„Hef ekki vaknað spenntur á leikdegi í langan tíma“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2020 15:57 Bergsveinn lék alla leiki Fjölnis í Inkasso-deildinni í fyrra nema einn. vísir/bára Á föstudaginn bárust þær fréttir að Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, væri hættur í fótbolta, aðeins 27 ára. Bergsveinn var gestur Sportsins í dag þar sem hann fór yfir þá ákvörðun sína að leggja skóna á hilluna. Hann segist ástríðan fyrir fótboltanum hafi farið þverrandi undanfarin misseri. „Þessi tilfinning hefur blundað í mér í þónokkurn tíma. Það voru nokkrar vísbendingar sem gáfu til kynna að ég ætti ekki að vera lengur í fótbolta,“ sagði Bergsveinn. „Eins og að ég hef ekki vaknað spenntur á leikdegi í langan tíma. Í gamla daga þegar maður hafði þessa auka ástríðu þurfti maður vanalega að gíra sig niður í svokallað spennustig, ástand sem maður vill komast í til að standa sig sem best. En undanfarið eitt og hálft ár hef þurft að gíra mig rosalega mikið upp.“ Beið eftir að æfingin væri búin Bergsveinn segist ekki lengur hafa verið spenntur fyrir leikjum. Munurinn á leikdegi og venjulegum degi hafi ekki verið neinn. „Það kom ekkert aukalega. Þetta var bara venjulegur dagur. Ekkert, vá leikur í kvöld, djöfull er ég spenntur. Síðan er maður á æfingu og er bara að bíða eftir að hún sé búin,“ sagði Bergsveinn. Tilgangurinn í fótboltanum breyttist Hann stefndi hátt í fótboltanum og gekk í raðir Íslandsmeistara FH 2015. Plönin breyttust hins vegar þegar hann fór aftur til Fjölnis tveimur árum síðar. „Ég þurfti að breyta um tilgang þegar ég fór úr FH í Fjölni. Ég stefndi alltaf á að verða atvinnumaður. Það var það eina sem komst að í lífinu,“ sagði Bergsveinn. „Síðan áttaði ég mig á því að það eru fleiri hlutir sem skipta máli í lífinu en fótbolti. Þá varð erfiðara að gíra mig í leiki þannig að ég þurfti að finna nýjan tilgang í fótboltanum, sem ég fann með því að vera leiðtogi og gera það besta fyrir liðið, með því að efla liðsheildina því mér þótti vænt um Fjölni og árangur liðsins þótt mér væri sama þótt ég gerði mistök.“ Bergsveinn lék akkúrat hundrað leiki í efstu deild og skoraði níu mörk. Hann varð Íslandsmeistari með FH 2016. Klippa: Sportið í dag - Bergsveinn sáttur við ákvörðun sína Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Fjölnir Sportið í dag Tengdar fréttir Ásmundur um ákvörðun Bergsveins: Högg í magann fyrir okkur Þjálfara Fjölnis var brugðið þegar fyrirliði liðsins tilkynnti honum að hann væri hættur í fótbolta, rúmum mánuði áður en Íslandsmótið hefst. 9. maí 2020 21:00 Bergsveinn: Er miklu meiri leiðtogi en fótboltamaður Fyrrum fyrirliði Fjölnis í fótbolta kveðst hafa glatað ástríðunni fyrir íþróttinni og er því hættur að leika með liðinu. 9. maí 2020 17:30 Bergsveinn: Erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. 8. maí 2020 19:39 Bergsveinn hættur í fótbolta Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann staðfesti þetta nú undir kvöld. 8. maí 2020 18:37 Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira
Á föstudaginn bárust þær fréttir að Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, væri hættur í fótbolta, aðeins 27 ára. Bergsveinn var gestur Sportsins í dag þar sem hann fór yfir þá ákvörðun sína að leggja skóna á hilluna. Hann segist ástríðan fyrir fótboltanum hafi farið þverrandi undanfarin misseri. „Þessi tilfinning hefur blundað í mér í þónokkurn tíma. Það voru nokkrar vísbendingar sem gáfu til kynna að ég ætti ekki að vera lengur í fótbolta,“ sagði Bergsveinn. „Eins og að ég hef ekki vaknað spenntur á leikdegi í langan tíma. Í gamla daga þegar maður hafði þessa auka ástríðu þurfti maður vanalega að gíra sig niður í svokallað spennustig, ástand sem maður vill komast í til að standa sig sem best. En undanfarið eitt og hálft ár hef þurft að gíra mig rosalega mikið upp.“ Beið eftir að æfingin væri búin Bergsveinn segist ekki lengur hafa verið spenntur fyrir leikjum. Munurinn á leikdegi og venjulegum degi hafi ekki verið neinn. „Það kom ekkert aukalega. Þetta var bara venjulegur dagur. Ekkert, vá leikur í kvöld, djöfull er ég spenntur. Síðan er maður á æfingu og er bara að bíða eftir að hún sé búin,“ sagði Bergsveinn. Tilgangurinn í fótboltanum breyttist Hann stefndi hátt í fótboltanum og gekk í raðir Íslandsmeistara FH 2015. Plönin breyttust hins vegar þegar hann fór aftur til Fjölnis tveimur árum síðar. „Ég þurfti að breyta um tilgang þegar ég fór úr FH í Fjölni. Ég stefndi alltaf á að verða atvinnumaður. Það var það eina sem komst að í lífinu,“ sagði Bergsveinn. „Síðan áttaði ég mig á því að það eru fleiri hlutir sem skipta máli í lífinu en fótbolti. Þá varð erfiðara að gíra mig í leiki þannig að ég þurfti að finna nýjan tilgang í fótboltanum, sem ég fann með því að vera leiðtogi og gera það besta fyrir liðið, með því að efla liðsheildina því mér þótti vænt um Fjölni og árangur liðsins þótt mér væri sama þótt ég gerði mistök.“ Bergsveinn lék akkúrat hundrað leiki í efstu deild og skoraði níu mörk. Hann varð Íslandsmeistari með FH 2016. Klippa: Sportið í dag - Bergsveinn sáttur við ákvörðun sína Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Fjölnir Sportið í dag Tengdar fréttir Ásmundur um ákvörðun Bergsveins: Högg í magann fyrir okkur Þjálfara Fjölnis var brugðið þegar fyrirliði liðsins tilkynnti honum að hann væri hættur í fótbolta, rúmum mánuði áður en Íslandsmótið hefst. 9. maí 2020 21:00 Bergsveinn: Er miklu meiri leiðtogi en fótboltamaður Fyrrum fyrirliði Fjölnis í fótbolta kveðst hafa glatað ástríðunni fyrir íþróttinni og er því hættur að leika með liðinu. 9. maí 2020 17:30 Bergsveinn: Erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. 8. maí 2020 19:39 Bergsveinn hættur í fótbolta Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann staðfesti þetta nú undir kvöld. 8. maí 2020 18:37 Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira
Ásmundur um ákvörðun Bergsveins: Högg í magann fyrir okkur Þjálfara Fjölnis var brugðið þegar fyrirliði liðsins tilkynnti honum að hann væri hættur í fótbolta, rúmum mánuði áður en Íslandsmótið hefst. 9. maí 2020 21:00
Bergsveinn: Er miklu meiri leiðtogi en fótboltamaður Fyrrum fyrirliði Fjölnis í fótbolta kveðst hafa glatað ástríðunni fyrir íþróttinni og er því hættur að leika með liðinu. 9. maí 2020 17:30
Bergsveinn: Erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. 8. maí 2020 19:39
Bergsveinn hættur í fótbolta Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann staðfesti þetta nú undir kvöld. 8. maí 2020 18:37