Fá yfirsýn yfir útbreiðslu veirunnar fljótt eftir helgi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. mars 2020 12:32 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að fljótlega eftir helgi ætti að vera komin góð sýn á það hversu víða kórónuveiran hefur dreift sér á Íslandi. Fyrirhugað er að skima um þúsund manns fyrir kórónuveirunni í dag en sextán þúsund manns hafa skráð sig í skimun. Tveir hafa verið lagðir inn á spítala, annar þeirra á gjörgæslu. Skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni hófst í Turninum í Kópavogi í gær. Fyrirhugað er að um þúsund manns verða skimaðir í dag en alls hafa um sextán þúsund skráð sig. Skimun hófst á ný snemma í morgun. „Það komu 510 manns í skimun hjá okkur í gær. Við vonumst til þess að geta náð þúsund manns í dag. Við reiknum með því að ljúka við að rýna í þessi sýni sem komu inn í gær í lok dags í dag og við ættum fljótlega eftir helgina að hafa býsna góða yfirsýn yfir það hversu víða veiran hefir dreifst sér í íslensku samfélagi,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Niðurstöður verða sendar til sóttvarnalæknis sem tekur ákvörðun um tilkynningu á niðurstöðum. „Ef að niðurstöðurnar sýna okkur að þetta er út um allt í samfélaginu reikna ég með að aðgerðunum verði breytt í samræmi við það,“ segir Kári. Kári segir íslensk yfirvöld hafa staðið sig frábærlega og að forvitnilegt sé að bera saman aðgerðir íslenskra yfirvalda og aðgerðir yfirvalda annarra landa. „Í Danmörku höfðu þeir engin viðbrögð fyrr en þeir allt í einu lokuðu öllu sem er býsna klaufalegt og ber vott um svolitla angist eða panik. Það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með þessu íslenska teymi hvað það hefur haldið ró sinni, tekið yfirvegaðar ákvarðanir og ekki látið ýta sér í að gera nokkurn skapaðan hlut sem er ekki skynsamlegur. Þannig að ég er mjög montinn af okkar fólki,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Furða sig á að Turninn hafi verið valinn fyrir skimunarmiðstöð Leigutakar í Turninum í Kópavogi voru órólegir þegar þeir fengu að vita með skömmum fyrirvara að Íslensk erfðagreining ætlaði að skima fyrir COVID-19 í byggingunni í dag. Eigandi Turnsins segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni um að færa skimunina annað. 13. mars 2020 15:38 Tólf þúsund hafa bókað sýnatöku Þúsundir Íslendinga bókuðu tíma í skimun eftir COVID-19 sjúkdómnum eftir að opnað var fyrir bókanir í gærkvöldi. Fljótlega þurfti að bæta við tímum vegna mikillar eftirspurnar. 13. mars 2020 09:54 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að fljótlega eftir helgi ætti að vera komin góð sýn á það hversu víða kórónuveiran hefur dreift sér á Íslandi. Fyrirhugað er að skima um þúsund manns fyrir kórónuveirunni í dag en sextán þúsund manns hafa skráð sig í skimun. Tveir hafa verið lagðir inn á spítala, annar þeirra á gjörgæslu. Skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni hófst í Turninum í Kópavogi í gær. Fyrirhugað er að um þúsund manns verða skimaðir í dag en alls hafa um sextán þúsund skráð sig. Skimun hófst á ný snemma í morgun. „Það komu 510 manns í skimun hjá okkur í gær. Við vonumst til þess að geta náð þúsund manns í dag. Við reiknum með því að ljúka við að rýna í þessi sýni sem komu inn í gær í lok dags í dag og við ættum fljótlega eftir helgina að hafa býsna góða yfirsýn yfir það hversu víða veiran hefir dreifst sér í íslensku samfélagi,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Niðurstöður verða sendar til sóttvarnalæknis sem tekur ákvörðun um tilkynningu á niðurstöðum. „Ef að niðurstöðurnar sýna okkur að þetta er út um allt í samfélaginu reikna ég með að aðgerðunum verði breytt í samræmi við það,“ segir Kári. Kári segir íslensk yfirvöld hafa staðið sig frábærlega og að forvitnilegt sé að bera saman aðgerðir íslenskra yfirvalda og aðgerðir yfirvalda annarra landa. „Í Danmörku höfðu þeir engin viðbrögð fyrr en þeir allt í einu lokuðu öllu sem er býsna klaufalegt og ber vott um svolitla angist eða panik. Það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með þessu íslenska teymi hvað það hefur haldið ró sinni, tekið yfirvegaðar ákvarðanir og ekki látið ýta sér í að gera nokkurn skapaðan hlut sem er ekki skynsamlegur. Þannig að ég er mjög montinn af okkar fólki,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Furða sig á að Turninn hafi verið valinn fyrir skimunarmiðstöð Leigutakar í Turninum í Kópavogi voru órólegir þegar þeir fengu að vita með skömmum fyrirvara að Íslensk erfðagreining ætlaði að skima fyrir COVID-19 í byggingunni í dag. Eigandi Turnsins segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni um að færa skimunina annað. 13. mars 2020 15:38 Tólf þúsund hafa bókað sýnatöku Þúsundir Íslendinga bókuðu tíma í skimun eftir COVID-19 sjúkdómnum eftir að opnað var fyrir bókanir í gærkvöldi. Fljótlega þurfti að bæta við tímum vegna mikillar eftirspurnar. 13. mars 2020 09:54 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Furða sig á að Turninn hafi verið valinn fyrir skimunarmiðstöð Leigutakar í Turninum í Kópavogi voru órólegir þegar þeir fengu að vita með skömmum fyrirvara að Íslensk erfðagreining ætlaði að skima fyrir COVID-19 í byggingunni í dag. Eigandi Turnsins segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni um að færa skimunina annað. 13. mars 2020 15:38
Tólf þúsund hafa bókað sýnatöku Þúsundir Íslendinga bókuðu tíma í skimun eftir COVID-19 sjúkdómnum eftir að opnað var fyrir bókanir í gærkvöldi. Fljótlega þurfti að bæta við tímum vegna mikillar eftirspurnar. 13. mars 2020 09:54