Lækkun á mörkuðum gengur til baka að hluta Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2020 09:45 Karlmaður með andlitsgrímu gengur fram hjá styttum fyrir utan banka í Beijing í Kína í morgun. Hröð lækkun á mörkuðum í Asíu stöðvaðist þegar þeir opnuðu í morgun og náðu þeir sér aðeins á strik. AP/Andy Wong Verðbréfamarkaðir í heiminum jöfnuðu sig aðeins á verðfalli sem átti sér stað í gær vegna ótta við efnahagsleg áhrif kórónuveirunnar og hruns á olíuverði þegar þeir opnuðu í morgun. Verðfallið á olíu gekk einnig aðeins til baka. Viðskipti voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur rétt eftir opnun markaða í Bandaríkjunum í gær eftir að hlutabréfaverð féll um 7% og var það í fyrsta skipti sem til slíkrar stöðvunar kom frá því í fjármálahruninu árið 2008. Svipuð lækkun átti sér stað á mörkuðum í Evrópu og Asíu fyrr um daginn. Í kauphöllinni í London hækkaði hlutabréfaverð um 1,8 prósentustig í morgun og í Frankfurt um eitt prósentustig. Aðalhlutabréfavísitala Kína hækkaði um 1,8 prósentustig og í Tókýó um 0,9 stig. Verð á hráolíu, sem hrundi um hátt í 30% í fyrrinótt, hækkaði um 3-5% á mörkuðum, að sögn AP-fréttastofunnar. Ekkert lát er þó á áhrifum kórónuveirunnar sem veldur áhyggjum af því að heimshagkerfið gæti siglt inn í kreppu. Ítölsk stjórnvöld hafa nú sett ferðatakmarkanir á allt landið sem hefur orðið verst fyrir barðinu á veirunni á eftir Kína. Á Írlandi ákváðu yfirvöld að blása af hátíðarhöld í tilefni af degi heilags Patreks sem áttu að fara fram í næstu viku. Í Bandaríkjunum hefur Donald Trump forseti boðað skattalækkanir og aðrar ívilnanir til fyrirtækja til þess að milda efnahagslega höggið af veirunni og aðgerðum til að takmarka útbreiðslu hennar. Markaðir Tengdar fréttir Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 20:12 Fjöldi ríkja setur á samkomubann vegna veirunnar Fjöldi Evrópuríkja ræðir nú um eða hefur sett á samkomubann vegna áframhaldandi útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Markaðir víða um heim voru í frjálsu falli í dag. 9. mars 2020 19:15 Viðskipti stöðvuð rétt eftir opnun markaða vestanhafs Til sjálfvirkrar stöðvunar viðskipta á bandarískum mörkuðum kom í fyrsta skipti frá því í fjármálakreppunni árið 2008. Svartsýni hefur gripið markaði vegna áhrifa kórónuveirunnar á hagkerfi heimsins. 9. mars 2020 14:01 Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Helstu vísitölur í Evrópu og Asíu féllu verulega eftir um það bill fimmtungslækkun á heimsmarkaðsverði olíu í nótt. Hrunið kyndir undir ótta við heimskreppu vegna kórónuveirufaraldursins sem breiðist nú um heiminn. 9. mars 2020 10:52 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Verðbréfamarkaðir í heiminum jöfnuðu sig aðeins á verðfalli sem átti sér stað í gær vegna ótta við efnahagsleg áhrif kórónuveirunnar og hruns á olíuverði þegar þeir opnuðu í morgun. Verðfallið á olíu gekk einnig aðeins til baka. Viðskipti voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur rétt eftir opnun markaða í Bandaríkjunum í gær eftir að hlutabréfaverð féll um 7% og var það í fyrsta skipti sem til slíkrar stöðvunar kom frá því í fjármálahruninu árið 2008. Svipuð lækkun átti sér stað á mörkuðum í Evrópu og Asíu fyrr um daginn. Í kauphöllinni í London hækkaði hlutabréfaverð um 1,8 prósentustig í morgun og í Frankfurt um eitt prósentustig. Aðalhlutabréfavísitala Kína hækkaði um 1,8 prósentustig og í Tókýó um 0,9 stig. Verð á hráolíu, sem hrundi um hátt í 30% í fyrrinótt, hækkaði um 3-5% á mörkuðum, að sögn AP-fréttastofunnar. Ekkert lát er þó á áhrifum kórónuveirunnar sem veldur áhyggjum af því að heimshagkerfið gæti siglt inn í kreppu. Ítölsk stjórnvöld hafa nú sett ferðatakmarkanir á allt landið sem hefur orðið verst fyrir barðinu á veirunni á eftir Kína. Á Írlandi ákváðu yfirvöld að blása af hátíðarhöld í tilefni af degi heilags Patreks sem áttu að fara fram í næstu viku. Í Bandaríkjunum hefur Donald Trump forseti boðað skattalækkanir og aðrar ívilnanir til fyrirtækja til þess að milda efnahagslega höggið af veirunni og aðgerðum til að takmarka útbreiðslu hennar.
Markaðir Tengdar fréttir Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 20:12 Fjöldi ríkja setur á samkomubann vegna veirunnar Fjöldi Evrópuríkja ræðir nú um eða hefur sett á samkomubann vegna áframhaldandi útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Markaðir víða um heim voru í frjálsu falli í dag. 9. mars 2020 19:15 Viðskipti stöðvuð rétt eftir opnun markaða vestanhafs Til sjálfvirkrar stöðvunar viðskipta á bandarískum mörkuðum kom í fyrsta skipti frá því í fjármálakreppunni árið 2008. Svartsýni hefur gripið markaði vegna áhrifa kórónuveirunnar á hagkerfi heimsins. 9. mars 2020 14:01 Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Helstu vísitölur í Evrópu og Asíu féllu verulega eftir um það bill fimmtungslækkun á heimsmarkaðsverði olíu í nótt. Hrunið kyndir undir ótta við heimskreppu vegna kórónuveirufaraldursins sem breiðist nú um heiminn. 9. mars 2020 10:52 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 20:12
Fjöldi ríkja setur á samkomubann vegna veirunnar Fjöldi Evrópuríkja ræðir nú um eða hefur sett á samkomubann vegna áframhaldandi útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Markaðir víða um heim voru í frjálsu falli í dag. 9. mars 2020 19:15
Viðskipti stöðvuð rétt eftir opnun markaða vestanhafs Til sjálfvirkrar stöðvunar viðskipta á bandarískum mörkuðum kom í fyrsta skipti frá því í fjármálakreppunni árið 2008. Svartsýni hefur gripið markaði vegna áhrifa kórónuveirunnar á hagkerfi heimsins. 9. mars 2020 14:01
Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Helstu vísitölur í Evrópu og Asíu féllu verulega eftir um það bill fimmtungslækkun á heimsmarkaðsverði olíu í nótt. Hrunið kyndir undir ótta við heimskreppu vegna kórónuveirufaraldursins sem breiðist nú um heiminn. 9. mars 2020 10:52