Óttast að Sadio Mane geri sömu mistök og Coutinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2020 14:30 Sadio Mane hefur staðið sig frábærlega með liði Liverpool á síðustu árum. Getty/Marc Atkins Sadio Mane er kominn í hóp bestu knattspyrnumanna heims eftir frábæra frammistöðu sína með Liverpool. Það þýðir líka mikinn áhuga frá risunum í suðri. Liverpool maðurinn Sadio Mane er stanslaust orðaður við Real Madrid og nú síðast var skrifað um mögulegt 150 milljón punda tilboðs spænska félagsins. Fyrrum leikmaður Liverpool telur að Sadio Mane myndi gera mistök ef hann færi frá Liverpool á þessum tímapunkti. Fears Sadio Mane could repeat Philippe Coutinho's big mistake at Liverpool https://t.co/iHAzgRGjoi pic.twitter.com/ueLeJIuool— Mirror Football (@MirrorFootball) April 14, 2020 John Aldridge fór á kostum í mestaraliði Liverpool tímabilið 1987-88 og hefur verið áberandi í kringum félagið síðustu ár. Aldridge skoraði 26 deildarmörk fyrir Liverpool 1987-88 og 21 deildarmark tímabilið á eftir. Aldridge segir að Liverpool sé með betra lið en bæði Barcelona og Real Madrid og óttast það að Sadio Mane væri að gera sömu mistök og Coutinho, ef hann yfirgefur Anfield í sumar. Philippe Coutinho var síðasta stórstjarnan sem Liverpool seldi en áður hafði Liverpool einnig selt Luis Suarez til Barcelona. Suarez festi sig í sessi hjá Barcelona en lítið hefur gengið hjá Philippe Coutinho. „Það hafa ekki allir lent í vandræðum eftir að þeir yfirgáfu Liverpool. Sjáum bara Raheem Sterling hjá Manchester City,“ sagði John Aldridge við Liverpool Echo. Mane can avoid Coutinho repeat - but Lionel Messi remains problem: John Aldridge discusses https://t.co/wOwx2NF6j8— LFCNews (@LFCNews) April 13, 2020 „Philippe Coutinho er samt gott dæmi á síðustu árum um hvernig hlutirnir geta farið illa. Hann var á toppi ferils síns þegar hann fór fram á Liverpool til Barcelona en síðan hefur orðið lítið úr honum,“ sagði John Aldridge „Það sem skiptir kannski meira máli er að í dag er Liverpool með betra lið en Real Madrid og Barcelona,“ sagði Aldridge sem þekkir vel til á Spáni þar sem hann spilaði með Real Sociedad eftir tíma sinn hjá Liverpool. „Ég ber mikla virðingu fyrir Barcelona. Þegar ég spilaði á Spáni þá elskaði ég að fara þangað og hlutirnir gengu vel hjá mér þar. Enska úrvalsdeildin en hins vegar besta deildin í heimi í dag,“ sagði John Aldridge. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
Sadio Mane er kominn í hóp bestu knattspyrnumanna heims eftir frábæra frammistöðu sína með Liverpool. Það þýðir líka mikinn áhuga frá risunum í suðri. Liverpool maðurinn Sadio Mane er stanslaust orðaður við Real Madrid og nú síðast var skrifað um mögulegt 150 milljón punda tilboðs spænska félagsins. Fyrrum leikmaður Liverpool telur að Sadio Mane myndi gera mistök ef hann færi frá Liverpool á þessum tímapunkti. Fears Sadio Mane could repeat Philippe Coutinho's big mistake at Liverpool https://t.co/iHAzgRGjoi pic.twitter.com/ueLeJIuool— Mirror Football (@MirrorFootball) April 14, 2020 John Aldridge fór á kostum í mestaraliði Liverpool tímabilið 1987-88 og hefur verið áberandi í kringum félagið síðustu ár. Aldridge skoraði 26 deildarmörk fyrir Liverpool 1987-88 og 21 deildarmark tímabilið á eftir. Aldridge segir að Liverpool sé með betra lið en bæði Barcelona og Real Madrid og óttast það að Sadio Mane væri að gera sömu mistök og Coutinho, ef hann yfirgefur Anfield í sumar. Philippe Coutinho var síðasta stórstjarnan sem Liverpool seldi en áður hafði Liverpool einnig selt Luis Suarez til Barcelona. Suarez festi sig í sessi hjá Barcelona en lítið hefur gengið hjá Philippe Coutinho. „Það hafa ekki allir lent í vandræðum eftir að þeir yfirgáfu Liverpool. Sjáum bara Raheem Sterling hjá Manchester City,“ sagði John Aldridge við Liverpool Echo. Mane can avoid Coutinho repeat - but Lionel Messi remains problem: John Aldridge discusses https://t.co/wOwx2NF6j8— LFCNews (@LFCNews) April 13, 2020 „Philippe Coutinho er samt gott dæmi á síðustu árum um hvernig hlutirnir geta farið illa. Hann var á toppi ferils síns þegar hann fór fram á Liverpool til Barcelona en síðan hefur orðið lítið úr honum,“ sagði John Aldridge „Það sem skiptir kannski meira máli er að í dag er Liverpool með betra lið en Real Madrid og Barcelona,“ sagði Aldridge sem þekkir vel til á Spáni þar sem hann spilaði með Real Sociedad eftir tíma sinn hjá Liverpool. „Ég ber mikla virðingu fyrir Barcelona. Þegar ég spilaði á Spáni þá elskaði ég að fara þangað og hlutirnir gengu vel hjá mér þar. Enska úrvalsdeildin en hins vegar besta deildin í heimi í dag,“ sagði John Aldridge.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira