Kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektornum hafnað Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 30. desember 2019 11:57 Kristján Gunnar kemur í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem hann var leiddur fyrir dómara. vísir Kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, verði áfram í gæsluvarðhaldi var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt fyrir hádegi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögreglan nú þegar kært þennan úrskurð til Landsréttar. Lögreglan, sem fór fram á að Kristján yrði úrskurðaður í varðhald í fjórar vikur, fundar nú um næstu skref. Kristján Gunnar var úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald á jóladag. Það rann út í gær en lögreglan fór fram á áframhaldandi varðhald á laugardag að því er segir í tilkynningu. Dómari tók sér frest til hádegis í dag til þess að kveða upp úrskurð í málinu. Lögregla fór fram áframhaldandi varðhald yfir Kristjáni þar sem áhyggjur eru uppi um áframhaldandi brotastarfsemi. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu í gær að verið að væri að rannsaka mjög alvarleg brot. „Við erum að tala um kynferðisbrot, líkamsárásir og frelsissviptingar og síðan eru líka fíkniefnabrot sem koma þarna inn í,“ sagði Karl Steinar. Er Kristján Gunnar grunaður um að hafa brotið gegn þremur konum. Tilkynning lögreglu sem barst klukkan 12:07:Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri og hefur hann því verið látinn laus. Niðurstaðan hefur verið kærð til Landsréttar.Lögreglustjóri lagði kröfuna fram á laugardag en dómari tók sér frest til hádegis í dag til að taka afstöðu til málsins. Krafan var lögð fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna og til að varna því að sakborningur haldi áfram brotum meðan málum hans er ekki lokið. Fréttin hefur verið uppfærð. Kynferðisofbeldi Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Nefnd mun fara yfir aðgerðir lögreglu í máli lektorsins "Það kæmi okkur ekki á óvart þótt það kæmu fleiri kærur, þær hafa hins vegar ekki komið. Það eru kærur frá þremur konum sem eru til rannsóknar í málinu. Svo verður tíminn bara að leiða það í ljós hvort að þeim fjölgi,“ segir Karl Steinar, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild. 29. desember 2019 17:04 Fleiri konur íhuga að kæra Kristján Fleiri konur íhuga að kæra Kristján Gunnar Valdimarsson lektor við Háskóla Íslands, en þrjár konur hafa þegar kært hann fyrir ofbeldi. 29. desember 2019 18:41 Reyndi að koma í veg fyrir myndatöku fyrir utan dómsalinn Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor við Háskóla Íslands sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þremur konum og um að hafa frelsissvipt þær, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 29. desember 2019 14:36 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Sjá meira
Kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, verði áfram í gæsluvarðhaldi var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt fyrir hádegi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögreglan nú þegar kært þennan úrskurð til Landsréttar. Lögreglan, sem fór fram á að Kristján yrði úrskurðaður í varðhald í fjórar vikur, fundar nú um næstu skref. Kristján Gunnar var úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald á jóladag. Það rann út í gær en lögreglan fór fram á áframhaldandi varðhald á laugardag að því er segir í tilkynningu. Dómari tók sér frest til hádegis í dag til þess að kveða upp úrskurð í málinu. Lögregla fór fram áframhaldandi varðhald yfir Kristjáni þar sem áhyggjur eru uppi um áframhaldandi brotastarfsemi. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu í gær að verið að væri að rannsaka mjög alvarleg brot. „Við erum að tala um kynferðisbrot, líkamsárásir og frelsissviptingar og síðan eru líka fíkniefnabrot sem koma þarna inn í,“ sagði Karl Steinar. Er Kristján Gunnar grunaður um að hafa brotið gegn þremur konum. Tilkynning lögreglu sem barst klukkan 12:07:Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri og hefur hann því verið látinn laus. Niðurstaðan hefur verið kærð til Landsréttar.Lögreglustjóri lagði kröfuna fram á laugardag en dómari tók sér frest til hádegis í dag til að taka afstöðu til málsins. Krafan var lögð fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna og til að varna því að sakborningur haldi áfram brotum meðan málum hans er ekki lokið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kynferðisofbeldi Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Nefnd mun fara yfir aðgerðir lögreglu í máli lektorsins "Það kæmi okkur ekki á óvart þótt það kæmu fleiri kærur, þær hafa hins vegar ekki komið. Það eru kærur frá þremur konum sem eru til rannsóknar í málinu. Svo verður tíminn bara að leiða það í ljós hvort að þeim fjölgi,“ segir Karl Steinar, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild. 29. desember 2019 17:04 Fleiri konur íhuga að kæra Kristján Fleiri konur íhuga að kæra Kristján Gunnar Valdimarsson lektor við Háskóla Íslands, en þrjár konur hafa þegar kært hann fyrir ofbeldi. 29. desember 2019 18:41 Reyndi að koma í veg fyrir myndatöku fyrir utan dómsalinn Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor við Háskóla Íslands sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þremur konum og um að hafa frelsissvipt þær, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 29. desember 2019 14:36 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Sjá meira
Nefnd mun fara yfir aðgerðir lögreglu í máli lektorsins "Það kæmi okkur ekki á óvart þótt það kæmu fleiri kærur, þær hafa hins vegar ekki komið. Það eru kærur frá þremur konum sem eru til rannsóknar í málinu. Svo verður tíminn bara að leiða það í ljós hvort að þeim fjölgi,“ segir Karl Steinar, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild. 29. desember 2019 17:04
Fleiri konur íhuga að kæra Kristján Fleiri konur íhuga að kæra Kristján Gunnar Valdimarsson lektor við Háskóla Íslands, en þrjár konur hafa þegar kært hann fyrir ofbeldi. 29. desember 2019 18:41
Reyndi að koma í veg fyrir myndatöku fyrir utan dómsalinn Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor við Háskóla Íslands sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þremur konum og um að hafa frelsissvipt þær, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 29. desember 2019 14:36