Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. mars 2020 20:03 Frá sóttkví Íslendinganna í Víetnam. Þóra Valný Yngvadóttir Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist. Hún lýsir skítugum og fátæklegum vistarverum, fábrotnum mat og kæfandi hita. Þetta kom fram í máli Þóru í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 í dag. Greint var frá því í gær að fjórir Íslendingar sættu nú sóttkví í Víetnam. Erlendir fjölmiðlar greindu jafnframt nokkrir frá því að Íslendingur hefði smitast af kórónuveirunni í Víetnam en það reyndist ekki rétt. Gaddavírsgirðingar auka á innilokunarkenndina Þóra Valný lýsir því í Síðdegisútvarpinu að hún hafi haldið í „draumafríið“ til Víetnam ásamt unnusta sínum og vinapari fyrir tíu dögum. Hún segir að ferðin hafi verið hálfgerð „forbrúðkaupsferð“ fyrir sig og unnustann en þau hyggjast gifta sig í sumar. Pörin tvö héldu út á vegum víetnamskrar ferðaskrifstofu og undu sér afar vel en í gær snerist ferðin upp í martröð, að sögn Þóru. „Þetta er ekki það sem að var stefnt. Svo sannarlega ekki. Við erum hérna á herstöð í hersjúkrahúsi „slash“ herfangelsi, allavega eru rimlar fyrir öllum gluggum. Svæðið er allt múrað inn með múrveggjum, gaddavírsgirðingum sem eykur aðeins á innilokunarkenndina.“ Þóra segir síðustu daga hafa verið frábært ævintýri. Til hafi staðið að dvelja á eyju í nokkra daga og þangað var stefnan tekin þegar þau voru skikkuð í sóttkví. Þau hafi raunar verið fyrst á staðinn en nú dvelji þar hátt í þrjátíu manns. „Og það var þremur og hálfum tíma áður en við áttum að fara í loftið að hringt var í fararstjórann sem var með okkur í skoðunarferð. Hann sagði fyrst að þetta væri bara heilsutékk sem við þyrftum að fara í, og við vorum enn vongóð um að ná þessu flugi. […] Svo fórum við nú að grínast með það þegar við komum á herstöðina og sáum vegginn og gaddavírsgirðinguna að héðan kæmumst við nú aldrei,“ segir Þóra. Viðbúnaður vegna kórónuveirunnar í Hanoi, höfuðborg VíetnamVísir/getty Vatnslaus klósett og sápuskortur Þóra segir að síðar hafi þó komið í ljós að kórónuveirusmit hafi komið upp um borð í skipi á Hanoi-flóa, sem þau fjórmenningarnir hafi siglt á nokkrum dögum fyrr. Hún ber sóttkvínni ekki vel söguna og segir ljóst að þeir sem standi að henni hafi ekki verið tilbúnir til að taka á móti fólki. „Baðherbergin eru mjög óásjáleg og varla hrein. Hér er meira og minna búið að vera vatnslaust, klósettin meira og minna virka ekki. Það hefur ekki verið handsápa fyrr en einn af gestunum hérna gaf mér handsápu í dag, sem er nú talin forsenda þess að fólk hafi í sóttkví,“ segir Þóra. „Svo er sóttkvíin alveg úti í hött. Þeir gengu um í dag og voru að mæla hitann en réttu öllum sama pennann til að skrifa. Svo er hitinn algjörlega óbærilegur fyrir svona litla Íslendinga, það er 36 og 38 stiga hiti og við erum algjörlega að soðna. Svo erum við moskítóétin algjörlega í spað á hverju kvöldi og allan guðslangan daginn.“ Fagnaðarlæti þegar klósettpappírinn kom Þá lýsir Þóra fábrotnum mat sem borinn er á borð fyrir þau. Um sé að ræða svokallað „anti-keto“-mataræði. „Við fáum bara kolvetni og sykur. Sjötíu prósent af matnum eru hvít hrísgrjón og sojasósa. Þannig að við hugsum það að við munum pottþétt veikjast á einhvern hátt hérna inni, hvernig sem það verður.“ Þóra og samferðafólk hennar hafa verið í sambandi við utanríkisráðuneytið og ræðismann Íslands í borginni Ho Chi Minh (áður Saigon). Þóra segir þann síðarnefnda hafa sent þeim handklæði og ferðaskrifstofan sendi þeim einnig klósettpappír, við mikil fagnaðarlæti. „Við getum nánast farið að selja hann á svörtum markaði,“ segir Þóra. Þá reyni þau að takast á við ástandið með skopskynið að vopni en vona þó innilega að þeim verði að endingu komið á hótel. Þau sjái ekki fyrir sér að þrauka í fangelsinu í fjórtán daga. „Inn á milli hrynjum við algjörlega og trúum ekki þessum aðstæðum sem við erum komin í. Það er eitt að fara í sóttkví en það er annað að vera hreinlega settur í fangelsi. Við erum algjörlega frelsissvipt, þannig.“ Viðtalið við Þóru má hlusta á í heild í Síðdegisútvarpi Rásar 2. Wuhan-veiran Víetnam Tengdar fréttir Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28 Sex tilfelli kórónuveirunnar bætast við Heildarfjöldi smitaðra á Íslandi er nú orðinn 76. 10. mars 2020 18:12 Óánægja með takmarkanir á kvennadeildum: „Það er ekkert plan B“ Hvorki makar né aðstandendur fá að fylgja konum í sónar og aðeins maki fær að vera viðstaddur fæðingu. Þessi tíðindi hafa lagst illa í marga en yfirlæknir fæðingaþjónustu segir takmarkanirnar nauðsynlegar. 10. mars 2020 16:55 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist. Hún lýsir skítugum og fátæklegum vistarverum, fábrotnum mat og kæfandi hita. Þetta kom fram í máli Þóru í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 í dag. Greint var frá því í gær að fjórir Íslendingar sættu nú sóttkví í Víetnam. Erlendir fjölmiðlar greindu jafnframt nokkrir frá því að Íslendingur hefði smitast af kórónuveirunni í Víetnam en það reyndist ekki rétt. Gaddavírsgirðingar auka á innilokunarkenndina Þóra Valný lýsir því í Síðdegisútvarpinu að hún hafi haldið í „draumafríið“ til Víetnam ásamt unnusta sínum og vinapari fyrir tíu dögum. Hún segir að ferðin hafi verið hálfgerð „forbrúðkaupsferð“ fyrir sig og unnustann en þau hyggjast gifta sig í sumar. Pörin tvö héldu út á vegum víetnamskrar ferðaskrifstofu og undu sér afar vel en í gær snerist ferðin upp í martröð, að sögn Þóru. „Þetta er ekki það sem að var stefnt. Svo sannarlega ekki. Við erum hérna á herstöð í hersjúkrahúsi „slash“ herfangelsi, allavega eru rimlar fyrir öllum gluggum. Svæðið er allt múrað inn með múrveggjum, gaddavírsgirðingum sem eykur aðeins á innilokunarkenndina.“ Þóra segir síðustu daga hafa verið frábært ævintýri. Til hafi staðið að dvelja á eyju í nokkra daga og þangað var stefnan tekin þegar þau voru skikkuð í sóttkví. Þau hafi raunar verið fyrst á staðinn en nú dvelji þar hátt í þrjátíu manns. „Og það var þremur og hálfum tíma áður en við áttum að fara í loftið að hringt var í fararstjórann sem var með okkur í skoðunarferð. Hann sagði fyrst að þetta væri bara heilsutékk sem við þyrftum að fara í, og við vorum enn vongóð um að ná þessu flugi. […] Svo fórum við nú að grínast með það þegar við komum á herstöðina og sáum vegginn og gaddavírsgirðinguna að héðan kæmumst við nú aldrei,“ segir Þóra. Viðbúnaður vegna kórónuveirunnar í Hanoi, höfuðborg VíetnamVísir/getty Vatnslaus klósett og sápuskortur Þóra segir að síðar hafi þó komið í ljós að kórónuveirusmit hafi komið upp um borð í skipi á Hanoi-flóa, sem þau fjórmenningarnir hafi siglt á nokkrum dögum fyrr. Hún ber sóttkvínni ekki vel söguna og segir ljóst að þeir sem standi að henni hafi ekki verið tilbúnir til að taka á móti fólki. „Baðherbergin eru mjög óásjáleg og varla hrein. Hér er meira og minna búið að vera vatnslaust, klósettin meira og minna virka ekki. Það hefur ekki verið handsápa fyrr en einn af gestunum hérna gaf mér handsápu í dag, sem er nú talin forsenda þess að fólk hafi í sóttkví,“ segir Þóra. „Svo er sóttkvíin alveg úti í hött. Þeir gengu um í dag og voru að mæla hitann en réttu öllum sama pennann til að skrifa. Svo er hitinn algjörlega óbærilegur fyrir svona litla Íslendinga, það er 36 og 38 stiga hiti og við erum algjörlega að soðna. Svo erum við moskítóétin algjörlega í spað á hverju kvöldi og allan guðslangan daginn.“ Fagnaðarlæti þegar klósettpappírinn kom Þá lýsir Þóra fábrotnum mat sem borinn er á borð fyrir þau. Um sé að ræða svokallað „anti-keto“-mataræði. „Við fáum bara kolvetni og sykur. Sjötíu prósent af matnum eru hvít hrísgrjón og sojasósa. Þannig að við hugsum það að við munum pottþétt veikjast á einhvern hátt hérna inni, hvernig sem það verður.“ Þóra og samferðafólk hennar hafa verið í sambandi við utanríkisráðuneytið og ræðismann Íslands í borginni Ho Chi Minh (áður Saigon). Þóra segir þann síðarnefnda hafa sent þeim handklæði og ferðaskrifstofan sendi þeim einnig klósettpappír, við mikil fagnaðarlæti. „Við getum nánast farið að selja hann á svörtum markaði,“ segir Þóra. Þá reyni þau að takast á við ástandið með skopskynið að vopni en vona þó innilega að þeim verði að endingu komið á hótel. Þau sjái ekki fyrir sér að þrauka í fangelsinu í fjórtán daga. „Inn á milli hrynjum við algjörlega og trúum ekki þessum aðstæðum sem við erum komin í. Það er eitt að fara í sóttkví en það er annað að vera hreinlega settur í fangelsi. Við erum algjörlega frelsissvipt, þannig.“ Viðtalið við Þóru má hlusta á í heild í Síðdegisútvarpi Rásar 2.
Wuhan-veiran Víetnam Tengdar fréttir Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28 Sex tilfelli kórónuveirunnar bætast við Heildarfjöldi smitaðra á Íslandi er nú orðinn 76. 10. mars 2020 18:12 Óánægja með takmarkanir á kvennadeildum: „Það er ekkert plan B“ Hvorki makar né aðstandendur fá að fylgja konum í sónar og aðeins maki fær að vera viðstaddur fæðingu. Þessi tíðindi hafa lagst illa í marga en yfirlæknir fæðingaþjónustu segir takmarkanirnar nauðsynlegar. 10. mars 2020 16:55 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28
Sex tilfelli kórónuveirunnar bætast við Heildarfjöldi smitaðra á Íslandi er nú orðinn 76. 10. mars 2020 18:12
Óánægja með takmarkanir á kvennadeildum: „Það er ekkert plan B“ Hvorki makar né aðstandendur fá að fylgja konum í sónar og aðeins maki fær að vera viðstaddur fæðingu. Þessi tíðindi hafa lagst illa í marga en yfirlæknir fæðingaþjónustu segir takmarkanirnar nauðsynlegar. 10. mars 2020 16:55