Kompás hlaut Blaðamannaverðlaun fyrir viðtal ársins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2020 16:59 Verðlaunahafar fyrir viðtal ársins taldir frá vinstri til hægri. Jóhann K. Jóhannsson, Erla Björg Gunnarsdóttir, Arnar Jónmundsson, framleiðandi þáttanna, og Nadine Guðrún Yaghi. vísir Blaðamannaverðlaun fyrir árið 2019 voru afhent í gær og voru verðlaun veitt í fjórum flokkum: fyrir bestu umfjöllunina, viðtal ársins, rannsóknarblaðamennsku og blaðamannaverðlaun ársins. Verðlaunin voru afhent í Blaðamannaklúbbnum í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands. Verðlaun fyrir bestu umfjöllunina hlutu Alma Mjöll Ólafsdóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Margrét Marteinsdóttir og Steindór Grétar Jónsson hjá Stundinni fyrir umfjöllun um hamfarahlýnun. Aðrir sem voru tilnefndir í flokknum voru Arnhildur Hálfdánardóttir hjá RÚV fyrir hlaðvarpsþáttaröðina Loftslagsþerapían og Magnús Halldórsson og Þórður Snær Júlíusson fyrir umfjöllun um efnahagsmál hjá Kjarnanum. Verðlaun fyrir viðtal ársins hlutu Erla Björg Gunnarsdóttir, Nadine Guðrún Yaghi og Jóhann K. Jóhannsson hjá Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Verðlaunin hlutu þau fyrir viðtal sitt og umfjöllun um Margréti Lillý Einarsdóttur, 17 ára gamla, sem lýsir því hvernig samfélagið brást henni þegar hún á grunnskólaaldri ólst upp ein hjá móður sem átti bæði við geðrænan vanda og fíknivanda að stríða. Viðtalið birtist í Kompási. Aðrir sem tilnefndir voru í þeim flokki voru Orri Páll Ormarsson hjá Morgunblaðinu fyrir viðtal við Sævar Þór Jónsson, lögmann, og Ari Brynjólfsson hjá Fréttablaðinu fyrir viðtal við fjóra erlenda vagnstjóra. Þeir sem tilnefndir voru til blaðamannaverðlauna.Vísir Aðalsteinn Kjartansson, Helgi Seljan, Ingi Freyr Vilhjálmsson og Stefán Drengsson hlutu verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku fyrir umfjöllun sína í Kveik og hjá Sundinni um Samherjamálið. Aðrir sem tilnefndir voru í þessum flokki voru Aðalsteinn Kjartansson og Stefán Drengsson í Kveik fyrir umfjöllun um Procar-málið og Stefán Einar Stefánsson hjá Morgunblaðinu fyrir bókina „Wow, ris og fall flugfélags“ ásamt fréttum og fréttaskýringum um málið. Blaðamannaverðlaun ársins hlaut Arnar Páll Hauksson í Speglinum hjá RÚV fyrir umfjöllun um kjaramál. Aðrir sem tilnefndir voru í flokknum voru Guðrún Hálfdánardóttir hjá mbl.is fyrir greinaflokkinn Skóli fyrir alla og Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hjá Stundinni fyrir vönduð viðtöl og umfjallanir. Fjölmiðlar Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Blaðamannaverðlaun fyrir árið 2019 voru afhent í gær og voru verðlaun veitt í fjórum flokkum: fyrir bestu umfjöllunina, viðtal ársins, rannsóknarblaðamennsku og blaðamannaverðlaun ársins. Verðlaunin voru afhent í Blaðamannaklúbbnum í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands. Verðlaun fyrir bestu umfjöllunina hlutu Alma Mjöll Ólafsdóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Margrét Marteinsdóttir og Steindór Grétar Jónsson hjá Stundinni fyrir umfjöllun um hamfarahlýnun. Aðrir sem voru tilnefndir í flokknum voru Arnhildur Hálfdánardóttir hjá RÚV fyrir hlaðvarpsþáttaröðina Loftslagsþerapían og Magnús Halldórsson og Þórður Snær Júlíusson fyrir umfjöllun um efnahagsmál hjá Kjarnanum. Verðlaun fyrir viðtal ársins hlutu Erla Björg Gunnarsdóttir, Nadine Guðrún Yaghi og Jóhann K. Jóhannsson hjá Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Verðlaunin hlutu þau fyrir viðtal sitt og umfjöllun um Margréti Lillý Einarsdóttur, 17 ára gamla, sem lýsir því hvernig samfélagið brást henni þegar hún á grunnskólaaldri ólst upp ein hjá móður sem átti bæði við geðrænan vanda og fíknivanda að stríða. Viðtalið birtist í Kompási. Aðrir sem tilnefndir voru í þeim flokki voru Orri Páll Ormarsson hjá Morgunblaðinu fyrir viðtal við Sævar Þór Jónsson, lögmann, og Ari Brynjólfsson hjá Fréttablaðinu fyrir viðtal við fjóra erlenda vagnstjóra. Þeir sem tilnefndir voru til blaðamannaverðlauna.Vísir Aðalsteinn Kjartansson, Helgi Seljan, Ingi Freyr Vilhjálmsson og Stefán Drengsson hlutu verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku fyrir umfjöllun sína í Kveik og hjá Sundinni um Samherjamálið. Aðrir sem tilnefndir voru í þessum flokki voru Aðalsteinn Kjartansson og Stefán Drengsson í Kveik fyrir umfjöllun um Procar-málið og Stefán Einar Stefánsson hjá Morgunblaðinu fyrir bókina „Wow, ris og fall flugfélags“ ásamt fréttum og fréttaskýringum um málið. Blaðamannaverðlaun ársins hlaut Arnar Páll Hauksson í Speglinum hjá RÚV fyrir umfjöllun um kjaramál. Aðrir sem tilnefndir voru í flokknum voru Guðrún Hálfdánardóttir hjá mbl.is fyrir greinaflokkinn Skóli fyrir alla og Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hjá Stundinni fyrir vönduð viðtöl og umfjallanir.
Fjölmiðlar Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira