Fjölnir hefur ráðið Dusan Ivkovic sem nýjan þjálfara meistaraflokks kvenna í fótbolta en hann tekur við starfinu af Helenu Ólafsdóttur sem hætti í vikunni.
Dusan er öllum hnútum kunnugur hjá Fjölni eftir að hafa þjálfað yngri flokka hjá félaginu um fjögurra ára skeið til ársins 2018 og gert 2. flokk karla að Íslands- og bikarmeistara.
Dusan lék um langt árabil hér á landi, með KS/Leiftri, Selfossi, Njarðvík, Þrótti R., Gróttu, Vængjum Júpiters og síðast Hamri sem hann þjálfaði árið 2018. Hann hefur lokið UEFA-A þjálfaragráðu. Axel Örn Sæmundsson verður áfram aðstoðarþjálfari Fjölnisliðsins, sem leikur í 1. deild í sumar eða Lengjudeildinni eins og hún heitir núna.
Dusan Ivkovic tekur við mfl kvk!
— Fjölnir FC (@Fjolnir_FC) May 29, 2020
Dusan er reyndur og metnaðarfullur þjálfari sem þekkir vel til innan félagsins og innviða þess en hann þjálfaði síðast árið 2018 hjá Fjölni. Hann hefur lokið UEFA-A þjálfaragráðu og býr yfir alþjóðlegri þjálfarareynslu #FélagiðOkkar pic.twitter.com/ADg09VjOd3