Ríkið viðurkennir brot í málum Byko- og Húsasmiðjumanna og greiðir þeim 11 milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2020 09:07 Þrír mannanna sem eiga hlut að máli voru starfsmenn Húsasmiðjunnar. Vísir/vilhelm Íslenska ríkið viðurkennir brot af sinni hálfu í málum sex starfsmanna Húsasmiðjunnar og Byko, ýmist fyrrverandi og núverandi, sem dæmdir voru í Hæstarétti árið 2016 fyrir þátt í ólöglegu verðsamráði fyrirtækjanna. Þetta kemur fram í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í málum mannanna, þar sem sátt milli ríkisins og umræddra starfsmanna er staðfest. Dómarnir voru birtir á vef MDE í morgun og eru allir eins. Mennirnir sem eiga aðild að málunum eru Stefán Árni Einarsson, fyrrum framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, Kenneth Breiðfjörð, fyrrum vörustjóri timbursölu Húsasmiðjunnar, Leifur Örn Gunnarsson, fyrrum verslunarstjóri timbursölu Byko, Stefán Ingi Valsson, fyrrverandi sölustjóri fagsölusviðs Byko, Ragnar Már Amazeen, starfsmaður í timbursölu Byko, og Steingrímur Birkir Björnsson, fyrrum framkvæmdastjóri fagsölusviðs Byko. Mannréttindadómstóllinn kvað upp dóm í máli sjöunda mannsins, Júlíusar Þórs Sigurðssonar, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, í fyrra. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar við meðferð málsins í Hæstarétti. Með sáttinni við ríkið nú, sem barst MDE 18. mars síðastliðinn, viðurkennir ríkið, með vísan til dóms í máli Júlíusar, að réttur mannanna til réttlátrar málsmeðferðar í Hæstarétti hafi verið brotinn á sínum tíma. Þeir fá jafnframt 12 þúsund evrur, tæpar tvær milljónir íslenskra króna, hver í sinn hlut en samþykkja að falla frá frekari kröfum á hendur ríkinu. Í dómi MDE segir að sáttin milli málsaðila sé staðfest. Ánægjulegt sé að sáttin sé byggð á virðingu fyrir mannréttindum og ekki þyki tilefni til að skoða málið frekar af hálfu dómsins. Tólf menn voru upphaflega ákærðir í málinu og ellefu þeirra sýknaðir í héraðsdómi árið 2015. Hæstiréttur sneri svo við dómi héraðsdóms ári síðar og sakfelldi átta af mönnunum fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Þeir voru sakaðir um að hafa átt í verðsamráði til að koma í veg fyrir að Byko, Húsasmiðjan og Úlfurinn ættu í samkeppni. Brotin voru sögð hafa falist í skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna. Dómsmál Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Íslenska ríkið viðurkennir brot af sinni hálfu í málum sex starfsmanna Húsasmiðjunnar og Byko, ýmist fyrrverandi og núverandi, sem dæmdir voru í Hæstarétti árið 2016 fyrir þátt í ólöglegu verðsamráði fyrirtækjanna. Þetta kemur fram í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í málum mannanna, þar sem sátt milli ríkisins og umræddra starfsmanna er staðfest. Dómarnir voru birtir á vef MDE í morgun og eru allir eins. Mennirnir sem eiga aðild að málunum eru Stefán Árni Einarsson, fyrrum framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, Kenneth Breiðfjörð, fyrrum vörustjóri timbursölu Húsasmiðjunnar, Leifur Örn Gunnarsson, fyrrum verslunarstjóri timbursölu Byko, Stefán Ingi Valsson, fyrrverandi sölustjóri fagsölusviðs Byko, Ragnar Már Amazeen, starfsmaður í timbursölu Byko, og Steingrímur Birkir Björnsson, fyrrum framkvæmdastjóri fagsölusviðs Byko. Mannréttindadómstóllinn kvað upp dóm í máli sjöunda mannsins, Júlíusar Þórs Sigurðssonar, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, í fyrra. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar við meðferð málsins í Hæstarétti. Með sáttinni við ríkið nú, sem barst MDE 18. mars síðastliðinn, viðurkennir ríkið, með vísan til dóms í máli Júlíusar, að réttur mannanna til réttlátrar málsmeðferðar í Hæstarétti hafi verið brotinn á sínum tíma. Þeir fá jafnframt 12 þúsund evrur, tæpar tvær milljónir íslenskra króna, hver í sinn hlut en samþykkja að falla frá frekari kröfum á hendur ríkinu. Í dómi MDE segir að sáttin milli málsaðila sé staðfest. Ánægjulegt sé að sáttin sé byggð á virðingu fyrir mannréttindum og ekki þyki tilefni til að skoða málið frekar af hálfu dómsins. Tólf menn voru upphaflega ákærðir í málinu og ellefu þeirra sýknaðir í héraðsdómi árið 2015. Hæstiréttur sneri svo við dómi héraðsdóms ári síðar og sakfelldi átta af mönnunum fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Þeir voru sakaðir um að hafa átt í verðsamráði til að koma í veg fyrir að Byko, Húsasmiðjan og Úlfurinn ættu í samkeppni. Brotin voru sögð hafa falist í skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna.
Dómsmál Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira