109 einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19 á Íslandi. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi nú rétt í þessu.
Þórólfur sagði að tæplega þúsund sýni hefðu nú verið rannsökuð með tilliti til veirunnar.
Langflestir þeirra sem hafa greinst með veiruna hafa verið að koma frá skíðasvæðum í Ölpunum en þá er auk þess um að ræða einstaklinga sem hafa verið að koma frá Bandaríkjunum. Þá eru innlend smit um 24 talsins. Um 900 einstaklingar eru í sóttkví.
„Það er greinilegt að þessi veira er enn þá í vexti, sérstaklega með einstaklingum sem eru að koma inn til landsins,“ sagði Þórólfur.
Þá kom einnig fram í máli hans að tveir sjúklingar liggja inni á Landspítalanum vegna Covid-19 veikinda. Smitsjúkdómalæknar fylgjast grannt með líðan þeirra.
Fréttin hefur verið uppfærð.