Bandaríkjamaður ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júní 2020 18:22 Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins. Vísir/vilhelm Bandarískur karlmaður á fertugsaldri sem hefur verið í varðhaldi síðan í lok janúar hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum. RÚV greindi fyrst frá en Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfestir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið ákærður. Rannsókn málsins er umfangsmikil og tekur til nokkurra landa. Hún var jafnframt unnin í samstarfi við lögregluyfirvöld erlendis en maðurinn hafði ekki fasta búsetu hér á landi. Maðurinn er ákærður fyrir kynferðisbrot, kynferðislega áreitni, brot gegn barnaverndarlögum og brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Hann braut á þremur drengjum og virðist hafa verið mislengi í samskiptum við þá. Þannig er maðurinn sagður hafa sett sig í samband við einn drenginn haustið 2016 og þóst vera 11 ára gömul stúlka. Eftir það hafi hann verið í samskiptum við drenginn á samskiptaforritinu Snapchat undir eigin nafni fram til 30. janúar síðastliðinn. Þá tók lögreglan yfir samskiptin, að því er fram kemur í frétt RÚV. Þá er manninum gefið að sök að hafa byrjað að brjóta gegn öðrum drengnum fyrir tveimur árum og þeim þriðja fyrir þremur árum. Maðurinn hafi í öllum tilvikum reynt að öðlast traust drengjanna og beitt ýmsum leiðum til að reyna að fá þá til að hitta sig í kynferðislegum tilgangi, ýmist á netinu eða í eigin persónu. Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hvetja drengina til að prófa maríhúana. Í ákærunni kemur einnig fram að myndir og hreyfimyndir í þúsundatali, sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, hafi fundist á flakkara, fartölvu og farsíma mannsins. Þess er krafist að tækin verði gerð upptæk. Mæður drengjanna krefjast þess jafnframt að manninum verði gert að greiða sonum þeirra samtals rúmlega 3,6 milljónir í miskabætur. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Sjá meira
Bandarískur karlmaður á fertugsaldri sem hefur verið í varðhaldi síðan í lok janúar hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum. RÚV greindi fyrst frá en Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfestir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið ákærður. Rannsókn málsins er umfangsmikil og tekur til nokkurra landa. Hún var jafnframt unnin í samstarfi við lögregluyfirvöld erlendis en maðurinn hafði ekki fasta búsetu hér á landi. Maðurinn er ákærður fyrir kynferðisbrot, kynferðislega áreitni, brot gegn barnaverndarlögum og brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Hann braut á þremur drengjum og virðist hafa verið mislengi í samskiptum við þá. Þannig er maðurinn sagður hafa sett sig í samband við einn drenginn haustið 2016 og þóst vera 11 ára gömul stúlka. Eftir það hafi hann verið í samskiptum við drenginn á samskiptaforritinu Snapchat undir eigin nafni fram til 30. janúar síðastliðinn. Þá tók lögreglan yfir samskiptin, að því er fram kemur í frétt RÚV. Þá er manninum gefið að sök að hafa byrjað að brjóta gegn öðrum drengnum fyrir tveimur árum og þeim þriðja fyrir þremur árum. Maðurinn hafi í öllum tilvikum reynt að öðlast traust drengjanna og beitt ýmsum leiðum til að reyna að fá þá til að hitta sig í kynferðislegum tilgangi, ýmist á netinu eða í eigin persónu. Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hvetja drengina til að prófa maríhúana. Í ákærunni kemur einnig fram að myndir og hreyfimyndir í þúsundatali, sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, hafi fundist á flakkara, fartölvu og farsíma mannsins. Þess er krafist að tækin verði gerð upptæk. Mæður drengjanna krefjast þess jafnframt að manninum verði gert að greiða sonum þeirra samtals rúmlega 3,6 milljónir í miskabætur.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Sjá meira