Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga Kristján Már Unnarsson skrifar 16. apríl 2020 12:43 Jarðstrengir á keflum við gangamunnann Dýrafjarðarmegin biðu þess í gær að verða lagðir inn í göngin. Þeir munu í framtíðinni flytja raforku Mjólkárvirkjunar til byggðanna á norðanverðum Vestfjörðum. Mynd/Baldvin Jónbjarnarson, Eflu. Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra nefndi sem opnunardag þegar hann sprengdi síðasta haftið fyrir ári; 14. september í haust. Sjá einnig hér: Síðasta haftið sprengt í Dýrafjarðargöngum Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks í Dýrafjarðargöngum.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Það næst ekki úr þessu. Veturinn er búinn að vera afleitur. Hann er búinn að vera okkur mjög erfiður alveg frá því í byrjun desember og í bland við covid-19 hefur hann ekki auðveldað okkur verkið,“ segir Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks í Dýrafjarðargöngum, en tékkneska fyrirtækið Metrostav er aðalverktaki. „Tékkarnir komast ekki til landsins í vinnu, margir lykilstarfsmenn okkar eru fastir erlendis. Þetta eru 15 til 18 prósent af okkar starfsfólki,“ segir Karl. Steypuvinnu inni í göngunum er nánast lokið. Hér er unnið við sprautusteypun í síðustu viku.Mynd/Baldvin Jónbjarnarson. Til að mæta þessum ferðatakmörkunum vegna kórónuveirunnar hefur verið gripið til þess ráðs að fá íslenska undirverktaka. Það dugar þó ekki. „Eins og staðan er núna eru takmörk fyrir því hvað hægt er að hafa marga á staðnum. Það er ekki hægt að vinna upp, eins og oft hefur verið gert, með því að fjölga fólki á lokametrunum,“ segir Baldvin Jónbjarnarson, sem er í framkvæmdareftirliti með Dýrafjarðargöngum á vegum Eflu. Rafmagnsvinnan er komin af stað. Í lofti má sjá uppsettan strengstiga.Mynd/Baldvin Jónbjarnarson. „Það var ekkert páskafrí tekið, það var allt á fullu yfir páskana,“ segir Baldvin. Karl Garðarsson treystir sér ekki til að nefna annan opnunardag né áætla hvað seinkunin verði mikil. Allt verði þó gert til að unnt verði að opna göngin fyrir næsta vetur og kveðst hann bjartsýnn á að það takist. Baldvin segir suma verkþætti á undan áætlun en aðra á eftir. Þá hefur náðst sá áfangi núna að steypuvinnu er nánast lokið. Mannvirkjasteypa inni í göngunum er búin og ásprautun á vatnsklæðningar er að ljúka. Veghefill jafnar út neðra burðarlag í göngunum.Mynd/Baldvin Jónbjarnarson. Rafmagnsvinna er fara á fullt skrið. Byrjað er að draga inn kapla en leggja á tvo jarðstrengi til að tengja Mjólkárvirkjun við byggðir á norðanverðum Vestfjörðum, 132 kílóvolta streng fyrir Landsnet og 11 kílóvolta streng fyrir Orkubú Vestfjarða, sem tengir Þingeyri. Þá heldur vegagerð áfram. Framundan er að klára fyllingar í vegi, leggja burðarlög og loks að malbika. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í haust um framvindu verksins: Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra nefndi sem opnunardag þegar hann sprengdi síðasta haftið fyrir ári; 14. september í haust. Sjá einnig hér: Síðasta haftið sprengt í Dýrafjarðargöngum Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks í Dýrafjarðargöngum.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Það næst ekki úr þessu. Veturinn er búinn að vera afleitur. Hann er búinn að vera okkur mjög erfiður alveg frá því í byrjun desember og í bland við covid-19 hefur hann ekki auðveldað okkur verkið,“ segir Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks í Dýrafjarðargöngum, en tékkneska fyrirtækið Metrostav er aðalverktaki. „Tékkarnir komast ekki til landsins í vinnu, margir lykilstarfsmenn okkar eru fastir erlendis. Þetta eru 15 til 18 prósent af okkar starfsfólki,“ segir Karl. Steypuvinnu inni í göngunum er nánast lokið. Hér er unnið við sprautusteypun í síðustu viku.Mynd/Baldvin Jónbjarnarson. Til að mæta þessum ferðatakmörkunum vegna kórónuveirunnar hefur verið gripið til þess ráðs að fá íslenska undirverktaka. Það dugar þó ekki. „Eins og staðan er núna eru takmörk fyrir því hvað hægt er að hafa marga á staðnum. Það er ekki hægt að vinna upp, eins og oft hefur verið gert, með því að fjölga fólki á lokametrunum,“ segir Baldvin Jónbjarnarson, sem er í framkvæmdareftirliti með Dýrafjarðargöngum á vegum Eflu. Rafmagnsvinnan er komin af stað. Í lofti má sjá uppsettan strengstiga.Mynd/Baldvin Jónbjarnarson. „Það var ekkert páskafrí tekið, það var allt á fullu yfir páskana,“ segir Baldvin. Karl Garðarsson treystir sér ekki til að nefna annan opnunardag né áætla hvað seinkunin verði mikil. Allt verði þó gert til að unnt verði að opna göngin fyrir næsta vetur og kveðst hann bjartsýnn á að það takist. Baldvin segir suma verkþætti á undan áætlun en aðra á eftir. Þá hefur náðst sá áfangi núna að steypuvinnu er nánast lokið. Mannvirkjasteypa inni í göngunum er búin og ásprautun á vatnsklæðningar er að ljúka. Veghefill jafnar út neðra burðarlag í göngunum.Mynd/Baldvin Jónbjarnarson. Rafmagnsvinna er fara á fullt skrið. Byrjað er að draga inn kapla en leggja á tvo jarðstrengi til að tengja Mjólkárvirkjun við byggðir á norðanverðum Vestfjörðum, 132 kílóvolta streng fyrir Landsnet og 11 kílóvolta streng fyrir Orkubú Vestfjarða, sem tengir Þingeyri. Þá heldur vegagerð áfram. Framundan er að klára fyllingar í vegi, leggja burðarlög og loks að malbika. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í haust um framvindu verksins:
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira