Ásmundur um ákvörðun Bergsveins: Högg í magann fyrir okkur Arnar Geir Halldórsson skrifar 9. maí 2020 21:00 Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis. Vísir/Skjáskot Bergsveinn Ólafsson, fyrrum fyrirliði Fjölnis, ákvað að leggja takkaskóna á hilluna í gær, rétt rúmum mánuði áður en keppni í Pepsi-Max deildinni hefst. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, segir ákvörðun Bergsveins hafa komið öllum í opna skjöldu en hann ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í dag. „Þetta var mjög óvænt. Hann talaði við okkur á fimmtudaginn og tilkynnti okkur þetta. Hann kallaði okkur þjálfarana saman og vildi spjalla. Ég hef oft tekið fín spjöll við Begga um skemmtilegri málefni en þetta. Þessar fregnir voru högg í magann fyrir okkur þjálfarana og við þurftum smá tíma til að vega og meta okkar viðbrögð,“ segir Ásmundur. Ef ekki væri fyrir faraldur kórónuveirunnar væri keppni í Pepsi-Max deildinni nú þegar hafin en eins og staðan er í dag hefja Fjölnismenn leik í deildinni þann 14.júní næstkomandi þegar þeir heimsækja bikarmeistara Víkings. „Á þessum tímapunkti áttu ekki von á því að þessar tilfinningar séu að blunda í fyrirliðanum þínum. Þetta er áskorun fyrir okkur og menn þurfa bara að stíga upp.“ „Tímasetningin er slæm fyrir okkur. Þetta er væntanlega eitthvað sem hann þurfti að koma frá sér og við virðum það. Beggi er flottur strákur og það er enginn sem ber kala til hans en hann setur okkur í erfið mál. Auðvitað hefði verið betra að vita af þessu áður en undirbúningstímabilið hófst,“ segir Ásmundur. Viðtalið við Ásmund í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ásmundur Arnarsson um ákvörðun Bergsveins Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Fjölnir Tengdar fréttir Bergsveinn: Er miklu meiri leiðtogi en fótboltamaður Fyrrum fyrirliði Fjölnis í fótbolta kveðst hafa glatað ástríðunni fyrir íþróttinni og er því hættur að leika með liðinu. 9. maí 2020 17:30 Bergsveinn: Erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. 8. maí 2020 19:39 Bergsveinn hættur í fótbolta Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann staðfesti þetta nú undir kvöld. 8. maí 2020 18:37 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Bergsveinn Ólafsson, fyrrum fyrirliði Fjölnis, ákvað að leggja takkaskóna á hilluna í gær, rétt rúmum mánuði áður en keppni í Pepsi-Max deildinni hefst. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, segir ákvörðun Bergsveins hafa komið öllum í opna skjöldu en hann ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í dag. „Þetta var mjög óvænt. Hann talaði við okkur á fimmtudaginn og tilkynnti okkur þetta. Hann kallaði okkur þjálfarana saman og vildi spjalla. Ég hef oft tekið fín spjöll við Begga um skemmtilegri málefni en þetta. Þessar fregnir voru högg í magann fyrir okkur þjálfarana og við þurftum smá tíma til að vega og meta okkar viðbrögð,“ segir Ásmundur. Ef ekki væri fyrir faraldur kórónuveirunnar væri keppni í Pepsi-Max deildinni nú þegar hafin en eins og staðan er í dag hefja Fjölnismenn leik í deildinni þann 14.júní næstkomandi þegar þeir heimsækja bikarmeistara Víkings. „Á þessum tímapunkti áttu ekki von á því að þessar tilfinningar séu að blunda í fyrirliðanum þínum. Þetta er áskorun fyrir okkur og menn þurfa bara að stíga upp.“ „Tímasetningin er slæm fyrir okkur. Þetta er væntanlega eitthvað sem hann þurfti að koma frá sér og við virðum það. Beggi er flottur strákur og það er enginn sem ber kala til hans en hann setur okkur í erfið mál. Auðvitað hefði verið betra að vita af þessu áður en undirbúningstímabilið hófst,“ segir Ásmundur. Viðtalið við Ásmund í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ásmundur Arnarsson um ákvörðun Bergsveins
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Fjölnir Tengdar fréttir Bergsveinn: Er miklu meiri leiðtogi en fótboltamaður Fyrrum fyrirliði Fjölnis í fótbolta kveðst hafa glatað ástríðunni fyrir íþróttinni og er því hættur að leika með liðinu. 9. maí 2020 17:30 Bergsveinn: Erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. 8. maí 2020 19:39 Bergsveinn hættur í fótbolta Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann staðfesti þetta nú undir kvöld. 8. maí 2020 18:37 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Bergsveinn: Er miklu meiri leiðtogi en fótboltamaður Fyrrum fyrirliði Fjölnis í fótbolta kveðst hafa glatað ástríðunni fyrir íþróttinni og er því hættur að leika með liðinu. 9. maí 2020 17:30
Bergsveinn: Erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. 8. maí 2020 19:39
Bergsveinn hættur í fótbolta Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann staðfesti þetta nú undir kvöld. 8. maí 2020 18:37