Langtímanotkun lyfja valdið banaslysum í umferðinni: „Fólk hætti of seint að keyra“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. maí 2020 19:00 Dæmi eru um að langtímanotkun lyfja - sem venjulega eru ekki talin skerða aksturhæfni - hafi valdið alvarlegum slysum og jafnvel banaslysum í umferðinni hér á landi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur óskað eftir því að vakin sé athygli lækna á vandamálinu. Síðustu ár hefur Rannsóknarnefnd samgönguslysa fengið til athugunar banaslys þar sem rekja mátti orsakirnar til þess að ökumennirnir höfðu verið á lyfjum sem slævðu getu þeirra til þess að stjórna ökutæki. Þótt yfirleitt sé um að ræða lyf sem þekkt eru að því að valda skertri ökuhæfni hafa einnig borist mál þar sem hinn látni hefur verið með mjög háa blóðþéttni af lyfjum, sem venjulega eru ekki talin skerða aksturshæfni mikið. „Við lögðum það til að landlæknir tæki það til skoðunar að það séu einhver dæmi þess í þjóðfélaginu að einstaklingur eftir langvarandi notkun lyfja séu komnir með skerta getu til að vinna úr lyfjunum og uppsöfnun á umbrotsefnun geti átt sér stað,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Eitrunargildi af venlafaxíni, algengu þunglyndislyfi sem notað er hér á landi, hafa komið upp í tveimur málum hjá nefndinni upp á síðkastið. Í öðru tilvikinu var um að ræða banaslys. Í fyrra fengu 5395 manns þunglyndislyfinu ávísað og hefur notkun þess aukist nokkuð undanfarin ár. Sævar telur að þetta geti átt við um fleiri lyf, séu þau notuð í lengri tíma. Meðal annars geðlyf. „Eftir því sem við eldumst aukast líkurnar á því að við förum að kljást við ýmis heilsufarsvandamál sem að sum hver, bæði vegna lyfjanotkunar og vandamálsins sjálfs, geta skert hæfni okkar til að stjórna ökutæki. Þannig að hækkandi meðalaldur þjóðarinnar getur orðið til þess að þetta vandamál komi betur í ljós,“ segir Sævar Helgi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa óskaði eftir því að Embætti landlæknis myndi vekja athygli lækna á þessu. „Það getur verið mikilvægt að fylgjast með lyfjanotkun eftir langvarandi notkun að sjá hvort líkaminn sé enn að bregðast við eins og hann gerði í byrjun lyfjameðferðar,“ segir Sævar Helgi. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu slösuðust sautján manns í fyrra vegna aksturs undir áhrifum löglegrar lyfjaneyslu, fimm slösuðust alvarlega. Árið á undan slösuðust 16 manns, fjórir alvarlega og einn lést. Nefndin hefur sent frá sér tillögur til Samgöngustofu um að láta útbúa nýtt vottorðseyðublað sem ökumenn þurfa að fá frá lækni þegar sótt er um endurnýjun ökuréttinda og einnig útbúa nýjar reglur hvernig framfylgja skuli skilyrðum um andlegt og líkamlegt heilbrigði í reglugerð um ökuskírteini. „Það þarf að vera ákveðin vitundarvakning bæði meðal þjóðarinnar og heilbrigðisstarfsfólks að gæta þess að ef grunsemd er um að heilbrigðisástand fólks sé þess eðlis að mögulega ætti að skila inn ökuskírteini og hvíla akstur í einhvern tíma, að það sé þá skoðað betur,“ segir Sævar Helgi. Fylgjast þurfi betur með eldri einstaklingum. „Til eru dæmi þess að fólk hætti of seint að keyra,“ segir Sævar Helgi. Umferðaröryggi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Dæmi eru um að langtímanotkun lyfja - sem venjulega eru ekki talin skerða aksturhæfni - hafi valdið alvarlegum slysum og jafnvel banaslysum í umferðinni hér á landi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur óskað eftir því að vakin sé athygli lækna á vandamálinu. Síðustu ár hefur Rannsóknarnefnd samgönguslysa fengið til athugunar banaslys þar sem rekja mátti orsakirnar til þess að ökumennirnir höfðu verið á lyfjum sem slævðu getu þeirra til þess að stjórna ökutæki. Þótt yfirleitt sé um að ræða lyf sem þekkt eru að því að valda skertri ökuhæfni hafa einnig borist mál þar sem hinn látni hefur verið með mjög háa blóðþéttni af lyfjum, sem venjulega eru ekki talin skerða aksturshæfni mikið. „Við lögðum það til að landlæknir tæki það til skoðunar að það séu einhver dæmi þess í þjóðfélaginu að einstaklingur eftir langvarandi notkun lyfja séu komnir með skerta getu til að vinna úr lyfjunum og uppsöfnun á umbrotsefnun geti átt sér stað,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Eitrunargildi af venlafaxíni, algengu þunglyndislyfi sem notað er hér á landi, hafa komið upp í tveimur málum hjá nefndinni upp á síðkastið. Í öðru tilvikinu var um að ræða banaslys. Í fyrra fengu 5395 manns þunglyndislyfinu ávísað og hefur notkun þess aukist nokkuð undanfarin ár. Sævar telur að þetta geti átt við um fleiri lyf, séu þau notuð í lengri tíma. Meðal annars geðlyf. „Eftir því sem við eldumst aukast líkurnar á því að við förum að kljást við ýmis heilsufarsvandamál sem að sum hver, bæði vegna lyfjanotkunar og vandamálsins sjálfs, geta skert hæfni okkar til að stjórna ökutæki. Þannig að hækkandi meðalaldur þjóðarinnar getur orðið til þess að þetta vandamál komi betur í ljós,“ segir Sævar Helgi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa óskaði eftir því að Embætti landlæknis myndi vekja athygli lækna á þessu. „Það getur verið mikilvægt að fylgjast með lyfjanotkun eftir langvarandi notkun að sjá hvort líkaminn sé enn að bregðast við eins og hann gerði í byrjun lyfjameðferðar,“ segir Sævar Helgi. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu slösuðust sautján manns í fyrra vegna aksturs undir áhrifum löglegrar lyfjaneyslu, fimm slösuðust alvarlega. Árið á undan slösuðust 16 manns, fjórir alvarlega og einn lést. Nefndin hefur sent frá sér tillögur til Samgöngustofu um að láta útbúa nýtt vottorðseyðublað sem ökumenn þurfa að fá frá lækni þegar sótt er um endurnýjun ökuréttinda og einnig útbúa nýjar reglur hvernig framfylgja skuli skilyrðum um andlegt og líkamlegt heilbrigði í reglugerð um ökuskírteini. „Það þarf að vera ákveðin vitundarvakning bæði meðal þjóðarinnar og heilbrigðisstarfsfólks að gæta þess að ef grunsemd er um að heilbrigðisástand fólks sé þess eðlis að mögulega ætti að skila inn ökuskírteini og hvíla akstur í einhvern tíma, að það sé þá skoðað betur,“ segir Sævar Helgi. Fylgjast þurfi betur með eldri einstaklingum. „Til eru dæmi þess að fólk hætti of seint að keyra,“ segir Sævar Helgi.
Umferðaröryggi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira