Pepsi Max kvenna eftir 10 daga: Arna var sú fyrsta en Vanda er sú sigursælasta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2020 13:30 Arna K. Steinsen lyftir hér Íslandsbikarnum á baksíðu Morgunblaðsins eftir að hafa verið fyrsta konan til að gera lið að Íslandsmeistutum. Úrklippan er úr Morgunblaðinu frá 4. september 1993. Skjáskot af timarit.is Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 10 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Arna K. Steinsen skrifaði nýjan kafla í sögu úrvalsdeildar kvenna í fótbolta sumarið 1993 þegar hún gerði KR-konur að Íslandsmeisturum. Arna varð þá frysta konan til að gera meistaraflokkslið að Íslandsmeisturum í knattspyrnu en hún tók þá við liðinu aftur eftir eins árs hlé. Þessi titill var líka sá fyrsti sem kom í Vesturbæinn í kvennaflokki og fyrsti Íslandsmeistaratitilinn í Frostaskjóli í 25 ár eða síðan KR karlarnir unnu hann síðast 1968. Arnar gerði KR aftur að Íslandsmeisturum (1998) áður en KR-karlarnir unnu loksins 1999. Arna tók skónna af hillunni og var spilandi þjálfari liðsins sem fór úr því að enda í sjötta sæti sumarið 1992 í að hampa Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn. Miklu munaði að Arna fékk KR-ingana Helenu Ólafsdóttur og Guðlaugu Jónsdóttur aftur heim í KR og þá kom Ásthildur Helgadóttir frá Breiðabliki. Vanda Sigurgeirsdóttir bættist í hópinn með Örnu árið eftir þegar hún gerði Breiðablik að Íslandsmeisturum sem spilandi þjálfari og endurtók Vanda síðan leikinn 1995 og 1996. Vanda átti síðan eftir að vinna þrjá titla sem þjálfari KR frá 1999 til 2003 og er sá þjálfari sem hefur unnið flesta Íslandsmeistaratitla hjá konum eða sex talsins. Ragna Lóa Stefánsdóttir gerði KR að Íslandsmeisturum 1997 og síðasta konan til að komast í meistaraþjálfara hópinn til dagsins í dag var Elísabet Gunnarsdóttir en undir hennar stjórn unnu Valskonur titilinn fjórum sinnum á fimm árum frá 2004 til 2008. Konur gerðu því lið þrettán sinnum að Íslandsmeisturum á 25 árum frá 1993 til 2008 en engri konu hefur tekist það undanfarin ellefu sumur. Konur sem hafa gerð lið að Íslandsmeisturum kvenna í fótbolta: 6 - Vanda Sigurgeirsdóttir (Breiðablik og KR) 4 - Elísabet Gunnarsdóttir (Val) 2 - Arna K. Steinsen (KR) 1 - Ragna Lóa Stefánsdóttir (KR) Pepsi Max-deild kvenna Einu sinni var... Mest lesið Leik lokið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Leik lokið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Sjá meira
Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 10 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Arna K. Steinsen skrifaði nýjan kafla í sögu úrvalsdeildar kvenna í fótbolta sumarið 1993 þegar hún gerði KR-konur að Íslandsmeisturum. Arna varð þá frysta konan til að gera meistaraflokkslið að Íslandsmeisturum í knattspyrnu en hún tók þá við liðinu aftur eftir eins árs hlé. Þessi titill var líka sá fyrsti sem kom í Vesturbæinn í kvennaflokki og fyrsti Íslandsmeistaratitilinn í Frostaskjóli í 25 ár eða síðan KR karlarnir unnu hann síðast 1968. Arnar gerði KR aftur að Íslandsmeisturum (1998) áður en KR-karlarnir unnu loksins 1999. Arna tók skónna af hillunni og var spilandi þjálfari liðsins sem fór úr því að enda í sjötta sæti sumarið 1992 í að hampa Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn. Miklu munaði að Arna fékk KR-ingana Helenu Ólafsdóttur og Guðlaugu Jónsdóttur aftur heim í KR og þá kom Ásthildur Helgadóttir frá Breiðabliki. Vanda Sigurgeirsdóttir bættist í hópinn með Örnu árið eftir þegar hún gerði Breiðablik að Íslandsmeisturum sem spilandi þjálfari og endurtók Vanda síðan leikinn 1995 og 1996. Vanda átti síðan eftir að vinna þrjá titla sem þjálfari KR frá 1999 til 2003 og er sá þjálfari sem hefur unnið flesta Íslandsmeistaratitla hjá konum eða sex talsins. Ragna Lóa Stefánsdóttir gerði KR að Íslandsmeisturum 1997 og síðasta konan til að komast í meistaraþjálfara hópinn til dagsins í dag var Elísabet Gunnarsdóttir en undir hennar stjórn unnu Valskonur titilinn fjórum sinnum á fimm árum frá 2004 til 2008. Konur gerðu því lið þrettán sinnum að Íslandsmeisturum á 25 árum frá 1993 til 2008 en engri konu hefur tekist það undanfarin ellefu sumur. Konur sem hafa gerð lið að Íslandsmeisturum kvenna í fótbolta: 6 - Vanda Sigurgeirsdóttir (Breiðablik og KR) 4 - Elísabet Gunnarsdóttir (Val) 2 - Arna K. Steinsen (KR) 1 - Ragna Lóa Stefánsdóttir (KR)
Konur sem hafa gerð lið að Íslandsmeisturum kvenna í fótbolta: 6 - Vanda Sigurgeirsdóttir (Breiðablik og KR) 4 - Elísabet Gunnarsdóttir (Val) 2 - Arna K. Steinsen (KR) 1 - Ragna Lóa Stefánsdóttir (KR)
Pepsi Max-deild kvenna Einu sinni var... Mest lesið Leik lokið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Leik lokið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Sjá meira