Laugardagar eru tileinkaðir ungu kynslóðinni í streymi Borgarleikhússins. Fyrst var sagan um Gosa lesin, síðan Stígvélaði kötturinn og Greppikló.
Í dag klukkan tólf á hádegi les Sigurður Þór Óskarsson leikari ævintýrið um Pétur Pan.
Framundan í Borgó í beinni
Í dag klukkan 15 endurtaka leikarar Borgarleikhússins leikinn frá því um daginn og spila hlutverkaspilið Dungeons & Dragons í beinni útsendingu.
Á morgun klukkan 20 er komið að einu þekktasta leikverki sögunnar, Mávinum eftir Anton Tsjékhof. Sýningin er frá 2015.
Hægt er að nálgast útsendingarnar úr Borgarleikhúsinu hér á Vísi en einnig á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir á kerfum Vodafone og Símans.