gæðum í ferðaþjónustu og aldrei má gefa afslátt þegar kemur að því að tryggja öryggi í umferðinni.“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja er heimilt að keyra um á negldum hjólbörðum á tímabilinu 1. nóvember til og með 14. apríl. SAF kalla eftir því að heimilt verði að nota neglda hjólbarða undir bílaleigubíla á tímabilinu frá 1. september til og með 31. maí. SAF segjast hafa löngum verið þess sinnis að stór þáttur í að gæta að öryggi vegfarenda hér á landi sé að heimila bílaleigum að bjóða til leigu ökutæki á nagladekkjum þegar þess sé þörf. „Það kallar á aukið svigrúm miðað við það sem reglur gera ráð fyrir í dag. Þörf fyrir aukið svigrúm tilhanda bílaleigum skýrist m.a. af miklum fjölda ökutækja og tímafreku starfi dekkjaskipta en ekki síður af því að mikil hálka og erfið færð getur skapast og hefur skapast utan núgildandi tímabils nagladekkja.“ Yfir vetrartímann telji bílaleiguflotinn hér á landi um 20 þúsund bifreiðar. „Gróflega má ætla að dekkjaskipti þurfi að eiga sér stað á allt að fimm þúsund bílaleigubílum hvert haust og vor. Reynslan sýnir að það tekur bílaleigur um sex vikur að ljúka dekkjaskiptum á öllum þeim flota. Til að ljúka við dekkjaskipti fyrir 15. apríl ár hvert má ætla að bílaleigur þurfi að hefja dekkjaskipti upp úr miðjum marsmánuði. Í ljósi umferðaröryggissjónarmiða er það vitaskuld ekki raunhæft, enda geta veður verið válynd á Íslandi eins og þekkt er.“ Samtök ferðaþjónustunnar skora á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að gera breytingar á reglugerð þannig að erlendir ferðamenn geti ekið um á bílaleigubílum búnum öruggasta búnaði á því tímabili þar sem aðstæður geta verið erfiðar. Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Umhverfismál Nagladekk Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar vilja rýmka heimild til að nota nagladekk á bílaleigubílum af öryggissjónarmiðum. Snýr tillagan að því að reglugerð verði breytt og negldir hjólbarðar verði leyfðir á bílaleigubílum frá 1. september til 31. maí eða þrjá og hálfan mánuð umfram aðra bíla. Í tilkynningu frá SAF segir að á undanförnum árum hafi Samtök ferðaþjónustunnar kallað eftir því við stjórnvöld að auka svigrúm varðandi notkun negldra hjólbarða á bílaleigubílum til að auka öryggi í umferðinni. Í erindi til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem SAF sendu á dögunum sé þessi skoðun ítrekuð. „Öryggismál og forvarnir eru ein af undirstöðum faglegrar ferðaþjónustu. Umræðan um öryggismál magnast þegar alvarleg atvik koma upp og fjöldi þeirra eykst. Mikilvægt er að hafa núllsýn í huga og efla aðgerðir til að draga úr umferðarslysum. SAF hafa á undanförnum árum átt frumkvæði að samræðum við stjórnvöld, viðbragðsaðila og tryggingafélög um forvarnaraðgerðir og eru stýrisspjöld bílaleigubíla, merkingar á ensku o.fl. afrakstur af því starfi. Aukið svigrúm varðandi notkun negldra hjólbarða í umferðinni eiga að vera hluti af þeim forvarnaraðgerðum og hjálpa til við þá núllsýn sem stefnt er að. Öryggi er grunnur að gæðum í ferðaþjónustu og aldrei má gefa afslátt þegar kemur að því að tryggja öryggi í umferðinni.“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja er heimilt að keyra um á negldum hjólbörðum á tímabilinu 1. nóvember til og með 14. apríl. SAF kalla eftir því að heimilt verði að nota neglda hjólbarða undir bílaleigubíla á tímabilinu frá 1. september til og með 31. maí. SAF segjast hafa löngum verið þess sinnis að stór þáttur í að gæta að öryggi vegfarenda hér á landi sé að heimila bílaleigum að bjóða til leigu ökutæki á nagladekkjum þegar þess sé þörf. „Það kallar á aukið svigrúm miðað við það sem reglur gera ráð fyrir í dag. Þörf fyrir aukið svigrúm tilhanda bílaleigum skýrist m.a. af miklum fjölda ökutækja og tímafreku starfi dekkjaskipta en ekki síður af því að mikil hálka og erfið færð getur skapast og hefur skapast utan núgildandi tímabils nagladekkja.“ Yfir vetrartímann telji bílaleiguflotinn hér á landi um 20 þúsund bifreiðar. „Gróflega má ætla að dekkjaskipti þurfi að eiga sér stað á allt að fimm þúsund bílaleigubílum hvert haust og vor. Reynslan sýnir að það tekur bílaleigur um sex vikur að ljúka dekkjaskiptum á öllum þeim flota. Til að ljúka við dekkjaskipti fyrir 15. apríl ár hvert má ætla að bílaleigur þurfi að hefja dekkjaskipti upp úr miðjum marsmánuði. Í ljósi umferðaröryggissjónarmiða er það vitaskuld ekki raunhæft, enda geta veður verið válynd á Íslandi eins og þekkt er.“ Samtök ferðaþjónustunnar skora á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að gera breytingar á reglugerð þannig að erlendir ferðamenn geti ekið um á bílaleigubílum búnum öruggasta búnaði á því tímabili þar sem aðstæður geta verið erfiðar.
Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Umhverfismál Nagladekk Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira