Akraneskaupstaður kynnir aðgerðapakka vegna COVID-19 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2020 21:30 Akraneskaupstaður mun ráðast í miklar aðgerðir til að sporna gegn áhrifum kórónuveirunnar. Vísir/Egill Akraneskaupstaður mun ráðast í miklar aðgerðir vegna áhrifa kórónuveirunnar og munu þær hefjast á fjórtán skrefum. Heildarumsvif þeirra nema 3.380 milljónum króna. Aðgerðunum er skipt upp í þrjá þætti; varnir til að aflétta óvissu innan samfélagsins; vernd til að vernda grunnstoðir samfélagsins; og viðspyrna til að stuðla að fjölgun atvinnutækifæra. Þetta kynnir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, á Facebook-síðu sinni. Frestur verður gefinn á greiðslu fasteignagjalda íbúða- og atvinnuhúsnæðis auk frests á innheimtu gatnagerðargjalda og tengdum þjónustugjöldum auk þess sem sveigjanleiki verður aukinn í innheimtu og á gjaldfresti. Þá verða gjöld á leikskólum, grunnskólum og frístund í Þorpinu lækkuð í samræmi við notkun á þjónustu. Tryggja á virkt samtal milli bæjarstjórnar, íbúa og fyrirtækja, efla velferðarþjónustu og styðja við heilsueflingu, íþróttastarf, menningu og listir. Gildistími þrek- og sundkorta verður einnig framlengdur og velferðarþjónusta efld. Farið verður í markaðsátak á Akranesi og verður það meðal annars gert með þátttöku í markaðsátaki stjórnvalda og Íslandsstofu til „Eflingar ferðaþjónustunnar 2020.“ Þá á að nýta nýsköpun og tækni við innleiðingu rafrænnar þjónustu. Fjárveiting til framkvæmda og til viðhaldsverkefna verður aukin og tryggja á störf með uppbyggingu húsnæðis til leigu fyrir aldraða, fatlaða og á almennum markaði auk þess sem að fjölga á atvinnutækifærum sömuleiðis. Hægt er að horfa á kynningu Sævars Freys á aðgerðapakkanum í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akranes Efnahagsmál Tengdar fréttir Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar samþykktur Alþingi samþykkti í kvöld aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldsins. Aðgerðirnar sem samþykktar voru hljóða upp á tæplega 26 milljarða króna. 30. mars 2020 22:05 Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. 30. mars 2020 19:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira
Akraneskaupstaður mun ráðast í miklar aðgerðir vegna áhrifa kórónuveirunnar og munu þær hefjast á fjórtán skrefum. Heildarumsvif þeirra nema 3.380 milljónum króna. Aðgerðunum er skipt upp í þrjá þætti; varnir til að aflétta óvissu innan samfélagsins; vernd til að vernda grunnstoðir samfélagsins; og viðspyrna til að stuðla að fjölgun atvinnutækifæra. Þetta kynnir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, á Facebook-síðu sinni. Frestur verður gefinn á greiðslu fasteignagjalda íbúða- og atvinnuhúsnæðis auk frests á innheimtu gatnagerðargjalda og tengdum þjónustugjöldum auk þess sem sveigjanleiki verður aukinn í innheimtu og á gjaldfresti. Þá verða gjöld á leikskólum, grunnskólum og frístund í Þorpinu lækkuð í samræmi við notkun á þjónustu. Tryggja á virkt samtal milli bæjarstjórnar, íbúa og fyrirtækja, efla velferðarþjónustu og styðja við heilsueflingu, íþróttastarf, menningu og listir. Gildistími þrek- og sundkorta verður einnig framlengdur og velferðarþjónusta efld. Farið verður í markaðsátak á Akranesi og verður það meðal annars gert með þátttöku í markaðsátaki stjórnvalda og Íslandsstofu til „Eflingar ferðaþjónustunnar 2020.“ Þá á að nýta nýsköpun og tækni við innleiðingu rafrænnar þjónustu. Fjárveiting til framkvæmda og til viðhaldsverkefna verður aukin og tryggja á störf með uppbyggingu húsnæðis til leigu fyrir aldraða, fatlaða og á almennum markaði auk þess sem að fjölga á atvinnutækifærum sömuleiðis. Hægt er að horfa á kynningu Sævars Freys á aðgerðapakkanum í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akranes Efnahagsmál Tengdar fréttir Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar samþykktur Alþingi samþykkti í kvöld aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldsins. Aðgerðirnar sem samþykktar voru hljóða upp á tæplega 26 milljarða króna. 30. mars 2020 22:05 Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. 30. mars 2020 19:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira
Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar samþykktur Alþingi samþykkti í kvöld aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldsins. Aðgerðirnar sem samþykktar voru hljóða upp á tæplega 26 milljarða króna. 30. mars 2020 22:05
Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. 30. mars 2020 19:00