Aron fastur inni í níu vikur: „Mjög ljúft að komast út að æfa“ Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2020 19:00 Aron Bjarnason er í sóttkví í Hlíðahverfinu en fer að losna úr henni og getur brátt byrjað að spila fótbolta. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það verður mjög ljúft að komast út að æfa,“ segir Aron Bjarnason sem eftir sjö vikur í útgöngubanni í Ungverjalandi og tvær vikur í sóttkví hér á landi getur byrjað að æfa með sínu nýja liði Val á mánudaginn. Þessi 24 ára gamli knattspyrnumaður kom til Vals að lán frá Újpest í Ungverjalandi, eftir að hafa farið frá Breiðabliki um mitt sumar í fyrra. Þjálfari Újpest virðist hafa misst trú á Aroni eftir því sem leið á tímabilið og hann virðist ekki sjá fyrir sér að spila meira fyrir hann, en Aron lék aðeins fimm deildarleiki í byrjunarliði í vetur. „Fyrir áramót var maður að koma sér inn í þetta. Ég fékk alveg tækifæri en náði kannski ekki að stimpla mig nægilega vel inn. Ég hefði kannski viljað fá örlítið meiri séns en svona er þetta. Eftir áramót tók þjálfarinn mig alveg út úr þessu. Það eru smávonbrigði en það þýðir ekki að spá meira í þessu,“ segir Aron í Sportinu í dag. „Ég fór og tók spjallið við þjálfarann eftir að hann tók mig út úr hóp í tvo leiki. Hann mat það bara þannig að hann hefði gefið mér nægilega mörg tækifæri og vildi treysta öðrum,“ segir Aron, sem fór því að líta í kringum sig. Valur sýndi mikinn áhuga en Breiðablik ekki „Ég ætlaði bara að skoða mína möguleika, hvort sem það yrði úti eða heima. Síðan skellur þetta [kórónuveirufaraldurinn] á og ég áttaði mig á að það væri ekki verið að sækjast eftir mér annars staðar en hér heima. Valur hafði líka mikinn áhuga og þá var þetta bara gefið,“ segir Aron. Hann lék frábærlega með Breiðabliki í fyrra en Blikar höfðu ekki samband við hann nú: „Ég fór ekkert í viðræður við þá, hvort sem að það var því þeir áttu erfitt með að sækja nýja leikmenn eða hvað,“ segir Aron og kveðst ekki svekktur yfir því að hafa ekki fengið símtal úr Kópavoginum: „Nei, svo sem ekki. Valsararnir heyrðu í mér um leið og þeir sáu að ég væri ekki að spila úti og höfðu mikinn áhuga. Breiðablik er með mjög góðan hóp, og ég var ekkert svekktur yfir þessu. Ég er bara mjög spenntur.“ Klippa: Sportið í dag - Aron um komuna til Vals Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Aron Bjarnason leikur með Val í sumar Vængmaðurinn knái Aron Bjarnason mun leika með Val í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar. 2. maí 2020 19:16 „Þetta gæti pirrað leikmenn“ Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason er á leið úr atvinnumennsku í Ungverjalandi til Vals. Gestir Gumma Ben í Sportinu í kvöld segja slíkt vandmeðfarið í ljósi þess að leikmenn Vals hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirukrísunnar, en telja þó að það valdi ekki vandræðum. 29. apríl 2020 23:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
„Það verður mjög ljúft að komast út að æfa,“ segir Aron Bjarnason sem eftir sjö vikur í útgöngubanni í Ungverjalandi og tvær vikur í sóttkví hér á landi getur byrjað að æfa með sínu nýja liði Val á mánudaginn. Þessi 24 ára gamli knattspyrnumaður kom til Vals að lán frá Újpest í Ungverjalandi, eftir að hafa farið frá Breiðabliki um mitt sumar í fyrra. Þjálfari Újpest virðist hafa misst trú á Aroni eftir því sem leið á tímabilið og hann virðist ekki sjá fyrir sér að spila meira fyrir hann, en Aron lék aðeins fimm deildarleiki í byrjunarliði í vetur. „Fyrir áramót var maður að koma sér inn í þetta. Ég fékk alveg tækifæri en náði kannski ekki að stimpla mig nægilega vel inn. Ég hefði kannski viljað fá örlítið meiri séns en svona er þetta. Eftir áramót tók þjálfarinn mig alveg út úr þessu. Það eru smávonbrigði en það þýðir ekki að spá meira í þessu,“ segir Aron í Sportinu í dag. „Ég fór og tók spjallið við þjálfarann eftir að hann tók mig út úr hóp í tvo leiki. Hann mat það bara þannig að hann hefði gefið mér nægilega mörg tækifæri og vildi treysta öðrum,“ segir Aron, sem fór því að líta í kringum sig. Valur sýndi mikinn áhuga en Breiðablik ekki „Ég ætlaði bara að skoða mína möguleika, hvort sem það yrði úti eða heima. Síðan skellur þetta [kórónuveirufaraldurinn] á og ég áttaði mig á að það væri ekki verið að sækjast eftir mér annars staðar en hér heima. Valur hafði líka mikinn áhuga og þá var þetta bara gefið,“ segir Aron. Hann lék frábærlega með Breiðabliki í fyrra en Blikar höfðu ekki samband við hann nú: „Ég fór ekkert í viðræður við þá, hvort sem að það var því þeir áttu erfitt með að sækja nýja leikmenn eða hvað,“ segir Aron og kveðst ekki svekktur yfir því að hafa ekki fengið símtal úr Kópavoginum: „Nei, svo sem ekki. Valsararnir heyrðu í mér um leið og þeir sáu að ég væri ekki að spila úti og höfðu mikinn áhuga. Breiðablik er með mjög góðan hóp, og ég var ekkert svekktur yfir þessu. Ég er bara mjög spenntur.“ Klippa: Sportið í dag - Aron um komuna til Vals Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Aron Bjarnason leikur með Val í sumar Vængmaðurinn knái Aron Bjarnason mun leika með Val í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar. 2. maí 2020 19:16 „Þetta gæti pirrað leikmenn“ Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason er á leið úr atvinnumennsku í Ungverjalandi til Vals. Gestir Gumma Ben í Sportinu í kvöld segja slíkt vandmeðfarið í ljósi þess að leikmenn Vals hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirukrísunnar, en telja þó að það valdi ekki vandræðum. 29. apríl 2020 23:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Aron Bjarnason leikur með Val í sumar Vængmaðurinn knái Aron Bjarnason mun leika með Val í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar. 2. maí 2020 19:16
„Þetta gæti pirrað leikmenn“ Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason er á leið úr atvinnumennsku í Ungverjalandi til Vals. Gestir Gumma Ben í Sportinu í kvöld segja slíkt vandmeðfarið í ljósi þess að leikmenn Vals hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirukrísunnar, en telja þó að það valdi ekki vandræðum. 29. apríl 2020 23:00