Kvíði og ótti vegna óvissunnar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. maí 2020 22:00 Margrét Gauja greindist með kórónuveiruna í mars og segist langt frá því að hafa náð fullum bata. vísir/sigurjón Ekkert nýtt kórónuveirusmit greindist síðasta sólarhringinn, yfir 1800 manns hafa greinst með veiruna en einungis 26 eru skráðir með virk smit í dag. En það eru ekki allir komnir með fulla heilsu þótt þeir séu lausir úr einangrun. Margrét Gauja er ein þeirra. Hún greindist með veiruna í mars og var í einangrun í fjórar vikur. Hún losnaði úr einangrun fyrir tveimur vikum en er ekki orðin fullhraust. „Ef ég hreyfi mig eitthvað, þá er ég ekki að tala um skokk eða heilan jógatíma, heldur bara ef ég tek of mikið til eða er of mikið að stússast, þá vakna ég veik daginn eftir,“ segir Margrét. Hún finnur þá fyrir „almennum covi ömurlegheitum“ eins og hún kemst sjálf að orði. Fær hita, hausverk og flökurleika. „Orkan er líka sveiflukennd. Ég átti frábæran dag í gær og fór þá líklega aðeins fram úr sjálfri mér og er þreytt í dag. Maður er alltaf að reyna að finna milliveginn. Ég er orðin kvíðin fyrir því hvar línan er,“ segir Margrét Gauja og bendir á að ráðið „að taka því rólega“ segi henni lítið enda sé misjafnt eftir fólki hvað það þýði. Eins geti það varla verið hollt að vera í rúminu í fleiri mánuði. „Ég hef fengið covid“ á facebook „Það að hlusta á líkamann virkar heldur ekki vel. Ég fór í göngutúr um daginn og leið svakalega vel í göngutúrnum og fyrst eftir hann en vaknaði daginn eftir mjög veik.“ Lítið er vitað um sjúkdóminn og Margrét segir það eitt það erfiðasta við hann. „Ég er búin að hringja í heimlislækninn minn og fór bara að grenja. Því ég þarf hjálp, eitthvað plan, áætlun og leiðbeiningar um hvernig ég eigi að takast á við þetta og koma mér aftur í gang.“ Margrét Gauja er ekki ein í þessum sporum. Þrjú hundruð Íslendingar eru í facebook-hópnum Við fengum covid. Þar eru þessi mál rædd og sérstaklega óvissan í kringum sjúkdómseinkenni, hversu lengi þau muni finna fyrir þeim og fylgikvilla. „Þetta er rauða línan í samskiptum í hópnum. Þessi kvíði og ótti af því að við vitum ekki neitt - það gerir þetta ástand ekki þægilegra.“ Margrét segist þurfa ráð enda hafi hún aldrei veikst svona. „Ég vil bara gera þetta rétt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Ekkert nýtt kórónuveirusmit greindist síðasta sólarhringinn, yfir 1800 manns hafa greinst með veiruna en einungis 26 eru skráðir með virk smit í dag. En það eru ekki allir komnir með fulla heilsu þótt þeir séu lausir úr einangrun. Margrét Gauja er ein þeirra. Hún greindist með veiruna í mars og var í einangrun í fjórar vikur. Hún losnaði úr einangrun fyrir tveimur vikum en er ekki orðin fullhraust. „Ef ég hreyfi mig eitthvað, þá er ég ekki að tala um skokk eða heilan jógatíma, heldur bara ef ég tek of mikið til eða er of mikið að stússast, þá vakna ég veik daginn eftir,“ segir Margrét. Hún finnur þá fyrir „almennum covi ömurlegheitum“ eins og hún kemst sjálf að orði. Fær hita, hausverk og flökurleika. „Orkan er líka sveiflukennd. Ég átti frábæran dag í gær og fór þá líklega aðeins fram úr sjálfri mér og er þreytt í dag. Maður er alltaf að reyna að finna milliveginn. Ég er orðin kvíðin fyrir því hvar línan er,“ segir Margrét Gauja og bendir á að ráðið „að taka því rólega“ segi henni lítið enda sé misjafnt eftir fólki hvað það þýði. Eins geti það varla verið hollt að vera í rúminu í fleiri mánuði. „Ég hef fengið covid“ á facebook „Það að hlusta á líkamann virkar heldur ekki vel. Ég fór í göngutúr um daginn og leið svakalega vel í göngutúrnum og fyrst eftir hann en vaknaði daginn eftir mjög veik.“ Lítið er vitað um sjúkdóminn og Margrét segir það eitt það erfiðasta við hann. „Ég er búin að hringja í heimlislækninn minn og fór bara að grenja. Því ég þarf hjálp, eitthvað plan, áætlun og leiðbeiningar um hvernig ég eigi að takast á við þetta og koma mér aftur í gang.“ Margrét Gauja er ekki ein í þessum sporum. Þrjú hundruð Íslendingar eru í facebook-hópnum Við fengum covid. Þar eru þessi mál rædd og sérstaklega óvissan í kringum sjúkdómseinkenni, hversu lengi þau muni finna fyrir þeim og fylgikvilla. „Þetta er rauða línan í samskiptum í hópnum. Þessi kvíði og ótti af því að við vitum ekki neitt - það gerir þetta ástand ekki þægilegra.“ Margrét segist þurfa ráð enda hafi hún aldrei veikst svona. „Ég vil bara gera þetta rétt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira