Björn Ingi sendir líka spurningar á landlækni því hann kemur svo litlu að á fundunum Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2020 11:11 Björn Ingi Hrafnsson hefur vakið mikla athygli á upplýsingafundunum frægu. Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri Viljans hefur vakið töluverða athygli á upplýsingafundum almannavarna vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Fundirnir eru daglega og hafa verið í nokkrar vikur. Björn mætti ekki á fyrstu fundina en síðan þá hefur hann varla misst úr fund. Þó nokkuð hefur verið gert grín að hans framgöngu á fundunum á Twitter og ræddi Björn málið í Brennslunni á FM957 í morgun. „Það er enginn ástæða fyrir því að taka það eitthvað inn á sig þó það sé einhver að gera grín að þessu,“ segir Björn Ingi. Opna ísskápinn : "Já hæ. Björn Ingi hér frá Viljanum"— Hörður Ágústsson - #Hörður4Prez (@horduragustsson) April 12, 2020 „Það er þvílíkt áhorf á þessa upplýsingafundi á hverjum degi og allir að fylgjast með og það er því ekki skrýtið að þeir sem eru að spyrja veki líka athygli. Ég sleppti fyrstu fundunum en var alltaf með nokkrar spurningar í kollinum sem mig langaði að spyrja og ákvað því að mæta. Eftir það fékk ég heilmikla hvatningu að koma aftur og meðal annars frá skrifstofu landlæknis. Síðan þá er ég búinn að mæta á hvern einasta fund og fæ núna svo mikið af bréfum og fyrirspurnum að ég er ekki einu sinni viss um að ég kæmist upp með að mæta ekki lengur.“ Mun meiri lestur Hann segist stundum einfaldlega senda bréfin áfram á embættis landlæknis. „Maður kemur svo litlu að á svona fundum og það er fullt af fólki í samfélaginu sem er búið að senda mér spurningar sem eru engar ýkjur, þetta er bara svona. Það er ekki skrýtið að þegar svona fáránlegir hlutir gerast vakni fullt af spurningum.“ Vefsíðan Viljinn fór í loftið í nóvember 2018. Miðillinn er í eigu foreldra Björns Inga og er Hrafn Björnsson útgefandi. Björn Ingi er sjálfur ritstjóri en efni sem ratar inn á síðuna er að mestu ómerkt. Hluti efnis sem birist á síðunni var lengi vel merkt „Kallinn“ en undanfarnar vikur er efni að mestu merkt ritstjórn. Erna Ýr Öldudóttir, sem vakið hefur athygli fyrir efasemdir um loftslagsbreytingar af mannavöldum, skrifaði á Viljann til áramóta. Engar greinar hafa birst merktar henni á þessu ári. Björn segir að lesturinn á Viljanum hafi farið mjög mikið upp eftir að hann tók upp á því að mæta á fundina. „En hann var líka búinn að fara heilmikið upp áður en ég fór að fara á þessa fundi. Eins og um allan heim hefur aldrei verið jafnmikil notkun á fjölmiðlum þó að auglýsingatekjur séu að hrynja en lestur á netinu er í hæstu hæðum. Það eru allir og amma þeirra að lesa um kórónuveiruna. Ég er búinn að starfa í blaðamennsku í mjög langan tíma og smá saman kemur einhver reynslu og maður fattar hvað á að spyrja út í og hvað ekki. Það kynna sig allir blaðamenn áður en þeir spyrja en af einhverjum ástæðum vekur það meiri athygli þegar ég geri það og það er eitthvað sem ég þarf að lifa með.“ Hann segist vera gríðarlega ánægður með svokallaða þríeyki. „Ég er þakklátur þeim hvernig þau hafa tekið á þessu. Í fyrsta lagi að vera með svona fundi á hverjum einasta degi. Í öðru lagi hafa þau, í samtali við mig, þakkað fyrir erfiðar spurningar og eru ekki að kvarta undan þeim.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri Viljans hefur vakið töluverða athygli á upplýsingafundum almannavarna vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Fundirnir eru daglega og hafa verið í nokkrar vikur. Björn mætti ekki á fyrstu fundina en síðan þá hefur hann varla misst úr fund. Þó nokkuð hefur verið gert grín að hans framgöngu á fundunum á Twitter og ræddi Björn málið í Brennslunni á FM957 í morgun. „Það er enginn ástæða fyrir því að taka það eitthvað inn á sig þó það sé einhver að gera grín að þessu,“ segir Björn Ingi. Opna ísskápinn : "Já hæ. Björn Ingi hér frá Viljanum"— Hörður Ágústsson - #Hörður4Prez (@horduragustsson) April 12, 2020 „Það er þvílíkt áhorf á þessa upplýsingafundi á hverjum degi og allir að fylgjast með og það er því ekki skrýtið að þeir sem eru að spyrja veki líka athygli. Ég sleppti fyrstu fundunum en var alltaf með nokkrar spurningar í kollinum sem mig langaði að spyrja og ákvað því að mæta. Eftir það fékk ég heilmikla hvatningu að koma aftur og meðal annars frá skrifstofu landlæknis. Síðan þá er ég búinn að mæta á hvern einasta fund og fæ núna svo mikið af bréfum og fyrirspurnum að ég er ekki einu sinni viss um að ég kæmist upp með að mæta ekki lengur.“ Mun meiri lestur Hann segist stundum einfaldlega senda bréfin áfram á embættis landlæknis. „Maður kemur svo litlu að á svona fundum og það er fullt af fólki í samfélaginu sem er búið að senda mér spurningar sem eru engar ýkjur, þetta er bara svona. Það er ekki skrýtið að þegar svona fáránlegir hlutir gerast vakni fullt af spurningum.“ Vefsíðan Viljinn fór í loftið í nóvember 2018. Miðillinn er í eigu foreldra Björns Inga og er Hrafn Björnsson útgefandi. Björn Ingi er sjálfur ritstjóri en efni sem ratar inn á síðuna er að mestu ómerkt. Hluti efnis sem birist á síðunni var lengi vel merkt „Kallinn“ en undanfarnar vikur er efni að mestu merkt ritstjórn. Erna Ýr Öldudóttir, sem vakið hefur athygli fyrir efasemdir um loftslagsbreytingar af mannavöldum, skrifaði á Viljann til áramóta. Engar greinar hafa birst merktar henni á þessu ári. Björn segir að lesturinn á Viljanum hafi farið mjög mikið upp eftir að hann tók upp á því að mæta á fundina. „En hann var líka búinn að fara heilmikið upp áður en ég fór að fara á þessa fundi. Eins og um allan heim hefur aldrei verið jafnmikil notkun á fjölmiðlum þó að auglýsingatekjur séu að hrynja en lestur á netinu er í hæstu hæðum. Það eru allir og amma þeirra að lesa um kórónuveiruna. Ég er búinn að starfa í blaðamennsku í mjög langan tíma og smá saman kemur einhver reynslu og maður fattar hvað á að spyrja út í og hvað ekki. Það kynna sig allir blaðamenn áður en þeir spyrja en af einhverjum ástæðum vekur það meiri athygli þegar ég geri það og það er eitthvað sem ég þarf að lifa með.“ Hann segist vera gríðarlega ánægður með svokallaða þríeyki. „Ég er þakklátur þeim hvernig þau hafa tekið á þessu. Í fyrsta lagi að vera með svona fundi á hverjum einasta degi. Í öðru lagi hafa þau, í samtali við mig, þakkað fyrir erfiðar spurningar og eru ekki að kvarta undan þeim.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira