Kolbeinn tilbúinn að hjálpa Hafþóri fyrir milljónabardagann gegn Hall Anton Ingi Leifsson skrifar 6. maí 2020 20:00 Kolbeinn fór yfir víðan völl í Sportinu í dag. vísir/s2s Eini karlkyns atvinnubardagamaður landsins, Kolbeinn Kristinsson, er reiðubúinn að hjálpa Hafþóri Júlíusi Björnssyni fyrir bardagann gegn Eddie Hall í Las Vegas í september á næsta ári. Kraftajötuninn Hafþór ætlar að berjast gegn öðrum kraftamanni, Englendingnum Eddie Hall, í boxhringnum í Vegas á næsta ári en Kolbeinn, sem var gestur Sportsins í dag, segir að bardagi þeirra sé bara góð auglýsing fyrir boxíþróttina sjálfa. „Þetta er flott. Þetta er gott PR fyrir sportið og þá fáum við aðdáendur sem eru ekki box áhorfendur til þess að horfa og þá vona ég að þeir komi boxinu á framfæri svo fólk horfi á allt kortið,“ sagði Kolbeinn. „Vonandi verða flottir bardagar á undan þeim og þá eru kannski einhverjir að horfa sem hafa aldrei horft á box áður. Þau horfa kannski og eru bara: Vá, þetta er geggjað og verða box aðdáendur eftir það.“ Aðspurður hvort að hann væri tilbúinn að hjálpa Fjallinu fyrir bardagann lá ekki á svörum hjá Kolbeini, sem hefur ekki tapað einum einasta bardaga á atvinnumannaferlinum heldur unnið alla ellefu bardaga sína. „Ég er til í það. Það hefur eitthvað verið talað um það en ekki beint við mig. Það á eftir að koma í ljós. Það eru átján mánuðir í þetta,“ en hvaða ráðleggingar myndi hann gefa Hafþóri í dag? „Ég myndi kenna honum að nota „jumpið“ og hreyfa sig fram og til baka. Rosa beisik. Hann er með íþróttabakgrunn og allt þetta og mjög langur. Þessi bardagi ætti ekki að verða lengri en sex mínútur.“ Klippa: Sportið í dag - Kolbeinn um bardagann hjá Fjallinu Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Box Sportið í dag Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira
Eini karlkyns atvinnubardagamaður landsins, Kolbeinn Kristinsson, er reiðubúinn að hjálpa Hafþóri Júlíusi Björnssyni fyrir bardagann gegn Eddie Hall í Las Vegas í september á næsta ári. Kraftajötuninn Hafþór ætlar að berjast gegn öðrum kraftamanni, Englendingnum Eddie Hall, í boxhringnum í Vegas á næsta ári en Kolbeinn, sem var gestur Sportsins í dag, segir að bardagi þeirra sé bara góð auglýsing fyrir boxíþróttina sjálfa. „Þetta er flott. Þetta er gott PR fyrir sportið og þá fáum við aðdáendur sem eru ekki box áhorfendur til þess að horfa og þá vona ég að þeir komi boxinu á framfæri svo fólk horfi á allt kortið,“ sagði Kolbeinn. „Vonandi verða flottir bardagar á undan þeim og þá eru kannski einhverjir að horfa sem hafa aldrei horft á box áður. Þau horfa kannski og eru bara: Vá, þetta er geggjað og verða box aðdáendur eftir það.“ Aðspurður hvort að hann væri tilbúinn að hjálpa Fjallinu fyrir bardagann lá ekki á svörum hjá Kolbeini, sem hefur ekki tapað einum einasta bardaga á atvinnumannaferlinum heldur unnið alla ellefu bardaga sína. „Ég er til í það. Það hefur eitthvað verið talað um það en ekki beint við mig. Það á eftir að koma í ljós. Það eru átján mánuðir í þetta,“ en hvaða ráðleggingar myndi hann gefa Hafþóri í dag? „Ég myndi kenna honum að nota „jumpið“ og hreyfa sig fram og til baka. Rosa beisik. Hann er með íþróttabakgrunn og allt þetta og mjög langur. Þessi bardagi ætti ekki að verða lengri en sex mínútur.“ Klippa: Sportið í dag - Kolbeinn um bardagann hjá Fjallinu Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Box Sportið í dag Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira