Mikilvægt að líða vel á meðgöngu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. apríl 2020 20:00 Vignir Bollason sérhæfir sig í því að aðstoða ófrískar konur. Aðsend mynd Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og notar tækni sem kallast Webster meðhöndlun. Hann ræddi við Andreu Eyland í hlaðvarpinu Kviknar og sagði þar að það sé mikilvægt að gera allt sem hægt er til að konum líði sem best á meðgöngunni. Vignir segir að konur eigi ekki alls ekki að vera smeikar við að hitta kírópraktor á meðgöngunni. „Það er ekkert til þess að vera hræddur við þegar það er gert rétt og þegar það er gert af fagmanni þá er það í lagi.“ Nefnir hann að brakið sem heyrist sé einfaldlega hljóð sem verður til í hreyfingunni. „Barninu er alveg óhætt í öllu þessu ferli.“ Hann segir að konur viti í dag að það er margt á meðgöngu sem þarf ekki endilega að vera erfitt. Marga verki sé hægt að losna við með einföldum hætti. „Til dæmis eins og grindargliðnun sem er oft nefnt við konur að þær séu með mjög snemma, en það þarf ekki endilega að vera að það sé beint grindargliðnun sem er að eiga sér stað mjög snemma í ferlinu. Oft á tíðum eru það frekar einfaldir hlutir í mjaðmagrindinni sem er hægt að laga.“ Oft eru þetta verkir í spjaldhryggnum og í spjöldunum tveimur í mjaðmagrindinni. „Það er skekkja sem er að mynda núning sem gerir hlutina erfiðari á meðgöngu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hefur áhrif á daglegt líf Með konur á meðgöngu einblínir Vignir á hreyfanleika mjaðmagrindarinnar og liðbanda sem í hana tengjast til þess að reyna að auðvelda meðgönguna og jafnvel fæðinguna líka. Vignir segir algengt að konur nefni að þær hefðu viljað koma til hans fyrr á meðgöngunni og sleppa þannig við margar vikur með verki. „Þú getur komið í rauninni eins snemma og þú vilt. Tímapunktur sem maður ætti að mæla með til þess að byrja að koma til þess að fyrirbyggja það að lenda í einhverjum óþægindum eða til að stuðla að betri hreyfanleika í mjaðmagrindinni, þá er það einhvern tímann eftir 12. til 15. viku. Svona áður en hlutir fara að stækka þannig almennilega að þeir fara að hafa áhrif mögulega á daglegt líf.“ Á þeim tímapunkti er í raun mun auðveldara að leiðrétta hluti heldur en þegar kona er komin lengra á meðgöngunni. „Þá ertu kannski búin að upplifa erfiðari meðgöngu sem er búin að taka toll af þér.“ Mikilvægt að líða vel Vignir segir að það sé ekki rétt að kírópraktorar geti hnykkt konur með þeim afleiðingum að þær fari af stað í fæðingu, en oft á tíðum gerist það í framhaldinu. „Ef að það er skert hreyfigeta í spjaldi öðru hvoru megin eða hvernig sem það er í mjaðmagrindinni, og það er að þrengja í rauninni plássið sem barnið hefur til að koma sér niður. Ef þú nærð að opna það upp þá kemst barnið neðar og þar af leiðandi er barnið að koma ferlinu af stað.“ Hann segir að það sé leitt að heyra konur tala um að þær hefðu viljað koma á fyrri meðgöngum og hvetur konur því til að láta skoða sig og kanna hvort eitthvað sé hægt að gera fyrir þær til að bæta líkamlega líðan. „Það er rosalega mikilvægt að manni líði vel á meðgöngu.“ Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Frjósemi Heilsa Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og notar tækni sem kallast Webster meðhöndlun. Hann ræddi við Andreu Eyland í hlaðvarpinu Kviknar og sagði þar að það sé mikilvægt að gera allt sem hægt er til að konum líði sem best á meðgöngunni. Vignir segir að konur eigi ekki alls ekki að vera smeikar við að hitta kírópraktor á meðgöngunni. „Það er ekkert til þess að vera hræddur við þegar það er gert rétt og þegar það er gert af fagmanni þá er það í lagi.“ Nefnir hann að brakið sem heyrist sé einfaldlega hljóð sem verður til í hreyfingunni. „Barninu er alveg óhætt í öllu þessu ferli.“ Hann segir að konur viti í dag að það er margt á meðgöngu sem þarf ekki endilega að vera erfitt. Marga verki sé hægt að losna við með einföldum hætti. „Til dæmis eins og grindargliðnun sem er oft nefnt við konur að þær séu með mjög snemma, en það þarf ekki endilega að vera að það sé beint grindargliðnun sem er að eiga sér stað mjög snemma í ferlinu. Oft á tíðum eru það frekar einfaldir hlutir í mjaðmagrindinni sem er hægt að laga.“ Oft eru þetta verkir í spjaldhryggnum og í spjöldunum tveimur í mjaðmagrindinni. „Það er skekkja sem er að mynda núning sem gerir hlutina erfiðari á meðgöngu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hefur áhrif á daglegt líf Með konur á meðgöngu einblínir Vignir á hreyfanleika mjaðmagrindarinnar og liðbanda sem í hana tengjast til þess að reyna að auðvelda meðgönguna og jafnvel fæðinguna líka. Vignir segir algengt að konur nefni að þær hefðu viljað koma til hans fyrr á meðgöngunni og sleppa þannig við margar vikur með verki. „Þú getur komið í rauninni eins snemma og þú vilt. Tímapunktur sem maður ætti að mæla með til þess að byrja að koma til þess að fyrirbyggja það að lenda í einhverjum óþægindum eða til að stuðla að betri hreyfanleika í mjaðmagrindinni, þá er það einhvern tímann eftir 12. til 15. viku. Svona áður en hlutir fara að stækka þannig almennilega að þeir fara að hafa áhrif mögulega á daglegt líf.“ Á þeim tímapunkti er í raun mun auðveldara að leiðrétta hluti heldur en þegar kona er komin lengra á meðgöngunni. „Þá ertu kannski búin að upplifa erfiðari meðgöngu sem er búin að taka toll af þér.“ Mikilvægt að líða vel Vignir segir að það sé ekki rétt að kírópraktorar geti hnykkt konur með þeim afleiðingum að þær fari af stað í fæðingu, en oft á tíðum gerist það í framhaldinu. „Ef að það er skert hreyfigeta í spjaldi öðru hvoru megin eða hvernig sem það er í mjaðmagrindinni, og það er að þrengja í rauninni plássið sem barnið hefur til að koma sér niður. Ef þú nærð að opna það upp þá kemst barnið neðar og þar af leiðandi er barnið að koma ferlinu af stað.“ Hann segir að það sé leitt að heyra konur tala um að þær hefðu viljað koma á fyrri meðgöngum og hvetur konur því til að láta skoða sig og kanna hvort eitthvað sé hægt að gera fyrir þær til að bæta líkamlega líðan. „Það er rosalega mikilvægt að manni líði vel á meðgöngu.“ Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Frjósemi Heilsa Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira