„Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2020 21:21 Kári sagðist ekki geta skrifað umsókn um leyfi til að framkvæma vísindarannsókn, því ekki standi til að framkvæma vísindarannsókn. Það hafi aldrei staðið til. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir afstöðu Vísindasiðanefndar, og annarra, varðandi aðkomu fyrirtækisins að skimun fyrir kórónuveirunni endurspegla afstöðu sem starfsmenn ÍE hafi þurft að takast á við í 23 ár. Það sé að allt sem fyrirtækið geri sé grunsamlegt og beri að skoða betur. Þetta sagði Kári í athugasemd við Facebookfærslu Stefáns Pálssonar, sagnfræðings og þungavigtarmanns í Vinstri grænum, þar sem Stefán gefur í skyn að með því að bjóðast til að skima sýni fyrir heilbrigðiskerfið væri Kári að reyna að koma höndum yfir lífsýni fólks. Kári sagði frá því fyrr í kvöld að ekkert yrði af verkefninu en Alma Möller, landlæknir sagði frá því á blaðamannafundi í gær og virðist sem að boði ÍE hafi verið tekið á jákvæðan máta. Ástæðan fyrir því að ekkert verði af kórónuskimuninni er, samkvæmt Kára, að Vísindasiðanefnd og Persónuvernd hafi skilgreint skimunina sem vísindarannsókn og að ÍE þyrfti að sækja um leyfi. Sjá einnig: Ekkert verður af kórónuskimun Íslenskrar erfðagreiningar Kári sagðist ekki geta skrifað umsókn um leyfi til að framkvæma vísindarannsókn, því ekki standi til að framkvæma vísindarannsókn. Það hafi aldrei staðið til. „Við buðumst til þess að sinna ákveðnum þætti viðbragðanna við faraldrinum sem heilbrigðiskerfið er illa í stakk búið til þess að sinna. Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn,“ skrifaði Kári. Í yfirlýsingu frá Íslenskri erfðagreiningu segir að aldrei hafi staðið til að sýni sem hefðu komið til vegna skimunarinnar hefðu farið í lífssýnabanka fyrirtækisins, enda væri slíkt ekki í samræmi við lög. Einungis hafi verið boðin fram klínísk aðstoð við að taka og greina sýni úr fólki sem er með einkenni sem gætu bent til veirusýkingar. Það átti að leiða í ljós hvort veiran væri að stökkbreytast. „Íslensk erfðagreining greinir nú þegar um eitt þúsund sýni á ári frá Landspítalanum þar sem grunur leikur á sjaldgæfum erfðasjúkdómum eða veikindi eru af óþekktum orsökum. Sú samvinna hefur ekki verið leyfisskyld,“ segir í yfirlýsingunni. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim 70 sem komu með flugi frá Veróna á Ítalíu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. 7. mars 2020 20:57 Ekkert verður af kórónuskimun Íslenskrar erfðagreiningar Vísindasiðanefnd segir að fyrirtækið þyrfti að sækja um leyfi þar sem skimunin yrði skilgreind sem vísindarannsókn. 7. mars 2020 19:13 Eins árs gamalt barn á meðal þeirra Íslendinga sem greinst hafa með kórónuveiruna Fimmtíu hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi þar af eru sjö innanlandssmit. Einn þeirra Íslendinga sem fengið hefur kórónuveiruna er eins árs gamalt barn. 7. mars 2020 17:32 Kórónuveirusmit orðin fimmtíu talsins hér á landi Í dag hafa greinst fimm ný smit af kórónuveirunni. Þrjú þeirra eru innlend og má rekja þau til einstaklinga sem voru á hættusvæðum erlendis. Hinir tveir sýktust erlendis. 7. mars 2020 14:59 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir afstöðu Vísindasiðanefndar, og annarra, varðandi aðkomu fyrirtækisins að skimun fyrir kórónuveirunni endurspegla afstöðu sem starfsmenn ÍE hafi þurft að takast á við í 23 ár. Það sé að allt sem fyrirtækið geri sé grunsamlegt og beri að skoða betur. Þetta sagði Kári í athugasemd við Facebookfærslu Stefáns Pálssonar, sagnfræðings og þungavigtarmanns í Vinstri grænum, þar sem Stefán gefur í skyn að með því að bjóðast til að skima sýni fyrir heilbrigðiskerfið væri Kári að reyna að koma höndum yfir lífsýni fólks. Kári sagði frá því fyrr í kvöld að ekkert yrði af verkefninu en Alma Möller, landlæknir sagði frá því á blaðamannafundi í gær og virðist sem að boði ÍE hafi verið tekið á jákvæðan máta. Ástæðan fyrir því að ekkert verði af kórónuskimuninni er, samkvæmt Kára, að Vísindasiðanefnd og Persónuvernd hafi skilgreint skimunina sem vísindarannsókn og að ÍE þyrfti að sækja um leyfi. Sjá einnig: Ekkert verður af kórónuskimun Íslenskrar erfðagreiningar Kári sagðist ekki geta skrifað umsókn um leyfi til að framkvæma vísindarannsókn, því ekki standi til að framkvæma vísindarannsókn. Það hafi aldrei staðið til. „Við buðumst til þess að sinna ákveðnum þætti viðbragðanna við faraldrinum sem heilbrigðiskerfið er illa í stakk búið til þess að sinna. Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn,“ skrifaði Kári. Í yfirlýsingu frá Íslenskri erfðagreiningu segir að aldrei hafi staðið til að sýni sem hefðu komið til vegna skimunarinnar hefðu farið í lífssýnabanka fyrirtækisins, enda væri slíkt ekki í samræmi við lög. Einungis hafi verið boðin fram klínísk aðstoð við að taka og greina sýni úr fólki sem er með einkenni sem gætu bent til veirusýkingar. Það átti að leiða í ljós hvort veiran væri að stökkbreytast. „Íslensk erfðagreining greinir nú þegar um eitt þúsund sýni á ári frá Landspítalanum þar sem grunur leikur á sjaldgæfum erfðasjúkdómum eða veikindi eru af óþekktum orsökum. Sú samvinna hefur ekki verið leyfisskyld,“ segir í yfirlýsingunni.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim 70 sem komu með flugi frá Veróna á Ítalíu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. 7. mars 2020 20:57 Ekkert verður af kórónuskimun Íslenskrar erfðagreiningar Vísindasiðanefnd segir að fyrirtækið þyrfti að sækja um leyfi þar sem skimunin yrði skilgreind sem vísindarannsókn. 7. mars 2020 19:13 Eins árs gamalt barn á meðal þeirra Íslendinga sem greinst hafa með kórónuveiruna Fimmtíu hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi þar af eru sjö innanlandssmit. Einn þeirra Íslendinga sem fengið hefur kórónuveiruna er eins árs gamalt barn. 7. mars 2020 17:32 Kórónuveirusmit orðin fimmtíu talsins hér á landi Í dag hafa greinst fimm ný smit af kórónuveirunni. Þrjú þeirra eru innlend og má rekja þau til einstaklinga sem voru á hættusvæðum erlendis. Hinir tveir sýktust erlendis. 7. mars 2020 14:59 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
„Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim 70 sem komu með flugi frá Veróna á Ítalíu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. 7. mars 2020 20:57
Ekkert verður af kórónuskimun Íslenskrar erfðagreiningar Vísindasiðanefnd segir að fyrirtækið þyrfti að sækja um leyfi þar sem skimunin yrði skilgreind sem vísindarannsókn. 7. mars 2020 19:13
Eins árs gamalt barn á meðal þeirra Íslendinga sem greinst hafa með kórónuveiruna Fimmtíu hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi þar af eru sjö innanlandssmit. Einn þeirra Íslendinga sem fengið hefur kórónuveiruna er eins árs gamalt barn. 7. mars 2020 17:32
Kórónuveirusmit orðin fimmtíu talsins hér á landi Í dag hafa greinst fimm ný smit af kórónuveirunni. Þrjú þeirra eru innlend og má rekja þau til einstaklinga sem voru á hættusvæðum erlendis. Hinir tveir sýktust erlendis. 7. mars 2020 14:59
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?