Veðrið á gamlársdag „fúlt og grátt“ en þokkalegt um miðnætti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. desember 2019 10:00 Það ætti að viðra ágætlega til flugeldaskots víðast hvar á landinu. Vísir/Vilhelm Veðrið á höfuðborgarsvæðinu á morgun, gamlársdag, verður bæði „fúlt og grátt“ framan af degi en lagast heilmikið í tæka tíð fyrir flugeldaskot- og áhorf eftir miðnætti. Á Norður- og norðausturlandi stefnir í „fínasta áramótaveður“.Veðrið getur leikið lykilhlutverk á áramótunum enda flestir landsmenn sem hafa í hyggju að fara á áramótabrennu og njóta þess að skjóta upp eða horfa á flugelda til að fagna nýju ári. En hvernig verður veðrið á morgun.„Spáin er nú nokkuð eindregin. Það er að segja að það er ekki mikil óvissa á ferðinni,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur þegar hann var beðinn um að lesa í veðurkortin fyrir morgundaginn í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Lægð er á leiðinni upp Grænlandshafið fyrir vestan Ísland og ber hún með sér raka. Það þýðir bara eitt fyrir höfuðborgarsvæðið.„Suðvestanlands fer að rigna um morguninn, strax í fyrramálið og með þessu fylgir sunnanátt sem er eins og oftast nær á þessum árstíma tiltölulega mild. Færir okkur bæði raka og hita. Svo ágerist bara rigningin eftir því sem líður á daginn,“ sagði Einar. Kuldaskil bjarga kvöldinu Útlitið væri því ekki gott ef ekki væri fyrir skil, kuldaskil, úr vestri sem mæta á svæðið annað kvöld.„Með þeim þornar í lofti en annað kvöld þá er þessi úrkomubakki að mestu leyti staddur yfir sunnan og suðaustanverðu landinu en á höfuðborgarsvæðinu hefur veður að öllum líkindum náð að skána. Það breyttist mikið á milli 18 og 24,“ sagði Einar.Hiti verður ofan frostmarks og reiknar Einar með að vindhraði á höfuðborgarsvæðinu verði á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu„Svona miðað við hvað veðrið verður fúlt og grátt á morgun hérna suðvestanlands þá verður þetta nú orðið alveg þokkalegt um miðnætti,“ sagði Einar.Úrkoman nær hins vegar líklega ekki að ná norður á land og stefnir í hið ágætasta áramótaveður þar.„Þar er hlé frá fjöllunum og það rignir ekki nema þá bara eitthvað smávægilegt og þar eru líka líkur til að sjáist til tungls og stjarna, sérstaklega norðaustanlands og verður bara fínasta veður, fínasta áramótaveður nema ábyggilega sakna sumir þess að hafa ekki örfáar mínusgráður,“ sagði Einar. Úrkomuspá Veðurstofu Íslands á miðnætti á morgun.Mynd/Veðurstofa Íslands. Veðurhorfur á landinu Vestlæg átt, 5-10 m/s, skýjað með köflum og þurrt að mestu. Léttskýjað austantil fram eftir degi. Gengur í suðvestan 8-15 síðdegis með éljum eða slydduéljum á vestanverðu landinu. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust með suður- og vesturströndinni seinnipartinn. Gengur í sunnan 13-18 á morgun, gamlársdag, með rigning um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt norðaustantil. Hiti 2 til 7 stig á morgun. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag (nýársdagur): Suðvestan 10-18 m/s, en hægari vindur seinnipartinn. Úrkoma víða um land, yfirleitt rigning við ströndina, en slydda eða snjókoma inn til landsins. Hiti 0 til 5 stig.Á fimmtudag:Gengur í norðan 13-20 m/s með snjókomu norðantil á landinu, en éljum syðra fram eftir degi. Kólnar í veðri, frost 3 til 8 stig síðdegis.Á föstudag:Minnkandi norðvestan- og vestanátt, léttskýjað að mestu sunnantil, en dálítil él norðanlands. Frost 3 til 12 stig, kaldast í innsveitum.Á laugardag:Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp á Suður- og Vesturlandi með slyddu og síðar rigningu, en snjókoma um landið norðanvert. Hiti 0 til 5 stig sunnan- og vestantil, en frost 1 til 10 stig norðan- og austanlands.Á sunnudag:Útlit fyrir suðvestlæga átt og skúrir. Norðlægari og él á vestanverðu landinu. Þurrt að mestu norðaustantil. Hiti um frostmark. Áramót Veður Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Veðrið á höfuðborgarsvæðinu á morgun, gamlársdag, verður bæði „fúlt og grátt“ framan af degi en lagast heilmikið í tæka tíð fyrir flugeldaskot- og áhorf eftir miðnætti. Á Norður- og norðausturlandi stefnir í „fínasta áramótaveður“.Veðrið getur leikið lykilhlutverk á áramótunum enda flestir landsmenn sem hafa í hyggju að fara á áramótabrennu og njóta þess að skjóta upp eða horfa á flugelda til að fagna nýju ári. En hvernig verður veðrið á morgun.„Spáin er nú nokkuð eindregin. Það er að segja að það er ekki mikil óvissa á ferðinni,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur þegar hann var beðinn um að lesa í veðurkortin fyrir morgundaginn í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Lægð er á leiðinni upp Grænlandshafið fyrir vestan Ísland og ber hún með sér raka. Það þýðir bara eitt fyrir höfuðborgarsvæðið.„Suðvestanlands fer að rigna um morguninn, strax í fyrramálið og með þessu fylgir sunnanátt sem er eins og oftast nær á þessum árstíma tiltölulega mild. Færir okkur bæði raka og hita. Svo ágerist bara rigningin eftir því sem líður á daginn,“ sagði Einar. Kuldaskil bjarga kvöldinu Útlitið væri því ekki gott ef ekki væri fyrir skil, kuldaskil, úr vestri sem mæta á svæðið annað kvöld.„Með þeim þornar í lofti en annað kvöld þá er þessi úrkomubakki að mestu leyti staddur yfir sunnan og suðaustanverðu landinu en á höfuðborgarsvæðinu hefur veður að öllum líkindum náð að skána. Það breyttist mikið á milli 18 og 24,“ sagði Einar.Hiti verður ofan frostmarks og reiknar Einar með að vindhraði á höfuðborgarsvæðinu verði á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu„Svona miðað við hvað veðrið verður fúlt og grátt á morgun hérna suðvestanlands þá verður þetta nú orðið alveg þokkalegt um miðnætti,“ sagði Einar.Úrkoman nær hins vegar líklega ekki að ná norður á land og stefnir í hið ágætasta áramótaveður þar.„Þar er hlé frá fjöllunum og það rignir ekki nema þá bara eitthvað smávægilegt og þar eru líka líkur til að sjáist til tungls og stjarna, sérstaklega norðaustanlands og verður bara fínasta veður, fínasta áramótaveður nema ábyggilega sakna sumir þess að hafa ekki örfáar mínusgráður,“ sagði Einar. Úrkomuspá Veðurstofu Íslands á miðnætti á morgun.Mynd/Veðurstofa Íslands. Veðurhorfur á landinu Vestlæg átt, 5-10 m/s, skýjað með köflum og þurrt að mestu. Léttskýjað austantil fram eftir degi. Gengur í suðvestan 8-15 síðdegis með éljum eða slydduéljum á vestanverðu landinu. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust með suður- og vesturströndinni seinnipartinn. Gengur í sunnan 13-18 á morgun, gamlársdag, með rigning um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt norðaustantil. Hiti 2 til 7 stig á morgun. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag (nýársdagur): Suðvestan 10-18 m/s, en hægari vindur seinnipartinn. Úrkoma víða um land, yfirleitt rigning við ströndina, en slydda eða snjókoma inn til landsins. Hiti 0 til 5 stig.Á fimmtudag:Gengur í norðan 13-20 m/s með snjókomu norðantil á landinu, en éljum syðra fram eftir degi. Kólnar í veðri, frost 3 til 8 stig síðdegis.Á föstudag:Minnkandi norðvestan- og vestanátt, léttskýjað að mestu sunnantil, en dálítil él norðanlands. Frost 3 til 12 stig, kaldast í innsveitum.Á laugardag:Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp á Suður- og Vesturlandi með slyddu og síðar rigningu, en snjókoma um landið norðanvert. Hiti 0 til 5 stig sunnan- og vestantil, en frost 1 til 10 stig norðan- og austanlands.Á sunnudag:Útlit fyrir suðvestlæga átt og skúrir. Norðlægari og él á vestanverðu landinu. Þurrt að mestu norðaustantil. Hiti um frostmark.
Áramót Veður Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira