„Alltof vel sloppið að birta bara svarta mynd á Instagram“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2020 09:30 Kevin-Prince Boateng þegar hann var kynntur sem leikmaður Barcelona í janúar í fyrra. Hann var ekki lengi hjá spænska stórliðinu eða aðeins fram á vor. EPA-EFE/ANDREU DALMAU Knattspyrnumaðurinn Kevin-Prince Boateng finnst að margir leikmenn eigi að gera mun meira í að styðja réttindabaráttu svartra en að birta bara svarta mynd á Instagram. Fólk út um allan heim er hneykslað yfir meðferðinni á blökkumanninum George Floyd en hann dó eftir að hvítur lögreglumaður lá með hné sitt ofan á hálsi hans í meira en átta mínútur. Mikil mótmæli hafa verið út um öll Bandaríkjamenn og þau hafa náð til Evrópu og annarra heimshluta. Margir íþróttamenn hafa sýnt réttindabaráttunni sinn stuðning með orðum, athöfnum eða í viðtölum en stór hluti hefur hins vegar ekki tjáð sig að öðru leyti en að setja svarta mynd inn á Instagram reikninga sína. Knattspyrnumanninum Kevin-Prince Boateng finnst það bara vera hvergi nærri nóg. Hann vill sjá meiri stuðning í orði og verki. Kevin-Prince Boateng wants to see players do more than post a black picture. pic.twitter.com/fGvOoX4puP— ESPN FC (@ESPNFC) June 3, 2020 „Það er ekki nóg að allir séu bara að birta svarta mynd á þessum tímum. Það er of auðvelt. Fólk er bara of hrætt við að standa fyrir eitthvað eða segja eitthvað vegna styrktaraðila sinna eða fylgjenda,“ sagði Kevin-Prince Boateng harðorður. „Af hverju eru þið ekki að tjá ykkur? Af hverju eru þið að segja eitthvað? Svört mynd er alltaf of auðveld leið,“ sagði Kevin-Prince Boateng. Kevin-Prince Boateng var síðast á láni hjá tyrkneska félaginu Besiktas en hefur leikið áður með liðum eins og Tottenham, AC Milan, Barcelona og Borussia Dortmund. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá þakkaði Kevin-Prince Boateng fólki fyrir að gera eitthvað þó að það væri bara að setja inn svarta mynd á Twitter. Hann vill bara sjá miklu meira gert svo að hlutirnir breytist í heiminum. Thank you @SkySports for letting me speak up one more Let s speak up! It s never too late #Everyone #NoToRacism #Culture #Football #Skysports #Interview pic.twitter.com/ZIWqniNlcE— Kevin-Prince Boateng (@KPBofficial) June 4, 2020 All together we can win this battle. #justiceforFloyd #racialinjustice #Everyone #NoToRacism pic.twitter.com/BUuhzUJGma— Kevin-Prince Boateng (@KPBofficial) June 2, 2020 Fótbolti Dauði George Floyd Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Kevin-Prince Boateng finnst að margir leikmenn eigi að gera mun meira í að styðja réttindabaráttu svartra en að birta bara svarta mynd á Instagram. Fólk út um allan heim er hneykslað yfir meðferðinni á blökkumanninum George Floyd en hann dó eftir að hvítur lögreglumaður lá með hné sitt ofan á hálsi hans í meira en átta mínútur. Mikil mótmæli hafa verið út um öll Bandaríkjamenn og þau hafa náð til Evrópu og annarra heimshluta. Margir íþróttamenn hafa sýnt réttindabaráttunni sinn stuðning með orðum, athöfnum eða í viðtölum en stór hluti hefur hins vegar ekki tjáð sig að öðru leyti en að setja svarta mynd inn á Instagram reikninga sína. Knattspyrnumanninum Kevin-Prince Boateng finnst það bara vera hvergi nærri nóg. Hann vill sjá meiri stuðning í orði og verki. Kevin-Prince Boateng wants to see players do more than post a black picture. pic.twitter.com/fGvOoX4puP— ESPN FC (@ESPNFC) June 3, 2020 „Það er ekki nóg að allir séu bara að birta svarta mynd á þessum tímum. Það er of auðvelt. Fólk er bara of hrætt við að standa fyrir eitthvað eða segja eitthvað vegna styrktaraðila sinna eða fylgjenda,“ sagði Kevin-Prince Boateng harðorður. „Af hverju eru þið ekki að tjá ykkur? Af hverju eru þið að segja eitthvað? Svört mynd er alltaf of auðveld leið,“ sagði Kevin-Prince Boateng. Kevin-Prince Boateng var síðast á láni hjá tyrkneska félaginu Besiktas en hefur leikið áður með liðum eins og Tottenham, AC Milan, Barcelona og Borussia Dortmund. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá þakkaði Kevin-Prince Boateng fólki fyrir að gera eitthvað þó að það væri bara að setja inn svarta mynd á Twitter. Hann vill bara sjá miklu meira gert svo að hlutirnir breytist í heiminum. Thank you @SkySports for letting me speak up one more Let s speak up! It s never too late #Everyone #NoToRacism #Culture #Football #Skysports #Interview pic.twitter.com/ZIWqniNlcE— Kevin-Prince Boateng (@KPBofficial) June 4, 2020 All together we can win this battle. #justiceforFloyd #racialinjustice #Everyone #NoToRacism pic.twitter.com/BUuhzUJGma— Kevin-Prince Boateng (@KPBofficial) June 2, 2020
Fótbolti Dauði George Floyd Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Sjá meira