„Ég þurfti botninn til að geta spyrnt mér upp“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. maí 2020 11:32 Dagbjört segist hafa verið í mikilli helgarneyslu en nú náð að vera edrú í sex mánuði. mynd/aðend „Ég byrjaði að semja Love Me stuttu eftir að ég tók ákvörðun um að verða edrú á ný í fyrra,“ segir samfélagsmiðlastjarnan og tónlistarmaðurinn Dagbjört Rúriksdóttir sem frumsýnir myndband við nýtt lag hennar á Vísi í dag. „Ég var algerlega búin á því á líkama og sál og upplifði mig sem mjög brotna manneskju í langan tíma og þráði samþykki frá öðru fólki jafn mikið og ég hafnaði sjálfri mér og því var aldrei neitt nógu gott fyrir mig sama hve mikið ég sóttist eftir því eða að ég eyðilagði fyrir sjálfri mér.“ Dagbjört segir að í undirmeðvitundinni hafi henni liðið eins og hún verið með lítið ljótt leyndarmál sem enginn mátti komast að. Upplifði andlegt ofbeldi frá nákomnum aðila „Það sem olli því var held ég eineltið í grunnskóla og ljót orð sem ég trúði ásamt andlegu ofbeldi frá nákomnum aðila. Því minna sem mér þótti vænt um sjálfa mig því verr fór ég með mig. Það veldur röngum ákvörðunum og mistökum sem viðhalda vítahringnum og þróa hann líka. Því lengur sem ég var í honum því meira vildi ég flýja þar til ég fékk ógeð af sjálfri mér.“ Í dag hefur hún verið edrú í sex mánuði eftir mikla helgarneyslu. „Ég þurfti botninn til að geta spyrnt mér upp og það var það sem ég gerði og um það snýst lagið. Að elska sjálfan sig uppá nýtt þrátt fyrir mistök, sýna sér samkennd í gegnum áföllin í staðinn fyrir að kvelja sig í fórnarlambaleik áfram. Ég vona að einhver tengi og að tónlistarmyndbandið hjálpi fleirum sem finna sig á sama stað að elska sjálfan sig og að vita það að þau ein ráða hvernig líf þeirra spilast út.“ Það var besta vinkona Dagbjartar, Álfrún Kolbrúnardóttir, sem tók upp myndbandið og leikstýrði. Tónlist Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
„Ég byrjaði að semja Love Me stuttu eftir að ég tók ákvörðun um að verða edrú á ný í fyrra,“ segir samfélagsmiðlastjarnan og tónlistarmaðurinn Dagbjört Rúriksdóttir sem frumsýnir myndband við nýtt lag hennar á Vísi í dag. „Ég var algerlega búin á því á líkama og sál og upplifði mig sem mjög brotna manneskju í langan tíma og þráði samþykki frá öðru fólki jafn mikið og ég hafnaði sjálfri mér og því var aldrei neitt nógu gott fyrir mig sama hve mikið ég sóttist eftir því eða að ég eyðilagði fyrir sjálfri mér.“ Dagbjört segir að í undirmeðvitundinni hafi henni liðið eins og hún verið með lítið ljótt leyndarmál sem enginn mátti komast að. Upplifði andlegt ofbeldi frá nákomnum aðila „Það sem olli því var held ég eineltið í grunnskóla og ljót orð sem ég trúði ásamt andlegu ofbeldi frá nákomnum aðila. Því minna sem mér þótti vænt um sjálfa mig því verr fór ég með mig. Það veldur röngum ákvörðunum og mistökum sem viðhalda vítahringnum og þróa hann líka. Því lengur sem ég var í honum því meira vildi ég flýja þar til ég fékk ógeð af sjálfri mér.“ Í dag hefur hún verið edrú í sex mánuði eftir mikla helgarneyslu. „Ég þurfti botninn til að geta spyrnt mér upp og það var það sem ég gerði og um það snýst lagið. Að elska sjálfan sig uppá nýtt þrátt fyrir mistök, sýna sér samkennd í gegnum áföllin í staðinn fyrir að kvelja sig í fórnarlambaleik áfram. Ég vona að einhver tengi og að tónlistarmyndbandið hjálpi fleirum sem finna sig á sama stað að elska sjálfan sig og að vita það að þau ein ráða hvernig líf þeirra spilast út.“ Það var besta vinkona Dagbjartar, Álfrún Kolbrúnardóttir, sem tók upp myndbandið og leikstýrði.
Tónlist Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira