13 dagar í Rúmeníuleikinn: Óvenjuleg og viðburðarík vika á Laugardalsvelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2020 10:00 Það lítur nú út að Laugardalsvöllurinn verði grænn í mars en það verður alltaf ólíklegra og ólíklegra að umspilsleikurinn við Rúmeníu fari fram þá. Getty/Oliver Hardt Vikan 4. mars til 10. mars var mjög viðburðarík á Laugardalsvellinum þótt að snjór væri yfir öllu og vetrarkuldinn héldi öllum venjulegum grasvöllum í dvala. Nú er hægt að sjá hvernig allt gekk fyrir sig. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. Þrátt fyrir að líkurnar minnki og minnki að umspilsleikur Íslands og Rúmeníu fari fram 26. mars næstkomandi þá hafa starfsmenn Laugardalsvallar sinnt sinni vinnu að alúð og hafa með hjálpa góðra manna séð til þess að það verður hægt að spila á grasvelli á Íslandi í marsmánuði. Knattspyrnusamband Íslands hefur varðveitt vel söguna á bak við undirbúning leikvallarins fyrir þennan mikilvæga leik. View this post on Instagram Last few days A post shared by Laugardalsvöllur (@laugardalsvollur) on Mar 10, 2020 at 1:44pm PDT Meðal annars hefur Knattspyrnusambandið sett saman á Youtube síðu sinni myndband í réttri tímaröð þar sem er fylgst með öllu því sem hefur gerst á Laugardalsvellinum síðustu vikuna. Myndbandið hefst miðvikudaginn 4. mars og þar geta áhugasamir séð allt sem gerðist á vellinum til þriðjudagsins 10. mars en að sjálfsögðu allt á miklum hraða. Það er samt sem áður áhugavert að fylgjast með því hvernig allur snjórinn var færðu af vellinum og svo í framhaldinu þegar hitadúkurinn er settur upp. Það má sjá þetta athyglisverða myndband hér fyrir neðan. watch on YouTube Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira
Vikan 4. mars til 10. mars var mjög viðburðarík á Laugardalsvellinum þótt að snjór væri yfir öllu og vetrarkuldinn héldi öllum venjulegum grasvöllum í dvala. Nú er hægt að sjá hvernig allt gekk fyrir sig. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. Þrátt fyrir að líkurnar minnki og minnki að umspilsleikur Íslands og Rúmeníu fari fram 26. mars næstkomandi þá hafa starfsmenn Laugardalsvallar sinnt sinni vinnu að alúð og hafa með hjálpa góðra manna séð til þess að það verður hægt að spila á grasvelli á Íslandi í marsmánuði. Knattspyrnusamband Íslands hefur varðveitt vel söguna á bak við undirbúning leikvallarins fyrir þennan mikilvæga leik. View this post on Instagram Last few days A post shared by Laugardalsvöllur (@laugardalsvollur) on Mar 10, 2020 at 1:44pm PDT Meðal annars hefur Knattspyrnusambandið sett saman á Youtube síðu sinni myndband í réttri tímaröð þar sem er fylgst með öllu því sem hefur gerst á Laugardalsvellinum síðustu vikuna. Myndbandið hefst miðvikudaginn 4. mars og þar geta áhugasamir séð allt sem gerðist á vellinum til þriðjudagsins 10. mars en að sjálfsögðu allt á miklum hraða. Það er samt sem áður áhugavert að fylgjast með því hvernig allur snjórinn var færðu af vellinum og svo í framhaldinu þegar hitadúkurinn er settur upp. Það má sjá þetta athyglisverða myndband hér fyrir neðan. watch on YouTube Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira