Viðar um samninginn í Kína: „Hefði líklega aldrei getað sagt nei“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. maí 2020 20:15 Það voru alvöru peningar sem biðu Viðars í Kína. vísir/s2s Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson gekk árið 2015 til raðir kínverska félagsins Jiangsu Sainty eftir að hafa slegið í gegn með Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni. Samningur var það góður að það var varla hægt að segja nei sagði Viðar. Selfyssingurinn var gestur Sportsins í dag þar sem hann fór yfir ferilinn en hann er nú á mála hjá Yeni Malatyaspor í Tyrkandi. Þar er hann á láni frá Rostov en Viðar hefur komið víða við á ferlinum. Hann sló fyrst í gegn í atvinnumennsku hjá Vålerenga í Noregi þar sem hann skoraði 25 mörk í 29 leikjum. Hann segir að það hafi mörg tilboð komið inn á borð Vålerenga en félagið hafi viljað margar milljónir evra fyrir framherjann. „Það voru margar dyr opnar um sumarið þegar tímabilið var hálfnað en þá var ég ekkert voða stressaður. Ég vildi klára tímabilið og vera markahæstur en þá voru búnir ellefu, tólf leikir og ég kominn með jafn mörg mörk. Mér leið vel þarna og það gekk vel en þá voru ensk lið að fylgjast með mér. Það komu tilboð frá Hollandi og Þýskalandi fyrir fína upphæð en Vålerenga vildi fimm milljónir evra,“ sagði Viðar en liðin voru ekki tilbúin að borga uppsett verð. „Það voru í hverri einustu viku stór lið að horfa á mig. Ég veit alveg að ég var kannski ekkert að fara beint í Premier League en það voru félög þaðan sem voru frekar stórir að horfa. Það var mikill áhugi en liðin sögðu bara að upphæðin hafi verið alltof há,“ en það fór ekki í taugarnar á Viðari. Hann segir að eftir að tímabilinu lauk hafi ekki verið eins mörg lið á eftir honum eins og sumarið. Það var helst Rússland og Kína og þá kölluðu peningarnir. „Svo er tímabilið búið í nóvember og þá eru ekki mörg lið að leita að mönnum. Það er eitthvað aðeins í gangi en þá ertu kominn í rússnesk lið og svo var ég þolinmóður en það var ekkert mikið í gangi. Þú ert ekki búinn að spila þá í tvo mánuði og þetta er erfiður gluggi. Liðið vill að þú komir inn og hafir strax áhrif.“ „Það kom mikill áhugi frá Kína og það er meira að segja það en að segja nei við þeim. Það er metnaður í þeim. Maður er að spila í Noregi og maður taldi sig vera höfðingja að vera bjóða systur sinni út að borða. Þegar tölur koma eins og frá Kínverjunum þá hefði ég séð eftir því ansi lengi ef ég hefði sagt nei.“ „Þetta er fótboltalega séð ekki rétt skref og ég myndi gera þetta öðruvísi í dag en ég sé ekki eftir þessu. Ég hefði líklega aldrei getað sagt nei við þessu sem þau buðu mér. Þetta er ævintýri og allt það en orðinn 25 ára. Ég held ég gæti ekki sagt nei við þessu þó ég gæti breytt einhverju,“ sagði Viðar. Klippa: Sportið í dag - Viðar Örn um Kína ævintýrið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira
Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson gekk árið 2015 til raðir kínverska félagsins Jiangsu Sainty eftir að hafa slegið í gegn með Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni. Samningur var það góður að það var varla hægt að segja nei sagði Viðar. Selfyssingurinn var gestur Sportsins í dag þar sem hann fór yfir ferilinn en hann er nú á mála hjá Yeni Malatyaspor í Tyrkandi. Þar er hann á láni frá Rostov en Viðar hefur komið víða við á ferlinum. Hann sló fyrst í gegn í atvinnumennsku hjá Vålerenga í Noregi þar sem hann skoraði 25 mörk í 29 leikjum. Hann segir að það hafi mörg tilboð komið inn á borð Vålerenga en félagið hafi viljað margar milljónir evra fyrir framherjann. „Það voru margar dyr opnar um sumarið þegar tímabilið var hálfnað en þá var ég ekkert voða stressaður. Ég vildi klára tímabilið og vera markahæstur en þá voru búnir ellefu, tólf leikir og ég kominn með jafn mörg mörk. Mér leið vel þarna og það gekk vel en þá voru ensk lið að fylgjast með mér. Það komu tilboð frá Hollandi og Þýskalandi fyrir fína upphæð en Vålerenga vildi fimm milljónir evra,“ sagði Viðar en liðin voru ekki tilbúin að borga uppsett verð. „Það voru í hverri einustu viku stór lið að horfa á mig. Ég veit alveg að ég var kannski ekkert að fara beint í Premier League en það voru félög þaðan sem voru frekar stórir að horfa. Það var mikill áhugi en liðin sögðu bara að upphæðin hafi verið alltof há,“ en það fór ekki í taugarnar á Viðari. Hann segir að eftir að tímabilinu lauk hafi ekki verið eins mörg lið á eftir honum eins og sumarið. Það var helst Rússland og Kína og þá kölluðu peningarnir. „Svo er tímabilið búið í nóvember og þá eru ekki mörg lið að leita að mönnum. Það er eitthvað aðeins í gangi en þá ertu kominn í rússnesk lið og svo var ég þolinmóður en það var ekkert mikið í gangi. Þú ert ekki búinn að spila þá í tvo mánuði og þetta er erfiður gluggi. Liðið vill að þú komir inn og hafir strax áhrif.“ „Það kom mikill áhugi frá Kína og það er meira að segja það en að segja nei við þeim. Það er metnaður í þeim. Maður er að spila í Noregi og maður taldi sig vera höfðingja að vera bjóða systur sinni út að borða. Þegar tölur koma eins og frá Kínverjunum þá hefði ég séð eftir því ansi lengi ef ég hefði sagt nei.“ „Þetta er fótboltalega séð ekki rétt skref og ég myndi gera þetta öðruvísi í dag en ég sé ekki eftir þessu. Ég hefði líklega aldrei getað sagt nei við þessu sem þau buðu mér. Þetta er ævintýri og allt það en orðinn 25 ára. Ég held ég gæti ekki sagt nei við þessu þó ég gæti breytt einhverju,“ sagði Viðar. Klippa: Sportið í dag - Viðar Örn um Kína ævintýrið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira