Var bent á COVID-19 svikasíður á íslenskum netþjónum Eiður Þór Árnason og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 5. apríl 2020 23:15 Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunnar. Stöð 2 Póst- og fjarskiptastofnun hefur fengið ábendingar erlendis frá um svikasíður sem tengjast COVID- 19 sem settar hafa verið upp á íslenskum netþjónum. Lagaheimild skortir svo stofnunin geti brugðist við með fullnægjandi hætti. Hér líkt og víðast hvar um heiminn hefur netnotkun aukist verulega í ljósi þeirrar óvenjulegu stöðu sem uppi er í samfélaginu. „Hvað varðar fjarskiptanetin sjálf þá virðist vera næg rýmd til þess að anna þessari verulega auknu eftirspurn, hins vegar hafa komið upp ákveðnar truflunar í hinum og þessum kerfum sem nota netin en það er ekki beinlínis vegna þess að netin ráða ekki við álagið heldur eru upplýsingakerfin bara á yfirsnúningi með þrefalt, fimmfalt, sjöfalt meiri notkun, eins og menn hafa heyrt í fréttum, miðað við það sem var fyrir faraldurinn,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunnar. Margir sinna nú vinnu heima og notkun ýmissa fjarfundakerfa hefur stóraukist. Slík kerfi hafa sína styrkleika og veikleika. „Það eru ákveðnir veikleikar t.d. í Zoom hvað varðar öryggisþættina svo ef að menn leggja mikið upp úr persónuvernd og svo framvegis, þá held ég að Teams sé að mörgu leiti sterkara hvað það varðar.“ Þá hafa óprúttnir aðilar nýtt sér ástandið með öðrum hætti. „Með því til dæmis að setja upp vefsíður þar sem er verið að svíkja og pretta með einhverjum Covid-upplýsingum eða selja einhver Covid-lyf,“ bætti Hrafnkell við. Það sé ágætis þumalputtaregla að ef tilboðið sé of gott til að vera satt, þá er það ekki satt. „Við höfum fengið viðvaranir frá erlendum aðilum um að það hafi verið settar upp svoleiðis síður jafnvel á íslenskum netþjónum og við erum þá að skoða það ef það er hægt. Hins vegar er íslensk löggjöf þannig að okkur er ekki heimilt að grípa inn í slíkt.” Stjórnvöldum hafi ítrekað verið bent á að bæta þurfi úr þessu. „Alveg klárlega.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarskipti Netöryggi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun hefur fengið ábendingar erlendis frá um svikasíður sem tengjast COVID- 19 sem settar hafa verið upp á íslenskum netþjónum. Lagaheimild skortir svo stofnunin geti brugðist við með fullnægjandi hætti. Hér líkt og víðast hvar um heiminn hefur netnotkun aukist verulega í ljósi þeirrar óvenjulegu stöðu sem uppi er í samfélaginu. „Hvað varðar fjarskiptanetin sjálf þá virðist vera næg rýmd til þess að anna þessari verulega auknu eftirspurn, hins vegar hafa komið upp ákveðnar truflunar í hinum og þessum kerfum sem nota netin en það er ekki beinlínis vegna þess að netin ráða ekki við álagið heldur eru upplýsingakerfin bara á yfirsnúningi með þrefalt, fimmfalt, sjöfalt meiri notkun, eins og menn hafa heyrt í fréttum, miðað við það sem var fyrir faraldurinn,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunnar. Margir sinna nú vinnu heima og notkun ýmissa fjarfundakerfa hefur stóraukist. Slík kerfi hafa sína styrkleika og veikleika. „Það eru ákveðnir veikleikar t.d. í Zoom hvað varðar öryggisþættina svo ef að menn leggja mikið upp úr persónuvernd og svo framvegis, þá held ég að Teams sé að mörgu leiti sterkara hvað það varðar.“ Þá hafa óprúttnir aðilar nýtt sér ástandið með öðrum hætti. „Með því til dæmis að setja upp vefsíður þar sem er verið að svíkja og pretta með einhverjum Covid-upplýsingum eða selja einhver Covid-lyf,“ bætti Hrafnkell við. Það sé ágætis þumalputtaregla að ef tilboðið sé of gott til að vera satt, þá er það ekki satt. „Við höfum fengið viðvaranir frá erlendum aðilum um að það hafi verið settar upp svoleiðis síður jafnvel á íslenskum netþjónum og við erum þá að skoða það ef það er hægt. Hins vegar er íslensk löggjöf þannig að okkur er ekki heimilt að grípa inn í slíkt.” Stjórnvöldum hafi ítrekað verið bent á að bæta þurfi úr þessu. „Alveg klárlega.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarskipti Netöryggi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira