Lífið

Íslenskir karlmenn fá falleinkunn eftir röð lélegra stefnumóta

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fimm stefnumót sem fóru ekki nægilega vel.
Fimm stefnumót sem fóru ekki nægilega vel.

Erlend kona segir farir sínar ekki sléttar eftir nokkur stefnumót hér á landi. Hún segist hafa farið á fimm stefnumót í Reykjavík eftir að hafa kynnst karlmönnum á Tinder. Hún var ekki parsátt með þá upplifun.

Konan deilir reynslu sinni af stefnumótum í íslensku höfuðborginni á YouTube.

Hún segist t.d. ekki hafa verið sátt við það að þurfa greiða sjálf fyrir aðgang að sundlaug í Reykjavík. Konan birtir samskipti sín við íslenska karlmenn í myndbandinu og þar útskýrir einn þeirra að þarna hafi verið ákveðin menningarmunur.

Íslenskar konur séu sterkar og sjálfstæðar og því hafi hann ekki tekið upp á því að bjóðast til að borga fyrir sundferðina.

Myndbandið stendur yfir í rúmlega 28 mínútur og fá íslenskri karlmenn hreinlega að heyra það frá konunni.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.