Milljónirnar öruggari hjá mömmu en í bankanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. maí 2020 07:30 Hjónin, sem sjást hér snúa baki í ljósmyndara, voru mætt í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Í bakgrunni sjást Saga Ýrr Jónsdóttir og Orri Sigurðsson, verjendur hjónanna. Vísir/vilhelm Sonur pólskra hjóna sem ákærð eru fyrir peningaþvætti fullyrðir að tæpar þrjár milljónir króna, sem haldlagðar voru við húsleit á heimili foreldra hans árið 2017, séu sparifé í hans eigu, sem hann hafi talið öruggara í vörslu móður sinnar en inni á bankareikningi. Ákæruvaldið telur hins vegar að hjónin hafi aflað umrædds reiðufjár, sem og tuga milljóna til viðbótar, með saknæmum hætti. Sjálf halda hjónin því fram að milljónirnar séu vinningar úr spilakössum. Þetta kom fram við aðalmeðferð málsins gegn hjónunum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Hjónin eru ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa á tímabilinu janúar 2013 til desember 2017 tekið við, nýtt, umbreytt eða aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum upp á rúmlega 60 milljónir króna. Hjónin neituðu sök við þingfestingu málsins í lok september og gerðu slíkt hið sama fyrir dómi í gær. Meðal þeirra útgjalda hjónanna sem héraðssaksóknari telur að eigi sér ekki trúverðugar skýringar eru 33,4 milljóna króna úttektir í spilakössum og kaup eiginkonunnar á nýjum Hyundai Tucson hjá BL að andvirði 4,3 milljóna króna, sem hún greiddi fyrir með reiðufé. Bíllinn hefur verið kyrrsettur og er hann á meðal þess sem héraðssaksóknari fer fram á að verði gert upptækt. Sagðist ekki vita að vinningarnir væru framtalsskyldir Hjónin voru bæði mætt til skýrslutöku í héraðsdómi í gærmorgun ásamt skipuðum verjendum sínum. Þá nutu þau aðstoðar túlks, sem þýddi spurningar dómara og verjenda jafnóðum, sem og vitnisburð hjónanna. Maðurinn gaf fyrstur skýrslu fyrir dómi. Hann neitaði sök og hélt sig við þá skýringu sem hann hafði áður gefið; að hann hefði unnið umræddar fjárhæðir í spilakössum. Maðurinn kvaðst hafa starfað að hluta við uppskipun og einnig hjá Íslandspósti árin 2013-2017. Hann hefði eitthvað verið á atvinnuleysisbótum en mundi ekki hversu mikið. Launatekjur mannsins á þessum árum voru um 14 milljónir, samkvæmt framlögðum gögnum. Ásmunda Baldursdóttir aðstoðarsaksóknari spurði svo ítarlega út í bankareikninga mannsins. Hann útskýrði til dæmis að innborganir á reikninginn, samtals að upphæð 24 milljónir króna, væru vinningar úr spilakössum. Inntur eftir því hversu mikið hann hefði spilað í kössunum sagðist hann stundum hafa spilað eitthvað á viku, stundum ekkert og stundum bara verið að fylgjast með. Maðurinn kvaðst jafnframt aldrei hafa heyrt af því að ætti að telja vinningana fram á skattframtali þegar hann var inntur eftir því af hverju vinningarnir hefðu ekki verið framtaldir. „Ég er að heyra þetta í fyrsta skipti.” Þá kannaðist hann við að hafa tekið um 33 milljónir króna út af debetkortareikningi. Sparsöm eiginkona og sonurinn einnig Kaupsamningur að húsi í Breiðholti, sem þau hjónin keyptu á tímabilinu, kvað á um að greiða ætti þrjár milljónir með millifærslu við kaupin, samkvæmt gögnum frá sækjanda. Maðurinn kvað þessa peninga hafa komið af launum þeirra hjóna. „Konan mín er mjög sparsöm,“ sagði hann. Þá mundi hann ekki af hverju tæpar fjórar milljónir í erlendum millifærslum árin 2015 og 2016 voru lagðar inn á reikninginn. Rúmar þrjár milljónir í úttektir úr pólskum hraðbönkum útskýrði hann einfaldlega sem úttektir erlendis. Hann tæki ekki með sér peninga til Póllands heldur kort. Við húsleit á heimili hjónanna voru haldlagðir fjármunir, þar á meðal tæpar þrjár milljónir króna, 1200 evrur og einnig nokkrir dollarar. „Hvað, fimm eða tíu?“ spurði maðurinn sækjandann. Umræddir dollarar reyndust raunar ekki mikið fleiri, eða tólf. Maðurinn skýrði svo tilvist peninganna: „Þetta eru peningar sonarins sem hann var að leggja fyrir.“ Hann sagði soninn hafa látið móður sína, ákærðu, hafa peninginn til geymslu og þess vegna hefði féð verið í hjónaherberginu á heimilinu. „Ert þú eitthvað óvenjulega heppinn?“ Þá var maðurinn beðinn um að útskýra nánar umræddan 60 milljóna mismun á tekjum og gjöldum. „Ég hafði aldrei hugmynd um það,“ svaraði maðurinn. „Ég taldi ekki peningana. Það hefur alltaf verið til fyrir öllu en aldrei þannig að það hafi verið til fullt af peningum á heimilinu. Ég er að heyra svona fjárhæð í fyrsta skipti.“ Saga Ýrr Jónsdóttir, verjandi mannsins, spurði hann því næst hvaðan fjármunirnir sem um ræðir hefðu komið. Úr spilakössum, var svarið eftir sem áður. Maðurinn kvaðst aldrei hafa talið hversu mikið hann setti í kassana eða hversu mikið hann vann úr þeim. Þá hefði hann alltaf viljað fá borgað út í reiðufé en annars væri hægt að fara niður í Tjarnargötu og fá upphæðina millifærða. Þá kvaðst hann beita ákveðinni tækni til að vinna og sagði að það gæfist vel að fylgjast með fólki spila. Maðurinn er einn þeirra sem var handtekinn árið 2017 í svokölluðu Euro Market-máli.Foto: Vilhelm Gunnarsson „Ef það eru komnar meira en tíu milljónir þá byrjar fólk að setja meira í og þá fara kassarnir að skila meira af sér,“ sagði maðurinn. Dómari spurði manninn loks hvort hann væri „eitthvað óvenjulega heppinn, veistu um annan mann sem hefur unnið jafnmikið í spilakössum og þú?“ „Ég þekki aðra sem vinna líka,“ svaraði maðurinn. „Vinur minn var að vinna núna í Hafnarfirði 16,3 milljónir.“ Þá kvaðst hann ekki sammála því að samkvæmt útreikningum væri ómögulegt að vinna svona mikið í spilakössum. Geymdi sparifé sonarins Konan gaf næst skýrslu. Hún bar við sömu skýringu og eiginmaðurinn; að um spilakassavinninga væri að ræða. Konan, sem unnið hefur um fjórtán ár á hjúkrunarheimili, kvaðst þó ekki hafa spilað sjálf í spilakössum, það hefði eiginmaðurinn bara gert. Þá kvað konan reiðufé sem hún reiddi fram fyrir Hyundai Tucson-bifreið árið 2017 hafa komið frá eiginmanninum. Hann hefði látið hana fá reiðufé sem hann hefði unnið og þau ákveðið að kaupa bíl. Henni hefði ekki þótt skýringar eiginmannsins um spilakassavinninga sérkennilegar. Um féð sem haldlagt var á heimilinu sagði konan að hún hefði verið að geyma féð fyrir son sinn. Hann væri ungur og að spara, tekið peningana út og beðið hana um að geyma þá. Sonurinn hafi líka lagt peninga inn á reikning móður sinnar í sparnaðarskyni. Útilokað að koma út í plús Þá var kallaður til dósent í stærðfræði við Háskólann í Reykjavík, sem reiknað hafði líkur á hugsanlegum gróða úr peningakössum miðað við umrætt tímabil; fjögur ár og átta mánuði. Um átta prósent tap reiknast af hverju spili. Dósentinn sagði að yfir langan tíma verði stefnan við slík spil frekar niður á við en hitt, þ.e. þannig að fólk tapar. Miðað við útreikninga væri ómögulegt annað en að maðurinn hefði tapað að minnsta kosti ellefu milljónum króna. Það væri allra lægsta niðurstaða. Hyundai Tucson árgerð 2017 en þó ekki sá sem pólsku hjónin greiddu út í reiðufé. Inntur eftir því hvort einhverjar líkur væru á að maðurinn hefði getað unnið 60 milljónir króna í spilakössum á umræddu tímabili sagði dósentinn að það væri algjörlega útilokað að hann hefði komið út í plús, og jafnvel í minna en ellefu milljóna króna tapi. Maðurinn hefði þurft að svindla á kössunum, í það minnsta ekki spilað með eðlilegum hætti. Þá taldi dósentinn að ekki nokkur tækni sem hann vissi af gæti virkað til að vinna svo háa upphæð. Sparnaðurinn öruggari hjá mömmu en í bankanum Sonur hjónanna, sem nú er 24 ára, gaf einnig skýrslu fyrir dómi. Á tímabilinu frá 2013 til 2017 lagði hann rúmar 900 þúsund krónur inn á reikning móður sinnar. Hann kvaðst hafa látið mömmu sína hafa féð „af þeirri ástæðu að ég kann ekki að leggja fyrir.“ Þá tók sonurinn út samtals tæpar 6,7 milljónir út úr hraðbanka á tímabilinu, sem samkvæmt framlögðum gögnum voru iðulega litlar upphæður, nokkur þúsund krónur í senn, og stundum oft yfir daginn. Sonurinn kvað þessa peninga að mestu hafa farið til mömmu sinnar. Hann kysi að taka út reiðufé til að hafa betri yfirsýn yfir það hvað hann eyddi miklu en mest hafi farið í sparnað til mömmu. Hann taldi að hann hefði látið móður sína geyma a.m.k. þrjár milljónir af þessu fé. „Af því að ég veit hvernig mamma mín er. Ef ég læt mömmu hafa peningana þá haldast þeir þar,“ sagði sonurinn. Þannig kysi hann frekar að geyma peningana hjá mömmu sinni en inni á bankareikningi. Það væri nefnilega talsvert erfiðara fyrir hann að fá mömmu sína að láta peninginn af hendi en bankann. Þá kvaðst sonurinn hafa ætla að nota sparnaðinn fyrir útborgun í íbúð. Væri sennilega sá eini sem unnið hefði 60 milljónir Maðurinn er einn þeirra sem var handtekinn árið 2017 í svokölluðu Euro Market-máli en lögreglan komst á snoðir um meint peningaþvætti hjónanna eftir húsleit á heimili þeirra í umfangsmiklum aðgerðum fyrir tveimur árum. Lögregla handtók manninn og fjóra Pólverja til viðbótar hér á landi í desember 2017 og úrskurðaði þrjá í gæsluvarðhald grunaðir um stórfelldan innflutning og framleiðslu fíkniefna, fjársvik og peningaþvætti. Í málflutningi sínum nefndi Ásmunda, sem sótti málið fyrir hönd héraðssaksóknara, að nú væri einmitt til rannsóknar aðild mannsins að innflutningi og sölu á fíkniefnum. Þá hafi hann einnig verið til rannsóknar hjá pólskum yfirvöldum vegna gruns um aðild að skipulagðri glæpastarfsemi, fíkniefnatengdri. Ásmunda sagði ákæruvaldið ekki telja framburð sonarins og hjónanna um fjármunina sem gerðir voru upptækir á heimilinu trúverðugan. Mun trúverðugra hefði verið ef sonurinn hefði lagt peninginn inn á bankareikning móður sinnar til ávöxtunar, en ekki „tekið þá út og lagt undir kodda hjá móður sinni í næsta herbergi.“ Þannig teldi ákæruvaldið reiðuféð runnið undan meintum brotum ákærðu. Þá væri það heldur ekki trúverðugt að peningurinn fyrir Hyundai Tucson-bifreiðinni væri spilakassavinningur. Þá væri ljóst að eyðsla ákærðu hefði verið í engu samræmi við tekjur þeirra og þau hefðu ekki getað gefið skýringar á þeim mismun. Maðurinn hefði í því samhengi verið atvinnulaus allt árið 2016 og stærstan hluta ársins 2017. Framburður um spilakassavinninga væri ótrúverðugur, enda væri ákærði þá sennilega eini einstaklingurinn sem unnið hefði sextíu milljónir króna í spilakössum á tímabili sem þessu nemur. Líkt og fram kom í fyrri frétt Vísis af málinu er í nýlegri aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sérstaklega fjallað um veikleika er kemur að spilakössum. Minnst er á falska vinninga, þannig að fólk geti nafnlaust lagt pening inn í spilakassann, leyst út vinning án þess að spila og svo lagt upphæðina inn á banka. Með þeim hætti sé hægt að búa til lögmæta slóð peninga. Ásmunda sagði einmitt að um væri að ræða þekkta og auðvelda leið til að þvætta pening í gegnum spilakassa, sem ákærðu hefðu nýtt sér. Ákæruvaldið teldi að hafið væri yfir allan vafa að hjónin hafi gerst sek um þau brot sem fjallað er um í ákæru. Hjónin skuli að mati ákæruvaldsins ekki sæta minni refsingu en 12 til 16 mánaða fangelsis. Þá komi ekki til greina að skilorðsbinda refsinguna vegna alvarleika hinna meintu brota. Dómsmál Peningaþvætti í Euro Market Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Sonur pólskra hjóna sem ákærð eru fyrir peningaþvætti fullyrðir að tæpar þrjár milljónir króna, sem haldlagðar voru við húsleit á heimili foreldra hans árið 2017, séu sparifé í hans eigu, sem hann hafi talið öruggara í vörslu móður sinnar en inni á bankareikningi. Ákæruvaldið telur hins vegar að hjónin hafi aflað umrædds reiðufjár, sem og tuga milljóna til viðbótar, með saknæmum hætti. Sjálf halda hjónin því fram að milljónirnar séu vinningar úr spilakössum. Þetta kom fram við aðalmeðferð málsins gegn hjónunum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Hjónin eru ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa á tímabilinu janúar 2013 til desember 2017 tekið við, nýtt, umbreytt eða aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum upp á rúmlega 60 milljónir króna. Hjónin neituðu sök við þingfestingu málsins í lok september og gerðu slíkt hið sama fyrir dómi í gær. Meðal þeirra útgjalda hjónanna sem héraðssaksóknari telur að eigi sér ekki trúverðugar skýringar eru 33,4 milljóna króna úttektir í spilakössum og kaup eiginkonunnar á nýjum Hyundai Tucson hjá BL að andvirði 4,3 milljóna króna, sem hún greiddi fyrir með reiðufé. Bíllinn hefur verið kyrrsettur og er hann á meðal þess sem héraðssaksóknari fer fram á að verði gert upptækt. Sagðist ekki vita að vinningarnir væru framtalsskyldir Hjónin voru bæði mætt til skýrslutöku í héraðsdómi í gærmorgun ásamt skipuðum verjendum sínum. Þá nutu þau aðstoðar túlks, sem þýddi spurningar dómara og verjenda jafnóðum, sem og vitnisburð hjónanna. Maðurinn gaf fyrstur skýrslu fyrir dómi. Hann neitaði sök og hélt sig við þá skýringu sem hann hafði áður gefið; að hann hefði unnið umræddar fjárhæðir í spilakössum. Maðurinn kvaðst hafa starfað að hluta við uppskipun og einnig hjá Íslandspósti árin 2013-2017. Hann hefði eitthvað verið á atvinnuleysisbótum en mundi ekki hversu mikið. Launatekjur mannsins á þessum árum voru um 14 milljónir, samkvæmt framlögðum gögnum. Ásmunda Baldursdóttir aðstoðarsaksóknari spurði svo ítarlega út í bankareikninga mannsins. Hann útskýrði til dæmis að innborganir á reikninginn, samtals að upphæð 24 milljónir króna, væru vinningar úr spilakössum. Inntur eftir því hversu mikið hann hefði spilað í kössunum sagðist hann stundum hafa spilað eitthvað á viku, stundum ekkert og stundum bara verið að fylgjast með. Maðurinn kvaðst jafnframt aldrei hafa heyrt af því að ætti að telja vinningana fram á skattframtali þegar hann var inntur eftir því af hverju vinningarnir hefðu ekki verið framtaldir. „Ég er að heyra þetta í fyrsta skipti.” Þá kannaðist hann við að hafa tekið um 33 milljónir króna út af debetkortareikningi. Sparsöm eiginkona og sonurinn einnig Kaupsamningur að húsi í Breiðholti, sem þau hjónin keyptu á tímabilinu, kvað á um að greiða ætti þrjár milljónir með millifærslu við kaupin, samkvæmt gögnum frá sækjanda. Maðurinn kvað þessa peninga hafa komið af launum þeirra hjóna. „Konan mín er mjög sparsöm,“ sagði hann. Þá mundi hann ekki af hverju tæpar fjórar milljónir í erlendum millifærslum árin 2015 og 2016 voru lagðar inn á reikninginn. Rúmar þrjár milljónir í úttektir úr pólskum hraðbönkum útskýrði hann einfaldlega sem úttektir erlendis. Hann tæki ekki með sér peninga til Póllands heldur kort. Við húsleit á heimili hjónanna voru haldlagðir fjármunir, þar á meðal tæpar þrjár milljónir króna, 1200 evrur og einnig nokkrir dollarar. „Hvað, fimm eða tíu?“ spurði maðurinn sækjandann. Umræddir dollarar reyndust raunar ekki mikið fleiri, eða tólf. Maðurinn skýrði svo tilvist peninganna: „Þetta eru peningar sonarins sem hann var að leggja fyrir.“ Hann sagði soninn hafa látið móður sína, ákærðu, hafa peninginn til geymslu og þess vegna hefði féð verið í hjónaherberginu á heimilinu. „Ert þú eitthvað óvenjulega heppinn?“ Þá var maðurinn beðinn um að útskýra nánar umræddan 60 milljóna mismun á tekjum og gjöldum. „Ég hafði aldrei hugmynd um það,“ svaraði maðurinn. „Ég taldi ekki peningana. Það hefur alltaf verið til fyrir öllu en aldrei þannig að það hafi verið til fullt af peningum á heimilinu. Ég er að heyra svona fjárhæð í fyrsta skipti.“ Saga Ýrr Jónsdóttir, verjandi mannsins, spurði hann því næst hvaðan fjármunirnir sem um ræðir hefðu komið. Úr spilakössum, var svarið eftir sem áður. Maðurinn kvaðst aldrei hafa talið hversu mikið hann setti í kassana eða hversu mikið hann vann úr þeim. Þá hefði hann alltaf viljað fá borgað út í reiðufé en annars væri hægt að fara niður í Tjarnargötu og fá upphæðina millifærða. Þá kvaðst hann beita ákveðinni tækni til að vinna og sagði að það gæfist vel að fylgjast með fólki spila. Maðurinn er einn þeirra sem var handtekinn árið 2017 í svokölluðu Euro Market-máli.Foto: Vilhelm Gunnarsson „Ef það eru komnar meira en tíu milljónir þá byrjar fólk að setja meira í og þá fara kassarnir að skila meira af sér,“ sagði maðurinn. Dómari spurði manninn loks hvort hann væri „eitthvað óvenjulega heppinn, veistu um annan mann sem hefur unnið jafnmikið í spilakössum og þú?“ „Ég þekki aðra sem vinna líka,“ svaraði maðurinn. „Vinur minn var að vinna núna í Hafnarfirði 16,3 milljónir.“ Þá kvaðst hann ekki sammála því að samkvæmt útreikningum væri ómögulegt að vinna svona mikið í spilakössum. Geymdi sparifé sonarins Konan gaf næst skýrslu. Hún bar við sömu skýringu og eiginmaðurinn; að um spilakassavinninga væri að ræða. Konan, sem unnið hefur um fjórtán ár á hjúkrunarheimili, kvaðst þó ekki hafa spilað sjálf í spilakössum, það hefði eiginmaðurinn bara gert. Þá kvað konan reiðufé sem hún reiddi fram fyrir Hyundai Tucson-bifreið árið 2017 hafa komið frá eiginmanninum. Hann hefði látið hana fá reiðufé sem hann hefði unnið og þau ákveðið að kaupa bíl. Henni hefði ekki þótt skýringar eiginmannsins um spilakassavinninga sérkennilegar. Um féð sem haldlagt var á heimilinu sagði konan að hún hefði verið að geyma féð fyrir son sinn. Hann væri ungur og að spara, tekið peningana út og beðið hana um að geyma þá. Sonurinn hafi líka lagt peninga inn á reikning móður sinnar í sparnaðarskyni. Útilokað að koma út í plús Þá var kallaður til dósent í stærðfræði við Háskólann í Reykjavík, sem reiknað hafði líkur á hugsanlegum gróða úr peningakössum miðað við umrætt tímabil; fjögur ár og átta mánuði. Um átta prósent tap reiknast af hverju spili. Dósentinn sagði að yfir langan tíma verði stefnan við slík spil frekar niður á við en hitt, þ.e. þannig að fólk tapar. Miðað við útreikninga væri ómögulegt annað en að maðurinn hefði tapað að minnsta kosti ellefu milljónum króna. Það væri allra lægsta niðurstaða. Hyundai Tucson árgerð 2017 en þó ekki sá sem pólsku hjónin greiddu út í reiðufé. Inntur eftir því hvort einhverjar líkur væru á að maðurinn hefði getað unnið 60 milljónir króna í spilakössum á umræddu tímabili sagði dósentinn að það væri algjörlega útilokað að hann hefði komið út í plús, og jafnvel í minna en ellefu milljóna króna tapi. Maðurinn hefði þurft að svindla á kössunum, í það minnsta ekki spilað með eðlilegum hætti. Þá taldi dósentinn að ekki nokkur tækni sem hann vissi af gæti virkað til að vinna svo háa upphæð. Sparnaðurinn öruggari hjá mömmu en í bankanum Sonur hjónanna, sem nú er 24 ára, gaf einnig skýrslu fyrir dómi. Á tímabilinu frá 2013 til 2017 lagði hann rúmar 900 þúsund krónur inn á reikning móður sinnar. Hann kvaðst hafa látið mömmu sína hafa féð „af þeirri ástæðu að ég kann ekki að leggja fyrir.“ Þá tók sonurinn út samtals tæpar 6,7 milljónir út úr hraðbanka á tímabilinu, sem samkvæmt framlögðum gögnum voru iðulega litlar upphæður, nokkur þúsund krónur í senn, og stundum oft yfir daginn. Sonurinn kvað þessa peninga að mestu hafa farið til mömmu sinnar. Hann kysi að taka út reiðufé til að hafa betri yfirsýn yfir það hvað hann eyddi miklu en mest hafi farið í sparnað til mömmu. Hann taldi að hann hefði látið móður sína geyma a.m.k. þrjár milljónir af þessu fé. „Af því að ég veit hvernig mamma mín er. Ef ég læt mömmu hafa peningana þá haldast þeir þar,“ sagði sonurinn. Þannig kysi hann frekar að geyma peningana hjá mömmu sinni en inni á bankareikningi. Það væri nefnilega talsvert erfiðara fyrir hann að fá mömmu sína að láta peninginn af hendi en bankann. Þá kvaðst sonurinn hafa ætla að nota sparnaðinn fyrir útborgun í íbúð. Væri sennilega sá eini sem unnið hefði 60 milljónir Maðurinn er einn þeirra sem var handtekinn árið 2017 í svokölluðu Euro Market-máli en lögreglan komst á snoðir um meint peningaþvætti hjónanna eftir húsleit á heimili þeirra í umfangsmiklum aðgerðum fyrir tveimur árum. Lögregla handtók manninn og fjóra Pólverja til viðbótar hér á landi í desember 2017 og úrskurðaði þrjá í gæsluvarðhald grunaðir um stórfelldan innflutning og framleiðslu fíkniefna, fjársvik og peningaþvætti. Í málflutningi sínum nefndi Ásmunda, sem sótti málið fyrir hönd héraðssaksóknara, að nú væri einmitt til rannsóknar aðild mannsins að innflutningi og sölu á fíkniefnum. Þá hafi hann einnig verið til rannsóknar hjá pólskum yfirvöldum vegna gruns um aðild að skipulagðri glæpastarfsemi, fíkniefnatengdri. Ásmunda sagði ákæruvaldið ekki telja framburð sonarins og hjónanna um fjármunina sem gerðir voru upptækir á heimilinu trúverðugan. Mun trúverðugra hefði verið ef sonurinn hefði lagt peninginn inn á bankareikning móður sinnar til ávöxtunar, en ekki „tekið þá út og lagt undir kodda hjá móður sinni í næsta herbergi.“ Þannig teldi ákæruvaldið reiðuféð runnið undan meintum brotum ákærðu. Þá væri það heldur ekki trúverðugt að peningurinn fyrir Hyundai Tucson-bifreiðinni væri spilakassavinningur. Þá væri ljóst að eyðsla ákærðu hefði verið í engu samræmi við tekjur þeirra og þau hefðu ekki getað gefið skýringar á þeim mismun. Maðurinn hefði í því samhengi verið atvinnulaus allt árið 2016 og stærstan hluta ársins 2017. Framburður um spilakassavinninga væri ótrúverðugur, enda væri ákærði þá sennilega eini einstaklingurinn sem unnið hefði sextíu milljónir króna í spilakössum á tímabili sem þessu nemur. Líkt og fram kom í fyrri frétt Vísis af málinu er í nýlegri aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sérstaklega fjallað um veikleika er kemur að spilakössum. Minnst er á falska vinninga, þannig að fólk geti nafnlaust lagt pening inn í spilakassann, leyst út vinning án þess að spila og svo lagt upphæðina inn á banka. Með þeim hætti sé hægt að búa til lögmæta slóð peninga. Ásmunda sagði einmitt að um væri að ræða þekkta og auðvelda leið til að þvætta pening í gegnum spilakassa, sem ákærðu hefðu nýtt sér. Ákæruvaldið teldi að hafið væri yfir allan vafa að hjónin hafi gerst sek um þau brot sem fjallað er um í ákæru. Hjónin skuli að mati ákæruvaldsins ekki sæta minni refsingu en 12 til 16 mánaða fangelsis. Þá komi ekki til greina að skilorðsbinda refsinguna vegna alvarleika hinna meintu brota.
Dómsmál Peningaþvætti í Euro Market Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira