Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Heimir Már Pétursson skrifar 5. júní 2020 12:07 Stöð 2/Einar Menntamálaráðherra segir það ekki hafa skipt máli að Páll Magnússon er samflokksmaður hennar þegar hún skipaði hann í embætti ráðuneytisstjóra. Hún taki úrskurð úrskurðarnefndar jafnréttismála alvarlega og málið sé til skoðunar í ráðuneytinu Úrskurðarnefnd jafnréttismála kvað upp þann úrskurð í vikunni að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hafi brotið gegn jafnréttislögum þegar hún skipaði Pál Magnússon flokksbróður hennar í Framsóknarflokknum í stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. Hafdís Helga Ólafsdóttir skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu var ein umsækjenda um stöðuna en hæfnisnefnd setti hana ekki í hóp fjögurra hæfustu. Hún kærði engu að síður skipunina til úrskurðarnefndar jafnréttismála sem kvað upp þann úrskurð í vikunni að menntamálaráðherra hefði brotið jafnréttislög á Hafdísi Helgu. „Við erum að fara núna yfir þennan úrskurð. Annars vegar erum við með hæfnisnefnd sem kemst að allt annarri niðurstöðu og hins vegar úrskurðarnefnd jafnréttismála og nú er ég að meta það með lögmönnum hver verða næstu skref,“ segir Lilja. Hún hafi gert sjálfstæða athugun á umsækjendum og ekki getað séð að það væru veigamiklar ástæður til að fara ekki að niðurstöðu hæfnisnefndarinnar. Hún fagni því að málið fái efnislega skoðun eins og hjá umboðsmanni Alþingis. „Það er nefnilega þannig að öll þau verk sem ég hef komið að á síðustu árum hafa alltaf verið unnin af algerri fagmennsku. Ég hef alltaf fengið færasta og öflugasta fólkið til liðs við mig,“ segir Lilja. Hún nefnir sem dæmi undirbúning og framlagningu frumvarps um menntasjóð sem feli í sér kerfisbreytingu sem ekki hafi tekist að ná fram í um þrjátíu ár en sem mun ná fram að ganga á yfirstandandi vorþingi. Lítur það þannig út að þarna hafi skipt máli að vera framsóknarmaður? „Alls ekki. Eins og ég segi það er alltaf hæfasta fólkið sem er valið hjá mér og verkin sýna það líka.“ En er það ekki álitshnekkir að fá svona úrskurð á sig? „Við ætlum að fara yfir þetta og kærunefnd jafnréttismála gegnir auðvitað veigamiklu hlutverki. Þess vegna tek ég þessu að sjálfsögðu mjög alvarlega,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Kærunefnd jafnréttismála segir menntamálaráðherra hafa brotið á einum umsækjenda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 2. júní 2020 20:00 Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21 Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Menntamálaráðherra segir það ekki hafa skipt máli að Páll Magnússon er samflokksmaður hennar þegar hún skipaði hann í embætti ráðuneytisstjóra. Hún taki úrskurð úrskurðarnefndar jafnréttismála alvarlega og málið sé til skoðunar í ráðuneytinu Úrskurðarnefnd jafnréttismála kvað upp þann úrskurð í vikunni að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hafi brotið gegn jafnréttislögum þegar hún skipaði Pál Magnússon flokksbróður hennar í Framsóknarflokknum í stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. Hafdís Helga Ólafsdóttir skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu var ein umsækjenda um stöðuna en hæfnisnefnd setti hana ekki í hóp fjögurra hæfustu. Hún kærði engu að síður skipunina til úrskurðarnefndar jafnréttismála sem kvað upp þann úrskurð í vikunni að menntamálaráðherra hefði brotið jafnréttislög á Hafdísi Helgu. „Við erum að fara núna yfir þennan úrskurð. Annars vegar erum við með hæfnisnefnd sem kemst að allt annarri niðurstöðu og hins vegar úrskurðarnefnd jafnréttismála og nú er ég að meta það með lögmönnum hver verða næstu skref,“ segir Lilja. Hún hafi gert sjálfstæða athugun á umsækjendum og ekki getað séð að það væru veigamiklar ástæður til að fara ekki að niðurstöðu hæfnisnefndarinnar. Hún fagni því að málið fái efnislega skoðun eins og hjá umboðsmanni Alþingis. „Það er nefnilega þannig að öll þau verk sem ég hef komið að á síðustu árum hafa alltaf verið unnin af algerri fagmennsku. Ég hef alltaf fengið færasta og öflugasta fólkið til liðs við mig,“ segir Lilja. Hún nefnir sem dæmi undirbúning og framlagningu frumvarps um menntasjóð sem feli í sér kerfisbreytingu sem ekki hafi tekist að ná fram í um þrjátíu ár en sem mun ná fram að ganga á yfirstandandi vorþingi. Lítur það þannig út að þarna hafi skipt máli að vera framsóknarmaður? „Alls ekki. Eins og ég segi það er alltaf hæfasta fólkið sem er valið hjá mér og verkin sýna það líka.“ En er það ekki álitshnekkir að fá svona úrskurð á sig? „Við ætlum að fara yfir þetta og kærunefnd jafnréttismála gegnir auðvitað veigamiklu hlutverki. Þess vegna tek ég þessu að sjálfsögðu mjög alvarlega,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.
Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Kærunefnd jafnréttismála segir menntamálaráðherra hafa brotið á einum umsækjenda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 2. júní 2020 20:00 Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21 Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Segir líta út fyrir að jafnréttislög hafi verið brotin með ásetningi Kærunefnd jafnréttismála segir menntamálaráðherra hafa brotið á einum umsækjenda um stöðu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 2. júní 2020 20:00
Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21
Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28