Áratugurinn gerður upp: Yfirburðir Red Bull og Mercedes Bragi Þórðarson skrifar 1. janúar 2020 13:00 Hamilton tryggði sér sinn sjötta titil árið 2019. Nú eru liðin 11 ár frá fyrsta titli Bretans til síðasta. Getty Nú þegar áratugurinn er liðinn undir lok lítum við til baka og förum yfir síðustu 10 árin í Formúlu 1. Í byrjun áratugsins missti Formúlan þrjá stóra bílaframleiðendur; BMW, Toyota og Honda. Auk þess minnkaði Renault liðið þátttöku sína umtalsvert áður en liðið breyttist í Lotus. Árið 2016 mætti Renault svo aftur til leiks. Í stað þessara stóru bílaframleiðenda komu smærri lið eins og HRT, Lotus/Caterham og Virgin/Marussia/Manor. Það muna kannski ekki margir eftir þessum liðum og það er ekki af ástæðulausu. Nýjar reglur áttu að sjá til þess að brúa bilið milli efstu og neðstu liða en það varð aldrei raunin. Þessi þrjú nýju lið entust ekki lengi og árið 2016 voru þau öll horfin úr Formúlu 1. Aðeins eitt nýtt lið kom inn í Formúluna á þessum áratug. Bandaríska Haas liðið kom inn árið 2016 og hefur staðið sig með prýði síðan. Öll hin nýju liðin sem byrjuðu tímabilið 2010 eru enn að, þó nokkur hafa skipt um nöfn. Red Bull og Mercedes hafa unnið alla titla áratugsinsGetty Miklir yfirburðir þegar horft er til bakaÁratugurinn hefur aðalega einkennst af miklum yfirburðum þriggja liða; Red Bull, Ferrari og Mercedes. Þá aðalega Red Bull, sem unnu titil bílasmiða frá 2010 til 2013 og svo tók Mercedes við árið 2014 og hefur unnið öll ár síðan. Þrátt fyrir þessa yfirburði hefur áratugurinn boðið upp á margar frábærar keppnir. Þar má helst nefna Kanada kappaksturinn frá 2011, þegar Jenson Button vann þrátt fyrir að hafa farið inn á þjónustusvæðið sjö sinnum. Brasilíski kappaksturinn frá 2012 var magnaður. Þá tryggði Sebastian Vettel sér sinn þriðja titil eftir að hafa lent í árekstri strax á fyrsta hring og fallið niður í síðasta sæti. Þegar talað er um frábærar keppnir er erfitt að nefna ekki þýska kappaksturinn frá því í sumar. Rigningin á Hockenheim brautinni gerði það að verkum að hver ökumaður á eftir öðrum gerði mistök en að lokum vann Max Verstappen. Þýski kappaksturinn í ár fer í sögubækurnar fyrir að vera ein skemmtilegasta keppnin í Formúlu 1.Getty Vettel og Hamilton í sérflokkiÞegar kemur að ökumönnum eru það Sebastian Vettel og Lewis Hamilton sem hafa verið í algjörum sérflokki síðustu tíu árin. Fyrst var það Þjóðverjinn sem vann fjóra titla í röð með Red Bull og svo tók Bretinn við. Mercedes liðið var alls ráðandi þegar að nýju turbo-hybrid vélarnar voru kynntar til leiks árið 2014. Hamilton hefur unnið fimm titla með liðinu en Nico Rosberg vann árið 2016, og er því eini ökuþórinn fyrir utan Sebastian og Lewis til að hafa unnið titil á áratugnum. Flestir spá því að árið 2020 verði eitt það jafnasta í sportinu í mörg ár. Red Bull, Ferrari og Mercedes verða öll að berjast um titilinn. Árið 2021 koma stærstu reglubreytingar í sögu íþróttarinnar. Það má því búast við miklum sviftingum á komandi árum og áratugum í Formúlu 1. Formúla Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Nú þegar áratugurinn er liðinn undir lok lítum við til baka og förum yfir síðustu 10 árin í Formúlu 1. Í byrjun áratugsins missti Formúlan þrjá stóra bílaframleiðendur; BMW, Toyota og Honda. Auk þess minnkaði Renault liðið þátttöku sína umtalsvert áður en liðið breyttist í Lotus. Árið 2016 mætti Renault svo aftur til leiks. Í stað þessara stóru bílaframleiðenda komu smærri lið eins og HRT, Lotus/Caterham og Virgin/Marussia/Manor. Það muna kannski ekki margir eftir þessum liðum og það er ekki af ástæðulausu. Nýjar reglur áttu að sjá til þess að brúa bilið milli efstu og neðstu liða en það varð aldrei raunin. Þessi þrjú nýju lið entust ekki lengi og árið 2016 voru þau öll horfin úr Formúlu 1. Aðeins eitt nýtt lið kom inn í Formúluna á þessum áratug. Bandaríska Haas liðið kom inn árið 2016 og hefur staðið sig með prýði síðan. Öll hin nýju liðin sem byrjuðu tímabilið 2010 eru enn að, þó nokkur hafa skipt um nöfn. Red Bull og Mercedes hafa unnið alla titla áratugsinsGetty Miklir yfirburðir þegar horft er til bakaÁratugurinn hefur aðalega einkennst af miklum yfirburðum þriggja liða; Red Bull, Ferrari og Mercedes. Þá aðalega Red Bull, sem unnu titil bílasmiða frá 2010 til 2013 og svo tók Mercedes við árið 2014 og hefur unnið öll ár síðan. Þrátt fyrir þessa yfirburði hefur áratugurinn boðið upp á margar frábærar keppnir. Þar má helst nefna Kanada kappaksturinn frá 2011, þegar Jenson Button vann þrátt fyrir að hafa farið inn á þjónustusvæðið sjö sinnum. Brasilíski kappaksturinn frá 2012 var magnaður. Þá tryggði Sebastian Vettel sér sinn þriðja titil eftir að hafa lent í árekstri strax á fyrsta hring og fallið niður í síðasta sæti. Þegar talað er um frábærar keppnir er erfitt að nefna ekki þýska kappaksturinn frá því í sumar. Rigningin á Hockenheim brautinni gerði það að verkum að hver ökumaður á eftir öðrum gerði mistök en að lokum vann Max Verstappen. Þýski kappaksturinn í ár fer í sögubækurnar fyrir að vera ein skemmtilegasta keppnin í Formúlu 1.Getty Vettel og Hamilton í sérflokkiÞegar kemur að ökumönnum eru það Sebastian Vettel og Lewis Hamilton sem hafa verið í algjörum sérflokki síðustu tíu árin. Fyrst var það Þjóðverjinn sem vann fjóra titla í röð með Red Bull og svo tók Bretinn við. Mercedes liðið var alls ráðandi þegar að nýju turbo-hybrid vélarnar voru kynntar til leiks árið 2014. Hamilton hefur unnið fimm titla með liðinu en Nico Rosberg vann árið 2016, og er því eini ökuþórinn fyrir utan Sebastian og Lewis til að hafa unnið titil á áratugnum. Flestir spá því að árið 2020 verði eitt það jafnasta í sportinu í mörg ár. Red Bull, Ferrari og Mercedes verða öll að berjast um titilinn. Árið 2021 koma stærstu reglubreytingar í sögu íþróttarinnar. Það má því búast við miklum sviftingum á komandi árum og áratugum í Formúlu 1.
Formúla Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira