Hobby næst flestu nýskráðu ökutækin í maí Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. júní 2020 07:00 Hobby Excellent árgerð 2020 Fjöldi nýskráninga eftir tegund í maí 2020 Húsbíla og hjólhýsaframleiðandinn Hobby var næst mest nýskráða tegund ökutækja hér á landi í maí. Toyota vermdi topp sætið með 112 ökutæki nýskráð en Hobby var í öðru sæti með 74 eintök á meðan Ford nældi í þriðja sæti með 64 eintök. Ferðumst innanlands Ferðavagnar og húsbílar skapa stóran sess í listanum yfir nýskráð ökutæki, greinilegt að margir ætla að ferðast innanlands í sumar. Adria er annar framleiðandi ferðavagna sem nær á topp 10 lista yfir flest nýskráð ökutæki, í sjötta sæti með 43 eintök skráð í maí, að því er fram kemur á vef Samgöngustofu. Þessi aukna sala í ferðavögnum sést vel í nýskráningum eftir orkugjöfum. Flestar nýskráningar eru á vélarlausum ökutækjum eða 319. Þar á eftir kemur dísel með 310 og svo bensín með 284. Tesla sem kom inn í toppsætið með látum í mars þegar 403 nýjar Teslur voru nýskráðar, nýskráði í maí 10 bíla. Ifor Williams kerrur voru einnig nýskráðar 10 sem og Citroen bílar. Fjöldi nýskráninga eftir ökutækjaflokki í maí 2020. Flokkar ökutækja Fólksbifreiðar voru þó algengasti flokkur ökutækja sem ver nýskráður í maí, 607 eintök. Hjólhýsi voru næst stærsti flokkurinn með 208 og sendibifreiðar í flokki (N1) voru 130 í þriðja sæti. Jarðefnaeldsneyti eða vistvænni kostur? Samtals voru nýskráðir 594 ökutæki sem ganga fyrir bensín eða dísel. Rafbílar voru 136 og tvinnbílar samtals 246, það er bæði tengiltvinn og hefðbundnir tvinnbílar. Vistvænni kostirnir lúta því í lægra haldi fyrir jarðefnaeldsneytinu þennan mánuðinn með 383 bíla, það seldist einn metanbíll á móti 594 eins og áður sagði. Ferðalög Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent
Fjöldi nýskráninga eftir tegund í maí 2020 Húsbíla og hjólhýsaframleiðandinn Hobby var næst mest nýskráða tegund ökutækja hér á landi í maí. Toyota vermdi topp sætið með 112 ökutæki nýskráð en Hobby var í öðru sæti með 74 eintök á meðan Ford nældi í þriðja sæti með 64 eintök. Ferðumst innanlands Ferðavagnar og húsbílar skapa stóran sess í listanum yfir nýskráð ökutæki, greinilegt að margir ætla að ferðast innanlands í sumar. Adria er annar framleiðandi ferðavagna sem nær á topp 10 lista yfir flest nýskráð ökutæki, í sjötta sæti með 43 eintök skráð í maí, að því er fram kemur á vef Samgöngustofu. Þessi aukna sala í ferðavögnum sést vel í nýskráningum eftir orkugjöfum. Flestar nýskráningar eru á vélarlausum ökutækjum eða 319. Þar á eftir kemur dísel með 310 og svo bensín með 284. Tesla sem kom inn í toppsætið með látum í mars þegar 403 nýjar Teslur voru nýskráðar, nýskráði í maí 10 bíla. Ifor Williams kerrur voru einnig nýskráðar 10 sem og Citroen bílar. Fjöldi nýskráninga eftir ökutækjaflokki í maí 2020. Flokkar ökutækja Fólksbifreiðar voru þó algengasti flokkur ökutækja sem ver nýskráður í maí, 607 eintök. Hjólhýsi voru næst stærsti flokkurinn með 208 og sendibifreiðar í flokki (N1) voru 130 í þriðja sæti. Jarðefnaeldsneyti eða vistvænni kostur? Samtals voru nýskráðir 594 ökutæki sem ganga fyrir bensín eða dísel. Rafbílar voru 136 og tvinnbílar samtals 246, það er bæði tengiltvinn og hefðbundnir tvinnbílar. Vistvænni kostirnir lúta því í lægra haldi fyrir jarðefnaeldsneytinu þennan mánuðinn með 383 bíla, það seldist einn metanbíll á móti 594 eins og áður sagði.
Ferðalög Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent