8 dagar í Pepsi Max: Þarf að fara aftur til 1989 til að finna færri grasleiki í fyrstu umferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2020 12:00 Stjörnumarkvörðurinn Haraldur Björnsson hefur hér fengið slæma byltu í leik á móti Blikum á gervigrasinu í Garðbænum. Vísir/Vilhelm Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 8 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Íslandsmótið í knattspyrnu er að hefjast í júní í fyrsta sinn í meira en sex áratugi en þrátt fyrir það verður aðeins einn af sex leikjum fyrstu umferðarinnar á náttúrulegu grasi. Það er þó ekki slæmum vallarskilyrðum um að kenna heldur hafa liðin verið að færa sig yfir á gervigras. Eini grasleikurinn í fyrstu umferð Pepsi verður leikur ÍA og KA á Norðurálsvelli á Akranesi. Hinir fimm leikirnir fara allir fram á gervigrasi. Það verður spilað í Kórnum, á gervigrasi Valsmanna á Origo vellinum, á gervigrasi Víkinga í Fossvogi, á gervigrasinu á Kópavogsvelli og lokaleikur umferðarinnar fer síðan fram á gervigrasi Stjörnumanna á Samsung vellinum í Garðabæ. Sjö af tólf liðum spila á gervigrasi í sumar eða Valur, Breiðablik, Stjarnan, Víkingur, Fylkir, HK og Grótta. KR, FH, ÍA og KA spila á grasi. Síðast fór aðeins einn grasleikur fram í fyrstu umferð Íslandsmótsins árið 1989 eða fyrir 31 ári síðan. Frá og með 1990 hafa alltaf verið þrír eða fleiri grasleikir í fyrstu umferðinni. Það var kalt vorið 1989 og eini leikurinn á grasi var leikur FH og KA. Hann fór þó ekki fram á aðalvellinum í Kaplakrika heldur á æfingasvæðinu. Tveir af leikjunum voru spilaðir á þá frekar nýlegu gervigrasi í Laugardalnum og tveir leikir voru spilaðir á möl, einn á Akureyri en hinn í Keflavík. Þetta var þó enn verra sumarið 1988 en þá var enginn grasleikur í fyrstu umferðinni. Tveir leikir fóru þá fram á gervigrasi í Laugardalnum og tveir á möl. Fimmta leiknum var síðan frestað inn í júnímánuð vegna slæmra aðstæðna fyrir norðan en það var innbyrðis leikur Akureyrarliðanna, Þór og KA. Það voru fjórir grasleikir í fyrstu umferðinni í fyrra en tveir voru þá spilaði á gervigrasi. Mest áður höfðu verið þrír gervigrasleikir í fyrstu umferðinni sumurin 2014, 2016 og 2018. Grasleikir í fyrstu umferðinni í efstu deild karla: 2020 - 1 (5 á gervigrasi) 2019 - 4 (2 á gervigrasi) 2018 - 3 (3 á gervigrasi) 2017 - 5 (1 á gervigrasi) 2016 - 3 (3 á gervigrasi) 2015 - 6 2014 - 3 (3 á gervigrasi) 2013 - 6 2012 - 6 2011 - 5 (1 á gervigrasi) 2010 - 4 (2 á gervigrasi) 2009 - 5 (1 á gervigrasi) 2008 - 6 2007 - 5 2006 - 5 2005 - 5 2004 - 5 2003 - 5 2002 - 5 2001 - 5 2000 - 5 1999 - 5 1998 - 5 1997 - 5 1996 - 5 1995 - 5 1994 - 5 1993 - 5 1992 - 5 1991 - 3 (2 á möl) 1990 - 4 (1 á möl) 1989 - 1 (2 á gervigrasi, 2 á möl) 1988 - 0 (2 á gervigrasi, 2 á möl, 1 frestað) Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 8 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Íslandsmótið í knattspyrnu er að hefjast í júní í fyrsta sinn í meira en sex áratugi en þrátt fyrir það verður aðeins einn af sex leikjum fyrstu umferðarinnar á náttúrulegu grasi. Það er þó ekki slæmum vallarskilyrðum um að kenna heldur hafa liðin verið að færa sig yfir á gervigras. Eini grasleikurinn í fyrstu umferð Pepsi verður leikur ÍA og KA á Norðurálsvelli á Akranesi. Hinir fimm leikirnir fara allir fram á gervigrasi. Það verður spilað í Kórnum, á gervigrasi Valsmanna á Origo vellinum, á gervigrasi Víkinga í Fossvogi, á gervigrasinu á Kópavogsvelli og lokaleikur umferðarinnar fer síðan fram á gervigrasi Stjörnumanna á Samsung vellinum í Garðabæ. Sjö af tólf liðum spila á gervigrasi í sumar eða Valur, Breiðablik, Stjarnan, Víkingur, Fylkir, HK og Grótta. KR, FH, ÍA og KA spila á grasi. Síðast fór aðeins einn grasleikur fram í fyrstu umferð Íslandsmótsins árið 1989 eða fyrir 31 ári síðan. Frá og með 1990 hafa alltaf verið þrír eða fleiri grasleikir í fyrstu umferðinni. Það var kalt vorið 1989 og eini leikurinn á grasi var leikur FH og KA. Hann fór þó ekki fram á aðalvellinum í Kaplakrika heldur á æfingasvæðinu. Tveir af leikjunum voru spilaðir á þá frekar nýlegu gervigrasi í Laugardalnum og tveir leikir voru spilaðir á möl, einn á Akureyri en hinn í Keflavík. Þetta var þó enn verra sumarið 1988 en þá var enginn grasleikur í fyrstu umferðinni. Tveir leikir fóru þá fram á gervigrasi í Laugardalnum og tveir á möl. Fimmta leiknum var síðan frestað inn í júnímánuð vegna slæmra aðstæðna fyrir norðan en það var innbyrðis leikur Akureyrarliðanna, Þór og KA. Það voru fjórir grasleikir í fyrstu umferðinni í fyrra en tveir voru þá spilaði á gervigrasi. Mest áður höfðu verið þrír gervigrasleikir í fyrstu umferðinni sumurin 2014, 2016 og 2018. Grasleikir í fyrstu umferðinni í efstu deild karla: 2020 - 1 (5 á gervigrasi) 2019 - 4 (2 á gervigrasi) 2018 - 3 (3 á gervigrasi) 2017 - 5 (1 á gervigrasi) 2016 - 3 (3 á gervigrasi) 2015 - 6 2014 - 3 (3 á gervigrasi) 2013 - 6 2012 - 6 2011 - 5 (1 á gervigrasi) 2010 - 4 (2 á gervigrasi) 2009 - 5 (1 á gervigrasi) 2008 - 6 2007 - 5 2006 - 5 2005 - 5 2004 - 5 2003 - 5 2002 - 5 2001 - 5 2000 - 5 1999 - 5 1998 - 5 1997 - 5 1996 - 5 1995 - 5 1994 - 5 1993 - 5 1992 - 5 1991 - 3 (2 á möl) 1990 - 4 (1 á möl) 1989 - 1 (2 á gervigrasi, 2 á möl) 1988 - 0 (2 á gervigrasi, 2 á möl, 1 frestað)
Grasleikir í fyrstu umferðinni í efstu deild karla: 2020 - 1 (5 á gervigrasi) 2019 - 4 (2 á gervigrasi) 2018 - 3 (3 á gervigrasi) 2017 - 5 (1 á gervigrasi) 2016 - 3 (3 á gervigrasi) 2015 - 6 2014 - 3 (3 á gervigrasi) 2013 - 6 2012 - 6 2011 - 5 (1 á gervigrasi) 2010 - 4 (2 á gervigrasi) 2009 - 5 (1 á gervigrasi) 2008 - 6 2007 - 5 2006 - 5 2005 - 5 2004 - 5 2003 - 5 2002 - 5 2001 - 5 2000 - 5 1999 - 5 1998 - 5 1997 - 5 1996 - 5 1995 - 5 1994 - 5 1993 - 5 1992 - 5 1991 - 3 (2 á möl) 1990 - 4 (1 á möl) 1989 - 1 (2 á gervigrasi, 2 á möl) 1988 - 0 (2 á gervigrasi, 2 á möl, 1 frestað)
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Sjá meira