Undirbýr kvörtun til Persónuverndar vegna færslu Heitirpottar.is Andri Eysteinsson skrifar 24. maí 2020 15:09 Ein myndanna sem birtist í færslu Heitirpottar.is. Persónugreinanlegar upplýsingar hafa verið afmáðar af myndinni. Færslunni hefur nú verið eytt. Skjáskot Tómas Kristjánsson, lögfræðingur og eigandi fyrirtækisins Lögréttu, telur að heitirpottar.is, sem rekið er af Kristjáni Berg Ásgeirssyni, sem betur er þekktur sem Fiskikóngurinn, brotið persónuverndarlög þegar myndir sem innihéldu persónuupplýsingar viðskiptavina voru birtar á Facebook-síðu fyrirtækisins. Hann gerir ráð fyrir að skila kvörtun til Persónuverndar vegna málsins á morgun. Í gær birtust á Facebook-síðu fyrirtækisins myndir af skjölum til staðfestingar á seldum pottum. Á skjölunum má glögglega sjá nöfn kaupenda, símanúmer og í sumum tilfellum heimilisföng. Þá kemur fram hvers lags pottur var keyptur og hvenær fyrirhugað er að hann verði sóttur. Tómas telur að í þessu tilfelli ekki sé hægt að skýla sér á bak við ungan aldur núverandi persónuverndarlaga. Samsvarandi ákvæði um mál af sama meiði hafi verið að finna í eldri löggjöf.MYND/AÐSEND „Þessi birting eins og hún er þarna, þetta telst vera vinnsla persónuupplýsinga samkvæmt persónuverndarlögum,“ segir Tómas og vísar sérstaklega til 8. greinar laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, þar sem meginreglur um vinnslu persónuupplýsinga er að finna. Tómas bendir jafnframt á að ákvæðið sem vísað er til sé ekki nýtilkomið. Þannig geti menn ekki „skýlt sér á bak við það“ að Alþingi hafi samþykkt nýja persónuverndarlöggjöf í júní 2018. Hann segir sambærilegt ákvæði hafa verið í fyrri persónuverndarlögum frá árinu 2000. Tómas segist hafa verið í sambandi við nokkra þeirra viðskiptavini sem nafngreindir voru í færslunni. Þeir séu flestir óánægðir með uppátækið. Þá geri hann ráð fyrir því að vera kominn með umboð til að ganga frá formlegri kvörtun til Persónuverndar á morgun. Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Heitirpottar.is, sagði í samtali við Vísi að engar kvartanir hefðu borist vegna málsins og að um mistök hafi verið að ræða. Um leið og hann hafi áttað sig á hvernig var í pottinn búið hafi færslan verið fjarlægð. „Ég vil lítið vera að tjá mig um þetta en það var engin ætlun hjá okkur að fara að birta einhverjar upplýsingar,“ sagði Kristján. Kristján, einnig þekktur sem Fiskikóngurinn, segir að upplýsingarnar hafi verið birtar fyrir mistök.Stöð 2 Persónuvernd Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Tómas Kristjánsson, lögfræðingur og eigandi fyrirtækisins Lögréttu, telur að heitirpottar.is, sem rekið er af Kristjáni Berg Ásgeirssyni, sem betur er þekktur sem Fiskikóngurinn, brotið persónuverndarlög þegar myndir sem innihéldu persónuupplýsingar viðskiptavina voru birtar á Facebook-síðu fyrirtækisins. Hann gerir ráð fyrir að skila kvörtun til Persónuverndar vegna málsins á morgun. Í gær birtust á Facebook-síðu fyrirtækisins myndir af skjölum til staðfestingar á seldum pottum. Á skjölunum má glögglega sjá nöfn kaupenda, símanúmer og í sumum tilfellum heimilisföng. Þá kemur fram hvers lags pottur var keyptur og hvenær fyrirhugað er að hann verði sóttur. Tómas telur að í þessu tilfelli ekki sé hægt að skýla sér á bak við ungan aldur núverandi persónuverndarlaga. Samsvarandi ákvæði um mál af sama meiði hafi verið að finna í eldri löggjöf.MYND/AÐSEND „Þessi birting eins og hún er þarna, þetta telst vera vinnsla persónuupplýsinga samkvæmt persónuverndarlögum,“ segir Tómas og vísar sérstaklega til 8. greinar laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, þar sem meginreglur um vinnslu persónuupplýsinga er að finna. Tómas bendir jafnframt á að ákvæðið sem vísað er til sé ekki nýtilkomið. Þannig geti menn ekki „skýlt sér á bak við það“ að Alþingi hafi samþykkt nýja persónuverndarlöggjöf í júní 2018. Hann segir sambærilegt ákvæði hafa verið í fyrri persónuverndarlögum frá árinu 2000. Tómas segist hafa verið í sambandi við nokkra þeirra viðskiptavini sem nafngreindir voru í færslunni. Þeir séu flestir óánægðir með uppátækið. Þá geri hann ráð fyrir því að vera kominn með umboð til að ganga frá formlegri kvörtun til Persónuverndar á morgun. Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Heitirpottar.is, sagði í samtali við Vísi að engar kvartanir hefðu borist vegna málsins og að um mistök hafi verið að ræða. Um leið og hann hafi áttað sig á hvernig var í pottinn búið hafi færslan verið fjarlægð. „Ég vil lítið vera að tjá mig um þetta en það var engin ætlun hjá okkur að fara að birta einhverjar upplýsingar,“ sagði Kristján. Kristján, einnig þekktur sem Fiskikóngurinn, segir að upplýsingarnar hafi verið birtar fyrir mistök.Stöð 2
Persónuvernd Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira