Gylfi segist vera betur á sig kominn en þegar hann var tvítugur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2020 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Everton á móti Cardiff City at Goodison Park í November 2018. Getty/Clive Brunskill/ Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hjá enska úrvalsdeildafélaginu Everton byrjuðu að æfa aftur í síðustu viku en eru þó ennþá bara að æfa í litlum hópnum. Fram að því höfðu leikmenn liðsins þurft að æfa einir heima hjá sér í tvo mánuði og þar hefur reynt heldur betur á viljastyrk og hugarfar leikmanna. Gylfi virðist hafa staðist þá prófraun með miklum glans því hann sagðist í viðtalinu við evertonfc.com vera í mjög góðu formi þrátt fyrir „fríið“ vegna kórónuveirufaraldarins. „Eiginkonan er með mér allan sólarhringinn og fær að þola mig þegar við töpum eða hlutirnir eru ekki að ganga upp. Hún ýtir á mig á hverjum degi,“ sagði Gylfi við blaðamann heimasíðu Everton. „Löngunin til að standa mig vel kemur einnig frá mér sjálfum. Ég hef enn metnað fyrir því að bæta mig og spila á þessu getustigi. Mér líður enn mjög vel í skrokknum og það er því erfitt að segja hversu mörg ár ég á eftir,“ sagði Gylfi sem verður 31 árs gamall seinna á þessu ári. "I feel physically better than I probably did when I was 20" https://t.co/An5M8TAUxM— Everton FC News (@LivEchoEFC) May 25, 2020 „Ég er sennilega betur á mig kominn líkamlega heldur en þegar ég var tvítugur,“ sagði Gylfi. „Það var gott að mæta aftur á æfingu, sjá framan í menn og æfa með öðrum leikmönnum þótt auðvitað við séum að halda hæfilegri fjarlægð á milli manna,“ sagði Gylfi. „Ég hef reynt að halda mér uppteknum eins mikið og hægt var og gera eins mikið og ég get úr hverjum degi. En þrátt fyrir að ég hafi æft vel þennan tíma þá hafa þessar níu vikur verið ansi langar að líða,“ sagði Gylfi. „Auk þess að vera að halda mér í fótboltaformi þá hef ég verið að æfa vippin mín í garðinum og prófað mig áfram á píanóinu. Ég keypti píanóið fyrir nokkrum árum þegar ég var hjá Swansea. Það hafa komið tímabil þar sem ég hef ætlað að fara á fullt í að æfa mig að spila en síðan hefur áhuginn minnkað. Ég næ því á endanum, sagði Gylfi. View this post on Instagram Gylfi . A post shared by Everton (@everton) on Nov 18, 2019 at 12:49pm PST „Ég er á þætti sjö eða átta af The Last Dance. Ég horfi á þá á meðan ég borða morgunmatinn fyrir æfingu. Það er magnað að sjá hvernig Jordan hugsar hlutina, hvernig hann pælir í öllu og hversu mikill keppnismaður hann er,“ sagði Gylfi. „Þetta er ekki aðeins góður sjónvarpsþáttur heldur er hann einnig frábær fyrir íþróttaáhugafólk til að komast nær honum og sjá það hvernig hann hugsar,“ sagði Gylfi. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hjá enska úrvalsdeildafélaginu Everton byrjuðu að æfa aftur í síðustu viku en eru þó ennþá bara að æfa í litlum hópnum. Fram að því höfðu leikmenn liðsins þurft að æfa einir heima hjá sér í tvo mánuði og þar hefur reynt heldur betur á viljastyrk og hugarfar leikmanna. Gylfi virðist hafa staðist þá prófraun með miklum glans því hann sagðist í viðtalinu við evertonfc.com vera í mjög góðu formi þrátt fyrir „fríið“ vegna kórónuveirufaraldarins. „Eiginkonan er með mér allan sólarhringinn og fær að þola mig þegar við töpum eða hlutirnir eru ekki að ganga upp. Hún ýtir á mig á hverjum degi,“ sagði Gylfi við blaðamann heimasíðu Everton. „Löngunin til að standa mig vel kemur einnig frá mér sjálfum. Ég hef enn metnað fyrir því að bæta mig og spila á þessu getustigi. Mér líður enn mjög vel í skrokknum og það er því erfitt að segja hversu mörg ár ég á eftir,“ sagði Gylfi sem verður 31 árs gamall seinna á þessu ári. "I feel physically better than I probably did when I was 20" https://t.co/An5M8TAUxM— Everton FC News (@LivEchoEFC) May 25, 2020 „Ég er sennilega betur á mig kominn líkamlega heldur en þegar ég var tvítugur,“ sagði Gylfi. „Það var gott að mæta aftur á æfingu, sjá framan í menn og æfa með öðrum leikmönnum þótt auðvitað við séum að halda hæfilegri fjarlægð á milli manna,“ sagði Gylfi. „Ég hef reynt að halda mér uppteknum eins mikið og hægt var og gera eins mikið og ég get úr hverjum degi. En þrátt fyrir að ég hafi æft vel þennan tíma þá hafa þessar níu vikur verið ansi langar að líða,“ sagði Gylfi. „Auk þess að vera að halda mér í fótboltaformi þá hef ég verið að æfa vippin mín í garðinum og prófað mig áfram á píanóinu. Ég keypti píanóið fyrir nokkrum árum þegar ég var hjá Swansea. Það hafa komið tímabil þar sem ég hef ætlað að fara á fullt í að æfa mig að spila en síðan hefur áhuginn minnkað. Ég næ því á endanum, sagði Gylfi. View this post on Instagram Gylfi . A post shared by Everton (@everton) on Nov 18, 2019 at 12:49pm PST „Ég er á þætti sjö eða átta af The Last Dance. Ég horfi á þá á meðan ég borða morgunmatinn fyrir æfingu. Það er magnað að sjá hvernig Jordan hugsar hlutina, hvernig hann pælir í öllu og hversu mikill keppnismaður hann er,“ sagði Gylfi. „Þetta er ekki aðeins góður sjónvarpsþáttur heldur er hann einnig frábær fyrir íþróttaáhugafólk til að komast nær honum og sjá það hvernig hann hugsar,“ sagði Gylfi.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira