Fjölskyldufaðirinn og Íslandsmeistarinn tengir lítið sem ekki neitt við tækninýjungar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2020 23:00 Beitir fagnar Íslandsmeistaratitlinum á síðustu leiktíð ásamt syni sínum. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Markverðir eru ekki eins og fólk er flest, eða svo er oft sagt. Það á hins vegar vissulega við um Beiti Ólafsson, markvörð Íslandsmeistara KR. Hann var í skemmtilegu viðtali á vef Íslandsmeistaranna þar sem kemur fram að hann hefur lítinn áhuga á tækninýjunum, er með æfingaplanið á ísskápnum og elskar kröfurnar í Vesturbænum. Beitir kom óvænt inn í lið KR sumarið 2017 eftir að hafa verið hættur í fótbolta. Var það hans fyrsta tímabil í efstu deild. Stóð hann sig það vel að hann fékk áframhaldandi samning og varð síðan Íslandsmeistari með liðinu síðasta sumar. Sjá einnig: Saga Beitis sýnir hvað menn eru lélegir að meta hæfileika Rúnar setti töluverða pressu á Beiti fyrir síðustu leiktíð þar sem hann sagði að markvörðurinn væri sá besti í deildinni. Beitir virðist njóta sín undir pressu og er enn hungraður þó hann hafi landað þeim stóra í fyrra. „Það er miklu erfiðara að verja titil og mér finnst þetta afskaplega heillandi áskorun. Það er verðugt og skemmtilegt verkefni að standa undir öllu því hrósi sem við fengum á síðasta tímabili,“ sagði Beitir á vef KR. Hinn 34 ára gamli Beitir er tveggja barna faðir ásamt því að reka verktakafyrirtæki með fjölskyldu sinni. Þar mætir hann nær alla daga, líka á leikdegi. „Það fylgir sveigjanleiki að starfa í fjölskyldufyrirtæki og ráða sér töluvert sjálfur. Einn daginn get ég verið að færa til 200 kílóa rör en næsta dag er ég kannski bara að dunda mér. Ég reyni að skipuleggja vinnuna þannig að ég sé ekki í erfiðum verkefnum daginn fyrir leik. Auk þess vinn ég sleitulaust yfir veturinn en á sumrin er þetta rólegra,“ sagði Beitir en hann glímdi við bakmeiðsli í vetur. Ásamt þvi að ræða hina margrómuðu sigurhefð og þær gífurlegu kröfur sem eru gerðar í Vesturbænum þá ræddi Beitir einnig dálæti sitt á tækni, eða skort þar á. Enda er markvörðurinn knái eflaust eini leikmaður Pepsi Max deildarinnar sem á ekki snjallsíma. „Ég vel að hverfa nokkur ár aftur í tímann í tækniþróuninni og vinna þar. Ég held að svona 90% af því sem fólk fær sent í gegnum snjalltæki sé bara kjaftæði sem enginn þarf á að halda. Það hjálpar mér að slaka á og halda hugarró að vera laus við svona áreiti. Satt að segja held að flestir hefðu gott af því að vera lausir við þetta þó að ég skilji að auðvitað þurfi sumt fólk á þessu að halda út af vinnu.“ „Það hefur alveg komið fyrir að ég hafi misst af fundum og þess háttar hjá liðinu af því ég var ekki að fylgjast með tilkynningum í einhveriu appi. En oftast kemur Rúnar skilaboðum til mín sem hinir strákarnir sjá í símunum sínum. Mér finnst líka rosalega fínt að hafa bara allt til minnis á ísskápnum, þá er hægt að skoða það þar, ræða hlutina og skipuleggja sig,“ sagði Beitir að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Fleiri fréttir Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Sjá meira
Markverðir eru ekki eins og fólk er flest, eða svo er oft sagt. Það á hins vegar vissulega við um Beiti Ólafsson, markvörð Íslandsmeistara KR. Hann var í skemmtilegu viðtali á vef Íslandsmeistaranna þar sem kemur fram að hann hefur lítinn áhuga á tækninýjunum, er með æfingaplanið á ísskápnum og elskar kröfurnar í Vesturbænum. Beitir kom óvænt inn í lið KR sumarið 2017 eftir að hafa verið hættur í fótbolta. Var það hans fyrsta tímabil í efstu deild. Stóð hann sig það vel að hann fékk áframhaldandi samning og varð síðan Íslandsmeistari með liðinu síðasta sumar. Sjá einnig: Saga Beitis sýnir hvað menn eru lélegir að meta hæfileika Rúnar setti töluverða pressu á Beiti fyrir síðustu leiktíð þar sem hann sagði að markvörðurinn væri sá besti í deildinni. Beitir virðist njóta sín undir pressu og er enn hungraður þó hann hafi landað þeim stóra í fyrra. „Það er miklu erfiðara að verja titil og mér finnst þetta afskaplega heillandi áskorun. Það er verðugt og skemmtilegt verkefni að standa undir öllu því hrósi sem við fengum á síðasta tímabili,“ sagði Beitir á vef KR. Hinn 34 ára gamli Beitir er tveggja barna faðir ásamt því að reka verktakafyrirtæki með fjölskyldu sinni. Þar mætir hann nær alla daga, líka á leikdegi. „Það fylgir sveigjanleiki að starfa í fjölskyldufyrirtæki og ráða sér töluvert sjálfur. Einn daginn get ég verið að færa til 200 kílóa rör en næsta dag er ég kannski bara að dunda mér. Ég reyni að skipuleggja vinnuna þannig að ég sé ekki í erfiðum verkefnum daginn fyrir leik. Auk þess vinn ég sleitulaust yfir veturinn en á sumrin er þetta rólegra,“ sagði Beitir en hann glímdi við bakmeiðsli í vetur. Ásamt þvi að ræða hina margrómuðu sigurhefð og þær gífurlegu kröfur sem eru gerðar í Vesturbænum þá ræddi Beitir einnig dálæti sitt á tækni, eða skort þar á. Enda er markvörðurinn knái eflaust eini leikmaður Pepsi Max deildarinnar sem á ekki snjallsíma. „Ég vel að hverfa nokkur ár aftur í tímann í tækniþróuninni og vinna þar. Ég held að svona 90% af því sem fólk fær sent í gegnum snjalltæki sé bara kjaftæði sem enginn þarf á að halda. Það hjálpar mér að slaka á og halda hugarró að vera laus við svona áreiti. Satt að segja held að flestir hefðu gott af því að vera lausir við þetta þó að ég skilji að auðvitað þurfi sumt fólk á þessu að halda út af vinnu.“ „Það hefur alveg komið fyrir að ég hafi misst af fundum og þess háttar hjá liðinu af því ég var ekki að fylgjast með tilkynningum í einhveriu appi. En oftast kemur Rúnar skilaboðum til mín sem hinir strákarnir sjá í símunum sínum. Mér finnst líka rosalega fínt að hafa bara allt til minnis á ísskápnum, þá er hægt að skoða það þar, ræða hlutina og skipuleggja sig,“ sagði Beitir að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Fleiri fréttir Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Sjá meira