Norræna siglir með farþega á ný Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. apríl 2020 16:10 Norræna í höfn á Seyðisfirði. Vísir/JóiK Farþegar eru væntanlegir til Seyðisfjarðar með Norrænu á þriðjudagsmorgun í fyrsta sinn í mánuð. Framkvæmdastjóri Smyril-Line, sem rekur ferjuna, segir von á 23 farþegum. Sóttvarnalæknir segir hluta farþega hóp á leið til vinnu. Austurfrétt greinir frá þessu og segir ferjuna sem stendur í heimahöfn í Þórshöfn. Þaðan sigli hún til Danmerkur í kvöld, komi aftur til Færeyja á laugardag og komi til hafnar á Seyðisfirði þriðjudegi. Norræna hefur undanfarin mánuð aðeins sinnt fraktflutningum vegna kórónuveirufaraldursins. Danmörk hefur auk þess lokað landamærum sínum. Linda B. Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril-Line á Íslandi, segir alla farþegana vera á eigin vegum því engar hópferðir séu í gangi eins og er. „Við höfum verið í nánu sambandi við Sóttvarnarlækni Íslands og Almannanefndar Austurlands um farþegaflutningana,“ segir Linda í samtali við Austurfrétt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag að starfshópur væri að skoða reglur varðandi komur ferðamanna hingað til landsins. Von væri á niðurstöðum hópsins öðru hvoru megin við helgina og í framhaldinu myndi sóttvarnalæknir útbúa minnisblað fyrir ráðherra. Fólk sem kemur hingað til landsins til að dvelja þarf að fara í tveggja vikna sóttkví. Engar reglur gilda um ferðamenn sem stendur. Þórólfur segir í skoðun að breyta reglunum og útfæra betur svo þær nái líka til ferðamanna. „Við fylgjumst mjög vel með Norrænu sem er að koma í næstu viku. Hvaða farþegar það eru, það er ekki alveg ljóst hve margir þeir eru. Það er hópur sem er að fara að vinna hér og þá gildir ákveðin sóttkví um þá. Það er ekki alveg ljóst en þetta er mjög brýnt mál.“ Norræna Seyðisfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Farþegar eru væntanlegir til Seyðisfjarðar með Norrænu á þriðjudagsmorgun í fyrsta sinn í mánuð. Framkvæmdastjóri Smyril-Line, sem rekur ferjuna, segir von á 23 farþegum. Sóttvarnalæknir segir hluta farþega hóp á leið til vinnu. Austurfrétt greinir frá þessu og segir ferjuna sem stendur í heimahöfn í Þórshöfn. Þaðan sigli hún til Danmerkur í kvöld, komi aftur til Færeyja á laugardag og komi til hafnar á Seyðisfirði þriðjudegi. Norræna hefur undanfarin mánuð aðeins sinnt fraktflutningum vegna kórónuveirufaraldursins. Danmörk hefur auk þess lokað landamærum sínum. Linda B. Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril-Line á Íslandi, segir alla farþegana vera á eigin vegum því engar hópferðir séu í gangi eins og er. „Við höfum verið í nánu sambandi við Sóttvarnarlækni Íslands og Almannanefndar Austurlands um farþegaflutningana,“ segir Linda í samtali við Austurfrétt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag að starfshópur væri að skoða reglur varðandi komur ferðamanna hingað til landsins. Von væri á niðurstöðum hópsins öðru hvoru megin við helgina og í framhaldinu myndi sóttvarnalæknir útbúa minnisblað fyrir ráðherra. Fólk sem kemur hingað til landsins til að dvelja þarf að fara í tveggja vikna sóttkví. Engar reglur gilda um ferðamenn sem stendur. Þórólfur segir í skoðun að breyta reglunum og útfæra betur svo þær nái líka til ferðamanna. „Við fylgjumst mjög vel með Norrænu sem er að koma í næstu viku. Hvaða farþegar það eru, það er ekki alveg ljóst hve margir þeir eru. Það er hópur sem er að fara að vinna hér og þá gildir ákveðin sóttkví um þá. Það er ekki alveg ljóst en þetta er mjög brýnt mál.“
Norræna Seyðisfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira