Ensku stórliðin mögulega til Íslands á næstu vikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2020 08:00 Liverpool leikmennirnir Takumi Minamino, Andy Robertson, Curtis Jones, Trent Alexander-Arnold, Pedro Chirivella og Virgil van Dijk á æfingu með Liverpool liðinu. Gætu þeir verið á leiðinni til Íslands? Getty/John Powell Þreifingar hafa átt sér stað milli íslenskra stjórnvalda, KSÍ og fulltrúa enskra úrvalsdeildarliða um að æfingar liða fyrir lokasprett ensku úrvalsdeildarinnar fari fram á Íslandi. Fréttablaðið segir frá þessu í dag en þar kemur fram að árangur Íslands í baráttunni við kórónaveirufaraldurinn sé helsta ástæðan. Í fréttinni kemur einnig fram að spænsk úrvalsdeildarlið hafi líka sýnt sama áhuga en að þær hugmyndir eru styttra á veg komnar. Premier League clubs will be warned at a meeting on Monday that the season not restarting at neutral venues could cost them more than relegation and they must consider the long-term consequences of voting against the proposal.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 8, 2020 Áhugi hérlendis er mikill enda ljóst að svo stórt verkefni nú væri mikill fengur fyrir íslenskt efnahagslíf. Umsvif liðanna hérlendis yrðu umtalsverð og kastljós fjölmiðla yrði á landinu á meðan knattspyrnustjörnurnar heimsþekktu dveldu hér við æfingar, segir í Fréttablaðinu. Tíðni smita á Íslandi eru mjög lág um þessar mundir og þá hjálpar það til við skipulagninguna að hérlendis eru góðir innviðir og næg hótelrými. Næsti fundur liðanna í ensku úrvalsdeildinni er 18. maí næstkomandi og þá mun væntanlega vera endanlega ákveðið hvernig haldið verður á málunum og hvenær enska úrvalsdeildin fer aftur af stað. The Premier League now look set to work towards a June 19 restarthttps://t.co/tPSclyh8Xa— talkSPORT (@talkSPORT) May 14, 2020 Það er pressa á að ná fram niðurstöðu því UEFA, evrópska knattspyrnusambandið, hefur bara gefið deildunum frest til 25. maí til að ákveða með hvaða hætti keppni verður lokið eða hvort hún verði blásin af. Það á því enn ýmislegt eftir að gerast áður en slíkar æfingarbúðir verða staðfestar. Íslensk yfirvöld munu því ekki ráðast í endanlegar útfærslur á dvöl knattspyrnuliðanna fyrr en formlegar beiðnir berast að utan. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Þreifingar hafa átt sér stað milli íslenskra stjórnvalda, KSÍ og fulltrúa enskra úrvalsdeildarliða um að æfingar liða fyrir lokasprett ensku úrvalsdeildarinnar fari fram á Íslandi. Fréttablaðið segir frá þessu í dag en þar kemur fram að árangur Íslands í baráttunni við kórónaveirufaraldurinn sé helsta ástæðan. Í fréttinni kemur einnig fram að spænsk úrvalsdeildarlið hafi líka sýnt sama áhuga en að þær hugmyndir eru styttra á veg komnar. Premier League clubs will be warned at a meeting on Monday that the season not restarting at neutral venues could cost them more than relegation and they must consider the long-term consequences of voting against the proposal.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 8, 2020 Áhugi hérlendis er mikill enda ljóst að svo stórt verkefni nú væri mikill fengur fyrir íslenskt efnahagslíf. Umsvif liðanna hérlendis yrðu umtalsverð og kastljós fjölmiðla yrði á landinu á meðan knattspyrnustjörnurnar heimsþekktu dveldu hér við æfingar, segir í Fréttablaðinu. Tíðni smita á Íslandi eru mjög lág um þessar mundir og þá hjálpar það til við skipulagninguna að hérlendis eru góðir innviðir og næg hótelrými. Næsti fundur liðanna í ensku úrvalsdeildinni er 18. maí næstkomandi og þá mun væntanlega vera endanlega ákveðið hvernig haldið verður á málunum og hvenær enska úrvalsdeildin fer aftur af stað. The Premier League now look set to work towards a June 19 restarthttps://t.co/tPSclyh8Xa— talkSPORT (@talkSPORT) May 14, 2020 Það er pressa á að ná fram niðurstöðu því UEFA, evrópska knattspyrnusambandið, hefur bara gefið deildunum frest til 25. maí til að ákveða með hvaða hætti keppni verður lokið eða hvort hún verði blásin af. Það á því enn ýmislegt eftir að gerast áður en slíkar æfingarbúðir verða staðfestar. Íslensk yfirvöld munu því ekki ráðast í endanlegar útfærslur á dvöl knattspyrnuliðanna fyrr en formlegar beiðnir berast að utan.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti