Boltinn byrjar að rúlla í ítölsku deildinni tuttugasta júní Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 18:34 Cristiano Ronaldo getur bráðum byrjað að spila fótbolta aftur. VÍSIR/GETTY Keppni í ítölsku A-deildinni í fótbolta ætti að hefjast að nýju 20. júní eftir að ítölsk stjórnvöld gáfu samþykki fyrir því í dag. Áhrifa kórónuveirufaraldursins á íþróttalíf heimsins gætti einna fyrst á Ítalíu þar sem leikjum var frestað eða þeir spilaðir fyrir luktum dyrum þar til að lokum að hlé var gert 10. mars. Eftir að íþróttamálaráðherrann Vincenzo Spadafora staðfesti í dag að keppni mætti hefjast að nýju 20. júní standa vonir til að hægt verði að klára tímabilið í ágúst. Liðin tuttugu í deildinni eiga ýmist 12 eða 13 leiki eftir og er titilbaráttan afar spennandi en Juventus er með 63 stig og Lazio 62. Sömuleiðis er baráttan hörð um Evrópusæti og að forðast fall, þó að Birkir Bjarnason og félagar í Brescia eigi litla von um að bjarga sér þar sem þeir eru í botnsætinu með 16 stig, níu stigum frá næsta örugga sæti. Eigandi Brescia sagði reyndar við BBC að það væri „brjáluð ákvörðun“ að hefja keppni að nýju, og að það væri „of mikið fyrir leikmennina“ með tilliti til meiðslahættu. Leikmenn gátu hafið einstaklingsæfingar fyrr í þessum mánuði og æfingar í hópum hófust svo í þessari viku. Samkvæmt Gazzetta dello Sport verður ítalska bikarkeppnin kláruð áður en A-deildin hefst að nýju, með undanúrslitum 13. og 14. júní, og úrslitaleik 17. júní. Ekki liggur enn fyrir hvort haldið verður áfram keppni í C-deildinni þar sem Padova, lið Emils Hallfreðssonar, leikur. Það gæti skýrst í næstu viku, samkvæmt ítölskum miðlum. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Enski boltinn hefst aftur á Þjóðhátíðardaginn Tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni verða á dagskrá þann 17. júní. 28. maí 2020 14:30 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sjá meira
Keppni í ítölsku A-deildinni í fótbolta ætti að hefjast að nýju 20. júní eftir að ítölsk stjórnvöld gáfu samþykki fyrir því í dag. Áhrifa kórónuveirufaraldursins á íþróttalíf heimsins gætti einna fyrst á Ítalíu þar sem leikjum var frestað eða þeir spilaðir fyrir luktum dyrum þar til að lokum að hlé var gert 10. mars. Eftir að íþróttamálaráðherrann Vincenzo Spadafora staðfesti í dag að keppni mætti hefjast að nýju 20. júní standa vonir til að hægt verði að klára tímabilið í ágúst. Liðin tuttugu í deildinni eiga ýmist 12 eða 13 leiki eftir og er titilbaráttan afar spennandi en Juventus er með 63 stig og Lazio 62. Sömuleiðis er baráttan hörð um Evrópusæti og að forðast fall, þó að Birkir Bjarnason og félagar í Brescia eigi litla von um að bjarga sér þar sem þeir eru í botnsætinu með 16 stig, níu stigum frá næsta örugga sæti. Eigandi Brescia sagði reyndar við BBC að það væri „brjáluð ákvörðun“ að hefja keppni að nýju, og að það væri „of mikið fyrir leikmennina“ með tilliti til meiðslahættu. Leikmenn gátu hafið einstaklingsæfingar fyrr í þessum mánuði og æfingar í hópum hófust svo í þessari viku. Samkvæmt Gazzetta dello Sport verður ítalska bikarkeppnin kláruð áður en A-deildin hefst að nýju, með undanúrslitum 13. og 14. júní, og úrslitaleik 17. júní. Ekki liggur enn fyrir hvort haldið verður áfram keppni í C-deildinni þar sem Padova, lið Emils Hallfreðssonar, leikur. Það gæti skýrst í næstu viku, samkvæmt ítölskum miðlum.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Enski boltinn hefst aftur á Þjóðhátíðardaginn Tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni verða á dagskrá þann 17. júní. 28. maí 2020 14:30 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sjá meira
Enski boltinn hefst aftur á Þjóðhátíðardaginn Tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni verða á dagskrá þann 17. júní. 28. maí 2020 14:30