Rúnar um ungu leikmennina í KR: „Eftir hverju ertu að leita sem félagsmaður?“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. maí 2020 10:00 Rúnar Kristinsson fagnar síðasta sumar. vísir/getty Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að það sé ekki vonbrigði fyrir félagið hversu fáir leikmenn hafi komið í gegnum yngri flokka starf félagsins síðustu árin en hann segir að þegar krafan sé á titil á hverju ári þurfi hann að spila bestu fótboltamönnunum. Rúnar settist niður með Dr. Football, Hjörvari Hafliðasyni, í gær þar sem hann ræddi komandi tímabil. Hann var meðal annars spurður hvort að það væru vonbrigði fyrir þjálfarann persónulega hversu fáir hafa komið upp úr starfinu vestur í bæ undanfarin ár. „Ég get varla kallað það vonbrigði. Ef að þú ert með lið sem að þú vilt að verði Íslandsmeistari þá þarft þú, ef að þú ætlar að komast inn í KR-liðið, að verða einn af 30 til 40 bestu leikmönnum á Íslandi, til að komast í byrjunarliðið. Ef þú ætlar að komast í hópinn þarftu að vera einn af 50 til 60, eða ég veit ekki alveg. Þú skilur hvert ég er að fara,“ sagði Rúnar. „Við viljum alltaf vinna. Ég er ráðinn til þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn og þá þarf ég að vera með bestu fótboltamennina og besta liðið á Íslandi. Ef að ég ætla að taka tvo efnilega stráka í KR sem eru ekki alveg tilbúnir og gefa þeim sénsinn eitt tímabil til þess að brjótast í gegn, það gæti skipt því máli að þú tapir Íslandsmeistaratitlinum.“ Dr. Football Podcast · Doc spjallar við topp 6 í boði Lemon - Rúnar Kristinsson (3/6) Rúnar segir að það sé val félagsins að reyna vinna titil á hverju ári og hvert félag sé svo með mismunandi stefnu. „Eigum við að bíða í tvö ár í viðbót og vonast eftir þessum strákum en svo klikkar það? Þú þarft að vera mjög góður. Við eigum þessa stráka til. Við getum farið aftur tímann og skoðað fullt af leikmönnum sem KR hefur búið til. Breiðablik er búið að gera frábæra hluti í gegnum tíðina og selja fullt út. Ef að það er þeirra hagur og þeirra markmið þá er það glæsilegt en þeir eiga einn Íslandsmeistaratitil. Eftir hverju ertu að leita sem félagsmaður? KR vill alltaf bara vinna. Það er bara þannig.“ „Finnur Tómas spilaði í fyrra, átján ára og hann er nægilega góður til þess að spila. Ef að þú ert nægilega góður þá skiptir engu máli hvað þú heitir. Skúli Jón er búinn að fara þarna í gegn. Albert Guðmundsson komst aldrei þarna í gegn því hann var svo góður og Rúnar Alex komst aldrei líka því í meistaraflokkinn því hann var of góður.“ Frábærir í dag en eftir tvö ár eru þeir komnir með kærustu og byrjaðir að reykja Næst barst talið að kúlturnum í KR og bar Hjörvar meðal annars saman muninn í Breiðablik og KR en hann spilaði með báðum félögum. Hann segir að hann hafi fundið muninn á því hversu viljugir yngri menn voru í Breiðabliki en ekki í KR. „Það koma upp misjafnar kynslóðir og stundum erum við með frábæra yngri flokka og frábær lið. 3. flokkur varð Íslandsmeistari í fyrra og þar eru fullt af flottum strákum og svo þegar þú kemur í 2. flokk og ert að fá tækifæri að æfa með meistaraflokki kemur í ljós úr hverju menn eru gerðir. Fullt af flottustu og efnilegustu knattspyrnumönnum landsins í gegnum tíðina þeir hættu átján ára. Þeir fóru bara í háskólann, fóru í nám eða höfðu á einhverju öðru. Það eru fullt af foreldrum í KR sem eiga fimmtán ára krakka og þeir eru frábærir í dag en eftir tvö ár eru þeir komnir með kærustu og byrjaðir að reykja.“ „Við getum ekki dæmt þetta af tólf eða fimmtán ára strák. Karakterinn kemur í ljós þegar þú ert sautján eða átján ára. Það er alltaf verið að gagnrýna KR fyrir þetta. Auðvitað erum við búnir að vinna titla í gegnum tíðina en Theodór Elmar er uppalinn KR-ingur, Kjartan Henry, Rúnar Kristinsson, Brynjar Björn, Indriði Sigurðsson, Guðmundur Andri, Albert, Rúnar Alex. Við seldum Stefán Loga út, Jónas Guðna, Guðjón Baldvinsson. Gary Martin fór út. KR er búið að gera fullt af góðum hlutum í að búa til frábæra fótboltamenn.“ Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að það sé ekki vonbrigði fyrir félagið hversu fáir leikmenn hafi komið í gegnum yngri flokka starf félagsins síðustu árin en hann segir að þegar krafan sé á titil á hverju ári þurfi hann að spila bestu fótboltamönnunum. Rúnar settist niður með Dr. Football, Hjörvari Hafliðasyni, í gær þar sem hann ræddi komandi tímabil. Hann var meðal annars spurður hvort að það væru vonbrigði fyrir þjálfarann persónulega hversu fáir hafa komið upp úr starfinu vestur í bæ undanfarin ár. „Ég get varla kallað það vonbrigði. Ef að þú ert með lið sem að þú vilt að verði Íslandsmeistari þá þarft þú, ef að þú ætlar að komast inn í KR-liðið, að verða einn af 30 til 40 bestu leikmönnum á Íslandi, til að komast í byrjunarliðið. Ef þú ætlar að komast í hópinn þarftu að vera einn af 50 til 60, eða ég veit ekki alveg. Þú skilur hvert ég er að fara,“ sagði Rúnar. „Við viljum alltaf vinna. Ég er ráðinn til þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn og þá þarf ég að vera með bestu fótboltamennina og besta liðið á Íslandi. Ef að ég ætla að taka tvo efnilega stráka í KR sem eru ekki alveg tilbúnir og gefa þeim sénsinn eitt tímabil til þess að brjótast í gegn, það gæti skipt því máli að þú tapir Íslandsmeistaratitlinum.“ Dr. Football Podcast · Doc spjallar við topp 6 í boði Lemon - Rúnar Kristinsson (3/6) Rúnar segir að það sé val félagsins að reyna vinna titil á hverju ári og hvert félag sé svo með mismunandi stefnu. „Eigum við að bíða í tvö ár í viðbót og vonast eftir þessum strákum en svo klikkar það? Þú þarft að vera mjög góður. Við eigum þessa stráka til. Við getum farið aftur tímann og skoðað fullt af leikmönnum sem KR hefur búið til. Breiðablik er búið að gera frábæra hluti í gegnum tíðina og selja fullt út. Ef að það er þeirra hagur og þeirra markmið þá er það glæsilegt en þeir eiga einn Íslandsmeistaratitil. Eftir hverju ertu að leita sem félagsmaður? KR vill alltaf bara vinna. Það er bara þannig.“ „Finnur Tómas spilaði í fyrra, átján ára og hann er nægilega góður til þess að spila. Ef að þú ert nægilega góður þá skiptir engu máli hvað þú heitir. Skúli Jón er búinn að fara þarna í gegn. Albert Guðmundsson komst aldrei þarna í gegn því hann var svo góður og Rúnar Alex komst aldrei líka því í meistaraflokkinn því hann var of góður.“ Frábærir í dag en eftir tvö ár eru þeir komnir með kærustu og byrjaðir að reykja Næst barst talið að kúlturnum í KR og bar Hjörvar meðal annars saman muninn í Breiðablik og KR en hann spilaði með báðum félögum. Hann segir að hann hafi fundið muninn á því hversu viljugir yngri menn voru í Breiðabliki en ekki í KR. „Það koma upp misjafnar kynslóðir og stundum erum við með frábæra yngri flokka og frábær lið. 3. flokkur varð Íslandsmeistari í fyrra og þar eru fullt af flottum strákum og svo þegar þú kemur í 2. flokk og ert að fá tækifæri að æfa með meistaraflokki kemur í ljós úr hverju menn eru gerðir. Fullt af flottustu og efnilegustu knattspyrnumönnum landsins í gegnum tíðina þeir hættu átján ára. Þeir fóru bara í háskólann, fóru í nám eða höfðu á einhverju öðru. Það eru fullt af foreldrum í KR sem eiga fimmtán ára krakka og þeir eru frábærir í dag en eftir tvö ár eru þeir komnir með kærustu og byrjaðir að reykja.“ „Við getum ekki dæmt þetta af tólf eða fimmtán ára strák. Karakterinn kemur í ljós þegar þú ert sautján eða átján ára. Það er alltaf verið að gagnrýna KR fyrir þetta. Auðvitað erum við búnir að vinna titla í gegnum tíðina en Theodór Elmar er uppalinn KR-ingur, Kjartan Henry, Rúnar Kristinsson, Brynjar Björn, Indriði Sigurðsson, Guðmundur Andri, Albert, Rúnar Alex. Við seldum Stefán Loga út, Jónas Guðna, Guðjón Baldvinsson. Gary Martin fór út. KR er búið að gera fullt af góðum hlutum í að búa til frábæra fótboltamenn.“
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira