18 dagar í Pepsi Max: Unnu sama bikar með landsliði og Íslandsmeistaraliði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2020 12:00 Eyjamenn fagna Íslandsmeistaratitlinum haustið 1998 á forsíðu Eyjafrétta en þetta er forsíða Frétta 1. október 1998. Ívar Ingimarsson fagnar hér með félögum sínum en hann var að handleika þennan bikar í annað skiptið eftir að hafa unnið hann líka með unglingalandsliðinu. Skjáskot af Tímarit.is Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 18 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Þegar KSÍ ákvað að breyta nafni efstu deildar í úrvalsdeild sumarið 1997 var einnig tekinn sú ákvörðun að taka í notkun nýjan bikar fyrir Íslandsmeistarana. Bikarinn sem var valinn var bikarinn sem landslið íslands, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, fékk fyrir sigur á sterku alþjóðlegu móti á Ítalíu vorið 1996. Fimm leikmenn úr umræddu átján ára landsliði áttu síðan eftir að verða seinna Íslandsmeistarar þar sem þeir fengu að handleika þennan sérstaka bikar aftur en nú undir allt öðrum kringumstæðum. Markvörðurinn Ólafur Þór Gunnarsson er hér efstur á blaði enda aðalmarkvörður beggja liða, það er U18 vorið 1996 og Íslandsmeistarliði ÍA sumarið 2001. Ólafur var valinn besti maður mótsins á Ítalíu þegar íslenska átján ára landsliðið hafði betur í baráttu við þjóðir eins og Tyrkland, Sviss, Slóvakíu, Noreg og Ungverjaland og fékk að launum glæsilegan bikar. Ólafur tryggði íslenska liðinu sigurinn með því að verja tvær vítaspyrnur í vítakeppni í úrslitaleiknum á móti Slóvakíu. Ólafur vann aftur þennan bikar sumarið 2001 og þá sem markvörður Skagamanna sem urðu Íslandsmeistarar. Ólafur átti flott sumar og varði meðal annars allar þrjár vítaspyrnurnar sem hann reyndi við. Skagamenn unnu Íslandsmeistaratitilinn einmitt á markatölu. Sá fyrsti til að vinna bikarinn aftur var aftur á móti Ívar Ingimarsson þegar hann varð Íslandsmeistari með Eyjamönnum sumarið 1998. Ívar hafði komið til ÍBV frá Val og varð meistari á sínu fyrsta tímabili í Eyjum. Hann fékk aftur að handleika bikarinn eftir sigur ÍBV á KR í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni í Vesturbænum. Árið eftir urðu þeir Árni Ingi Pjetursson og Edilon Hreinsson Íslandsmeistarar með KR en þó í mjög litlum hlutverkum. Árni Ingi var líka í hópnum í fyrstu tveimur leikjunum á Íslandsmeistarasumrinu árið eftir en fékk ekki að fara inn á. Fimmti leikmaðurinn úr þessu átján ára landsliði sem náði því að vinna bikarinn sem Íslandsmeistari var síðan Haukur Ingi Guðnason sem varð Íslandsmeistari með KR sumarið 2000. Hann hafði þá komið frá Liverpool um vorið og náð að spila þrettán deildarleiki með liðinu. Ívar Ingimarsson átti mjög farsælan atvinnumannaferil en það áttu einnig Heiðar Helguson, Jóhann Birnir Guðmundsson og Arnar Þór Viðarsson voru líka í þessu átján ára landsliði á Ítalíu. Valur Fannar Gíslason spilaði líka í atvinnumennsku og Þorbjörn Atli Sveinsson átti líka fínan feril í efstu deild. Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 18 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Þegar KSÍ ákvað að breyta nafni efstu deildar í úrvalsdeild sumarið 1997 var einnig tekinn sú ákvörðun að taka í notkun nýjan bikar fyrir Íslandsmeistarana. Bikarinn sem var valinn var bikarinn sem landslið íslands, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, fékk fyrir sigur á sterku alþjóðlegu móti á Ítalíu vorið 1996. Fimm leikmenn úr umræddu átján ára landsliði áttu síðan eftir að verða seinna Íslandsmeistarar þar sem þeir fengu að handleika þennan sérstaka bikar aftur en nú undir allt öðrum kringumstæðum. Markvörðurinn Ólafur Þór Gunnarsson er hér efstur á blaði enda aðalmarkvörður beggja liða, það er U18 vorið 1996 og Íslandsmeistarliði ÍA sumarið 2001. Ólafur var valinn besti maður mótsins á Ítalíu þegar íslenska átján ára landsliðið hafði betur í baráttu við þjóðir eins og Tyrkland, Sviss, Slóvakíu, Noreg og Ungverjaland og fékk að launum glæsilegan bikar. Ólafur tryggði íslenska liðinu sigurinn með því að verja tvær vítaspyrnur í vítakeppni í úrslitaleiknum á móti Slóvakíu. Ólafur vann aftur þennan bikar sumarið 2001 og þá sem markvörður Skagamanna sem urðu Íslandsmeistarar. Ólafur átti flott sumar og varði meðal annars allar þrjár vítaspyrnurnar sem hann reyndi við. Skagamenn unnu Íslandsmeistaratitilinn einmitt á markatölu. Sá fyrsti til að vinna bikarinn aftur var aftur á móti Ívar Ingimarsson þegar hann varð Íslandsmeistari með Eyjamönnum sumarið 1998. Ívar hafði komið til ÍBV frá Val og varð meistari á sínu fyrsta tímabili í Eyjum. Hann fékk aftur að handleika bikarinn eftir sigur ÍBV á KR í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni í Vesturbænum. Árið eftir urðu þeir Árni Ingi Pjetursson og Edilon Hreinsson Íslandsmeistarar með KR en þó í mjög litlum hlutverkum. Árni Ingi var líka í hópnum í fyrstu tveimur leikjunum á Íslandsmeistarasumrinu árið eftir en fékk ekki að fara inn á. Fimmti leikmaðurinn úr þessu átján ára landsliði sem náði því að vinna bikarinn sem Íslandsmeistari var síðan Haukur Ingi Guðnason sem varð Íslandsmeistari með KR sumarið 2000. Hann hafði þá komið frá Liverpool um vorið og náð að spila þrettán deildarleiki með liðinu. Ívar Ingimarsson átti mjög farsælan atvinnumannaferil en það áttu einnig Heiðar Helguson, Jóhann Birnir Guðmundsson og Arnar Þór Viðarsson voru líka í þessu átján ára landsliði á Ítalíu. Valur Fannar Gíslason spilaði líka í atvinnumennsku og Þorbjörn Atli Sveinsson átti líka fínan feril í efstu deild.
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira